Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 31
SAMTIÐIN 27 Stökkmeistarinn stendur þarna og starir á mig, meðan ég yppti öxl- um til að sannfæra mig um, að allt sé í lagi með hafurtaskið. Hann urr- ar: „Stattu i dyrunum.“ Og ég reika eins og drukkinn maður að opinu á hlið flugvélarinnar. Ég sé jörðina óralangt fyrir neðan mig, sé há ský skammt fyrir neðan okkur og finn ískaldan vindgust smjúga gegnum merg og bein. Andartökin verða að klukkustundum. Loks er kallað: „Stökk!“ Ég hendist næstum því út úr flug- vélinni. Þegar ég þýt út úr dyrun- um, ætla augun út úr höfðinu á mér og ég gapi til þess að ná andanum — allt af eintómum ótta. Ég tel: „Eitt þúsund.“ Ég fer að velta því fyrir mér, hvort ég hafi nú lifað kristilegu lífi, og mér finnst ég vera svo ungur! „Tvö þúsund.“ Ég svitna og er nú jafnvel farinn að kveðja alit og alla. „Þrjú þús.“ Þá skeður það. Snöggur kippur færir mér heim sanninn um, að falllilífin hafi opn- azt. Nú líð ég hægt og silalega á- leiðis til jarðar. Allt í einu verð ég þess var, að ég er alveg að lenda. Jörðin kernur þjótandi á móti mér og fer, að því er virðist, ægilega geyst. Fréttakvik- myndirnar sýndu fallhlífarhermenn, sem svifu til jarðar. Ég fer að furða mig á, livað geti verið að hlífinni, minni. Enda þótt liræddur sé, man ég þó eftir að setja mig í „lending- arstellingarnar." Hvamm! Ég snerti jörðina, ligg því næst flatur á maganum, þreifa fyrir mér og fer að liugsa, hvort ég muni nú hafa fótbrotnað í fallinu. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir Þakglugga, allar stærðir og gerðir Olíukassa í báta og skip Benzingeyma í bila og báta Loftrör, allar stærðir Lofttúður o. fl. Fljót afgreiðsla. Lágt verð. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík A 11 s k o n a r rafvéla- viðgerðir viðgerðir og nýlagnir í verksmiðjur, hús og skip. H.f. SEGULL Nýlendugötu 26. Reykjavík. Sími 3309.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.