Samtíðin - 01.09.1942, Síða 18
14
SAMTÍÐIN
Gerald Kersh:
MYR KVA
MYRIÍVASTOFURNAR eru
hérna niðri, mælti fangavörð-
urinn. — Farið þið gætilega. Tröpp-
urnar eru slitnar. Nú erum við kom-
in niður fyrir yfirborð vatnsins i
vígisgröfinni. Hér er mikill raki.
Komið ekki við veggina. Þeir eru
allir þaktir eins konar sveppagróðri.
Það gerir ykkur ekkert mein, ekki
hið minnsta. Það ólireinkar l)ara
fötin ykkar.. Já, myrkvastof-
urnar eru tómar núua. Mér er sagt,
að þeir séu að reisa nýtt fangelsi,
sem þeir segja, að eigi að vera
heilsusamlegt nýtizku hetrunarhús.
Það á að vera þarna í Kalvarea. En
ég segi nú alllaf: Fangelsi á að vera
fangelsi. Góðir menn lenda aldrei
i svartholinu. Hvað á þá að vera
að vanda til fangelsis? .... Það er
allt í lagi, ef það er nógu traust-
hyggt til þess, að fangarnir sleppi
ekki út... Þetta fangelsi er nú
orðið 800 ára gamalt, og það er eins
gott og það væri nýtt. Það var reist,
herrar mínir, af Manolescu greifa
á 12. öld. Og það hefur að staðaldri
verið notað, þangað til 10 síðustu
árin. Langar ykkur til að líta á
myrkvastofurnar eða viljið þið held-
ur fara beina leið til pislarklefans?
Myrkvastofurnar. Gott og vel, en þar
er hara ekki mikið að sjá.
Fangavörðurinn opnaði dyr, sem
þung járnhurð var fyrir, og lyfti
Ijóskerinu eins liátt yfir höfuð sér
100. saga Samtíðarinnar
STO FAN
og kraftar liinnar gigtveiku Iiægri
liandar Iians levfðu. Myrkvastofan
var hræðileg vistavera. Hún var 10
fet á lengd, hreidd og hæð, loftið var
daunilit af raka, og pestin var svo
mikil, að okkur lá við köfnun. Þarna
var ískall og dapurlegt um að litast.
Einn af okkur sagði: — Komið
þér með ljósið hingað. Mér sýnist
vera einliver útskurður þarna á
veggnum.
— Utskurður, herra minn, anzaði
fangavörðurinn, — biðjið þér fyrir
yður, allir veggirnir eru útkrotaðir.
Sjáið þér til, það lýsir hetur í þessa
átt....
Gulleit hirtan frá Ijóskerinu
myndaði rétthyrndan ferhyrning á
norðurvegg fangaklefans. Við þyrpt-
umst allir þangað. Einhver hafði
með fádæma kostgæfni breytl slein-
fletinum í rismynd með fjölda fólks,
og átti þella að sýna athurði úr lifi
Jesú Krists. Hér var krossfestingin.
Listamanninum hafði tekizt að láta
steininn sýna þjáningar lansnarans.
Það var einhver óendanlegur hitur-
leiki í hinni sáru kvöl, sem hann
hafði mótað í andlitsdrætti Jesú.
— Ef þið virðið þessar skurð-
myndir gaumgæfilega fvrir ykkur,
munuð þið veita því athygli, að ])£er
eru ekki gamlar, mælti fangavörð-
urinn. — Þær eru eftir seinasta fang-
ann, sem hérna var. Hann dó . • • •
Ég man ekki nákvæmlega, hvemci’