Samtíðin - 01.12.1949, Síða 22

Samtíðin - 01.12.1949, Síða 22
16 SAMTÍÐIN kynflokkahatri né sérstökum lileypi- dómum í þeim efnum. Hins vegar höfum við fundið okkur knúða til þess að sporna með lagasetningu gegn ágangi kínverskra innflytjenda, sem ella mundi hafa stofnað efna- hagslegu öryggi okkar i voða. — Hvernig er menntunarástandið lijá ykkur? -— Aðeins 67 af hundraði eru læsir, og þó er slíkt talin betri tiltala en meðal annarra Asíuþjóða að Jap- önum úndanskildum. I Indlandi og Kína er tala læsra manna sögð ncma tæpum 25%. 1 öðrum Asiulöndum er ástandið í þessum efnum enn mjög bághorið. Heima á Filippseyjum eru, eins og sakir standa, um 3.500.000 manna innritaðar í l)arna- og fram- haldsskóla. Næsta ár er búizt við, að sú tala muni hækka upp i 4 millj. I höfuðborg okkar, Manila, eru sam- tals 9 háskólar, og allmargir mennta- skólar eru bæði þar og í öðrum bæj- um á eyjunum. Samtals skiptast eyjarnar í 52 fylki. Þar eru talaðar >nnsar tungur, og eru þessar þrjár notaðar sem ríkismál: Enska, tagalog og spænska. En fjöldi fólks víðsvegar um eyjarnar talar auk þess mál, sem nefnast visayan og ilocano. — Helztu atvinnuvegir ykkar eru? — Landbúnaður verð ég víst að segja. Við lifum mestmegnis á hrís- grjónum, fiski, korni og kjöti. En helztu útflutningsvörur okkar (aðal- lega til Bandaríkjanna, því að þar er enga tollmúra við að stríða) eru: Sykur, kókoshnetur, timhur, hamp- ur, tóbak, skrautsaumaðir munir, gull, króm og skelplötuhnappar. Það, sem aðallega bagar okkur, er til- finnanlegur skortur á iðnaðarfram- kvæmdum. Enda þótt Filippseyingar hafi löngum verið mikil landbúnað- arþjóð, er okkur fullljóst, að stór- felldar iðnaðarframkvæmdir eru nú- tímans krafa. En til þess að hrinda þeim af stokkunum skortir okkur allmikið fé. Meginvon okkur í þeim efnum er stórlán í Bandaríkjunum gegn aðgengilegum vaxta- og afborg- anaskilmálum. - Þið öðluðuzt sjálfstæði 1946 eða tveim árum seinna en við Is- lendingar. -— Já, ykltar dagur er 17. júní, en okkar 4. júlí, segir Drilon og bros- ir þessu sérkennilega Asíu-brosi. Við háðum okkar frelsisbaráttu í rösk 40 ár, og þrátt fyrir fengið sjálfstæði, má segja, að við séum Bandaríkjunum fjárhagslega háðir. Fili])pseyjai' og Bandaríkin hafa gert með sér samning til 28 ára um gagn- kvæm verzlunarviðskipti, og tryggir hann báðum ríkjunum mjög hag- kvæm viðskipti hvoru hjá öðru. Við höfum nýlega veitt Bandaríkjunum leyfi til að hafa herstöðvar á Filipps- eyjum, og gildir það til nál. 21 árs. Þá hafa Bandaríkjamenn jafnan rétt og við til þess að rannsaka náttúru- auðlegð eyjanna. — Það eru engin smáræðis rétt- indi, sem þið hafið veitt Bandaríkj- unum, verður mér að orði. Að vísu ekki. En segja má með sanni, að þau hafi verið veitt af fúsum vilja í þakklætisskyni fyrir allt það, sem Bandaríkin hafa gert fyrir okkur um 48 ára skeið. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur núna völdin á Filippseyjum. I sambandi við

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.