Samtíðin - 01.12.1949, Síða 23

Samtíðin - 01.12.1949, Síða 23
SAMTÍÐIN 17 fyrsta forsetakjör okkar beið hinn gamli afturhaldsflokkur á eyjunum ósigur, og leiddi það til þess, að kjör- inn var forseti Manuel Roxas (frb. < Rúhas), hámenntaður afbragðsmað- ur, sem nú er látinn. Um leið og ég þakkaði Drilon fyrir upplýsingar hans um land sitt og þjóð, barst talið að framtíðarhorf- unum, og hann sagði: — Það er mín persónulega skoð- un, að amerískra áhrifa muni um i 7 langt skeið gæta á Filippseyjum, því að við finnum gjörla, að hægt er 'að treysta Bandaríkjamönnum. Hvort sem framtíðin færir mannkyninu stríðs eða frið, munu Filippseyingar standa með Ameríku. Sú hollusta okkar við Bandaríkin og málstað Sameinuðu þjóðanna kom greinilega 1 í ljós í stríðinu. Ég lit svo á, að Ameríka eigi enga traustari vini og fylgismenn í Asíu en Filippseyinga. Sú afstaða mun ekki breytast af okkar hálfu, meðan Amerikumenn halda áfram að reynast réttlátir og heiðarlegir í viðskiptum sínum við okkur. Þér kann að þykja það kyn- legt, að við, sem erum austræn þjóð með mjög austrænt svipmót, búsett lengst austur í Asíu, skulum hugsa jafn vestrænt og raun er á. Við álítum, að við skiljum vestrænar þjóðir talsvert betur en þær okkur og raunar betur en aðrir Asíumenn skilja hugsunarhátt vestræns fólks. Menning okkar Filippseyinga er til orðin fyrir margvísleg vestræn og austræn áhrif. Segja má, að frá því er sögur hófust, hafi ekki færri en 8 menningarstraumar gagnsýrt þjóðlíf Filippseyinga. S. Sk. Sonja i2. ^Sfelgaion : BIÐRAÐIR ÍIG GEKK niður Laugaveginn núna í vikunni. Veðrið var dásamlegt, eins og svo oft á haustin. Það voru líka margir að spóka sig á götunni í góða veðrinu. Þegar ég er komin niður undir Bankastræti, mæti ég Jónu, vinkonu minni. Hún var auð- vitað uppábúin eins og vant var. Nýjan hatt sá ég, og það var svo sem auðséð, að hún hafði sofið með krullupinnana um nóttina. Það er nú meira en ég get lagt á mig, því er nú fjárans verr. Ég er líka alltaf eins og drusla um höfuðið, og í þetta sinn sárskammaðist ég mín fyrir ráfuskapinn að geta ekki haft mig í það að sofa með bannsetta krullupinnana til þess að líta sæmi- lega út. Eg hafði haft naurnan tíma, eins og vant var, og ekki gefið mér tíma til að greiða sæmilega niður úr hárstrýinu, heldur skellt gömlum hálsklút á höfuðið á mér og þotið út. Þarna kemur svo Jóna eitt sól- skinsbros á móti mér, en íbyggin þó að vanda. „Nei, sæl, Gerða mín. Hvaða fart er á þér, elskan?“ „Bless, Jóna min, það er mikið, að maður sér þig. Þú ert nú meiri svikahrappurinn að hafa ekki látið sjá þig síðan i vetur.“ „Það gengur nú svona. Alltaf er nóg að gera, og þegar maður á börn,

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.