Samtíðin - 01.09.1942, Side 14

Samtíðin - 01.09.1942, Side 14
10 SAMTlÐlN Þórir Bergsson: GAMALT LJÓÐ Við sátum úti í „Söstjernen" og supum öl úr krús —- off urðum allir dús. Þar margt var sagt af viti, — en meira af hinu þó. — Og mér fannst skútan komin eitthvað út á reginsjó. Og þá vorum við gáfaðir og góðir, frjálsir menn — og erum, kannske, enn. En þarna úti’ í fleytunni við fundum mætavel, hve fylkingin var harðsnúin mót Djöfli, Synd og Hel. En þetta er gamall kvæði, sem einhver kenndur kvað ■— og kemst nú loks á blað, f káetunni á „Söstjernen“ það komst í huga mér með krús af þýzku öli, sem er búin — því er ver. Sá dagur var, — þótt færi ég á fold með tóman sjóð, eitt fagurt dýrðarljóð. — Og þarna varð ég dús við eitt þjóðskáld eða tvö. — Þau þekktu mig ei daginn eftir, — jæja — Adieu. £)EIIi ÖRFÁU áskrifendur Sam- tíðarinnar í Reykjavík, sem enn eiga ógreitt áskriftargjald sitt fgrir 1942, eru vinsamlega beðnir að sernla það í bréfi til afgreiðslunn- ar eða greiða það í bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1, sem allra fyrst. Útvegið Samtíðinni nýja áskrifendur með því að segja vinum yðar frá henni. Reynið að svara cftirfarandi spurningum, en svörin eru á bls. 29: 1. Hver uppgötvaði hringrás blóðs- ins, og hvenær var sú uppgötv- un gerð? 2. Hvers vegna eru menn yfirleitl ekki örfhendir? 3. Hver islenzkaði kvæðið Zombi- en eftir H. C. Andersen? 4. Hvar er bærinn Revel? 5. Ilvaða fslendingur ferðaðist suð- ur í lönd til þess að kynna sér menningu og háttu annarra þjóða á fyrra hluta 19. aldar? r ALABAMA má kvenfólk ekki 1 ganga með öklaskraut. í Utali má kvenfólk ekki ganga á skóliælum, sem séu hærri en IV2 þunil. í Boston verða hundar, sem kven- fólk teymir, að vera fótalægri en 10 þuml. í Missisippi er bannað að ganga á götum úti með óhnýttar skóreimar. í New York ríki mega menn ekki spenna út regnlilíf mjög nálægt liesti. (Úr L’Illustré, Lausanne). Dómari: —■ Þér eruð hér nieð dæmdur í 16 króna og 20 aura sekt fgrir það, að þér hafið barið hana tengdamóður gðar! Sá ákærði: — Hvað eiga þessir 20 aurar að merkja? Dómari: — Það er skemmtana- skatturinn, drengur minn.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.