Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Desember 1944 Nr. 108 11. árg., 10. heíti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32 U' YRIR NOKKRU er út komin í íslenzkri þýðingu mjög hressandi bók, sem nefnist Allt er fertugum fært. Þeir, sem lesið hafa ýmsa útlenda vasa- heimspekibæklinga eða umgengnismenn- ingar-bókmenntir opna þessa bók ef til vill með hálfum huga. En óttinn við húm- búk-ismann hverfur brátt, enda er höfund- urinn, Walter B. Pitkin, prýðilega mennt- aður maður. Þegar sagt er, að hér sé um hressandi bók að ræða, er slíkt alls ekki sjónarmið fertugs manns, sem farinn er að kvíða ellinni, því að væntanlega er hann höfundi aigerlega sammála um, að frá ýmsum sjónarmiðum megi segja, að nýtt og betra tímabil, a. m. .k. í ævi karl- manna, byrji um fertugt. Á þessum stríðs- bölsýnistímum er gaman að lesa það, sc höfundur segir um framtíðina í kaflanum: Hinn nýi heimur. Þar stendur m. a.: „Á árunum milli 1970 og 1980 verður raforka og kemisk orka eins ódýr og vatn er nú; orkan verður ekki framar'liður í fram- leiðslukostnaði neyzluvara. í þeim lönd- um, sem lengst eru á veg komin, svo sem okkar landi, Kanada, Engandi, Nýja-Sjá- landi og ef til vill nokkrum öðrum, mun matvaran ekki skipta neinu verulegu máli í búreikningum manna, því að hagnýting vísindalegrar tækni verkfræðinnar hefur lækkað svo framleiðslukostnað helztu 'landbúnaðarafurða, að hann verður að- eins lítið brot af því, sem nú er. Nú þeg- ar er hægt að framleiða 75% af fæðu mannanna á þennan hátt, að svo miklu leyti er kemur til kasta tækninnar; það vantar ekki annað en upplýsta bændur og upplýsta bankastjóra. Klæðnaður verð- ur svo ódýr, að enginn þarf að gera sér áhyggjur út af verðlagi á honum, nema þar sem um er að ræða skrautklæðnað. Húsnæði verður enn dýrt, en þó ódýrara en það er nú; og byggða- og héraðaskipu- lag hefur þá breytt geysistórum landflæm- um í skemmtigarða, ýmiss konar sveita- setur og fagrar menningarstöðvar bæja- og sveitafélaga. Borgir verða hitaðar frá hitamiðstöðvum, svo að loftslagi verður hagað eftir vild. Þið getið, með því að snúa skífu, flutt Kongóhéraðið eða Græn- Iand að miðdegisborðinu ykkar með hita- geymum og rakaveitum. f flestum grein- um framleiðslunnar munu vinnuafköst verkamannsins hafa aukizt að mun, sam- anborið við vinnuafköstin árið 1932. „Tækniorsakað atvinnuleysi“ mun verða miklum mun meira en nú er, en eins og við munum síðar sjá, þá verður margt til þess að milda það árið 1975. Helztu framleiðslugreinir verða nákvæmlega samhæfðar neyzlunni, en dreifingar kostn- aður verður þá lítill í samanburði við það, sem hann er 1932. Menntun manna verður þá og miklu nátengdari kröfum og hugsjónum raunveruleikans; öllum mönnum verða kennd vinnubrögð í fimm eða sex starfsgreinum og kennt að nota tómstundir sínar sér til gagns og gleði. Tækniþjálfun verður ekki látin dragast aftur úr hinni almcnnu menntun; eins og ég hef sýnt fram á í fyrri útreikning- um, mun árið 1975 ekki verða færri en 2.500.000 og ekki fleiri en 4.000.000 há- menntaðra vísindamanna og verkfræðinga og annarra sérfræðinga í heiminum. Þeir munu fá að vinna sjálfráðir í kaupsýslu- félögunum, sem verða miklu virkari í starfi sínu en nú gerist, og þessir menn munu fá afkastað ólíkt meiru en for- feður þeirra árið 1932. Afrek þeirra munu því hraða mjög framförunum. Almenn heilsuvernd og almenn menntun munu leggjast á eitt um að fjölga atgervismönn- um um heim allan. Á okkar dögum eru

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.