Samtíðin - 01.09.1942, Side 15

Samtíðin - 01.09.1942, Side 15
SAMTIÐIN 11 ÞORSTEINN JÓNSSON, Úlfsstöðum: Um skilning SVO LJÓSAR og stórkostlegar eru þær kenningar, sem dr. Helgi Pjeturss boðar í ritum sínum, Nýal, Ennýal og Framnýal, að það mætti í rauninni vera trygging fyr- ir því, að undirstöður þeirra væru í aðalatriðum réttar. Má nefna til dæmis um stærð þessara kenninga, að þar liefur í fyrsta sinn tekizt að sameina trú og vísindi, eða réttara sagt, láta vísindi koma í trúar stað, þannig, að trúmaðurinn þarf einsk- is að sakna. Vil ég hér lítið eitt víkja að þeirri undirstöðu kenninganna, sem er skilningur dr. Helga á eðli svefns og' draurna. En liann er í að- alatriðum á þá leið, að í svefni verði liver fyrir inngeislan og magn- an frá öflugri lífsstöðum, og að draumar sofandans séu vökulíf annars manns meira og minna lit- að og aflagað af hugsunum og minu- ingum dreymandans úr vöku. Það er nú fyrst til stuðnings þessu, að þegar maður er kominn að því að sofna, þólt ekki sé hann alveg sofnaður, er liann orðinn mjög ófær til þess að hugsa, og er því ólíklegt, að hann í svefninum geti af eigin rammleik skapað sér sýnir og at- burði í huga, sem stundum getur verið svo skýrt, að á eftir sé ógleym- anlegt. En gegn því, að draumar séu aðallega endurminningar eða end- arspeglanir liðinna atburða úr vöku, niælir það, að draumsýnirnar eru á draumum Þorsteinn Jónsson jafnan eitthvað ósamkvæmar þvi, sem maður ætlar þær vera. Dæmi: Mig dreymir, að ég sé staddur i' fjallslilíð, sem er með öllu skóglaus. En nú, er ég sé hana í svefninum, er þar allmikill trjágróður, og þyk- ir mér það þó eklcert undarlegt. Man ég, að ég horfi upp fjallshlíðina og sé trén bera við himin á efstu brún, og krónur þeirra, sem eru ekkert lík- ar og á birkitrjám, bærast fyrir blævi. Og það er ekki einungis, að ég sjái, heldur liefi ég jafnframt þessu ljósa minningu um, að utar í fjallinu, þar sem einnig er skóg- laust með öllu, sé miklu þéttari og meiri skógur, og þykist ég einhvern tíma hafa farið þar um. Það er nú greinilegt, að hér er

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.