Samtíðin - 01.09.1951, Page 12

Samtíðin - 01.09.1951, Page 12
8 SAMTÍÐIN í kreppunni. Að danssalnum hópurinn hraðaði för og hugði þaS atvinnubætur meS málaSan skjanna, í marglitri spjör og meinlega kostbæra fætur. Mig langaSi í kreppu- og dýrtíðardans, en déskota „aurnum" ég hafði, en vildi ekki leita á miskunn þess manns, sem múginn við innganginn krafði. Ég stalst inn í dyrnar og stóð þar um hríð. Þá streymdi mér ilmur að vitum. Ég sá þennan umrædda öreigalýð í öllum regnbogans litum. Þvi gleymi ég aldrei, hve sál min var sæl að sjá þessi nýtízku liylki, sem öll voru hulin frá öxlum að hæl i atvinnubótasilki. Veraldarskrafið. Vont er tali við að sjá, vinir strjálast óðum, næðir sál af nepju frá nokkrum málaskjóðum. Unnið, meðan hægt var. Yfir bárur ágirndar elligrár og slitinn réri árum rógburðar, rann af hári svitinn. Óheppni Jóa. Ég ætlaði að vera einn í bíl með Ágústu frá Stað, en þá kom Óli úr Andakíl og eyðilagði það. Ég hélt með Siggu á hrannarslóð og hennar nærri bað, er kafbátsfjandi að okkur óð og eyðilagði það. Við Hafnarfjarðarhraunið grátt við Hulda settumst að, • en minkar komu úr allri átt og eyðilögðu það. Við Töta vildum ,,take a walk“, við tvö, og veiztu hvað? Gekk Eyþórsson í austanrok og eyðilagði það. Það varð honum til lífs. Sóttu tveir um sálina sjúklingsins með takið. Fjandinn þreif í fætuna. Faðirinn hélt í bakið. Leikurinn þannig lengi stóð, litlar gáfust náðir. Hvorugum sýndist sálin góð, svo þeir slepptu báðir. Hér er eitt lítið vers, sem bæði er ort og stælt og kveSiS til hinna háu hæla. Ó, hve mig tekur það sárt að sjá sumar stúlkurnar ganga þessum helvítis hælum á, sem lireykja þeim beinlinis upþ á tá og gera afstöðu alla svo ranga. Þið vesalings, vesalings hælar, þið vitlausu lízkunnar þrælar. Inga gamla. Vorkenni ég veslings Ingu að verða að þagna i dauöanum, af tómri mælgis tilhneigingu talar hún upp úr svefninum. Hæfileikar. Vel er Geira gefið flest, glöggt það sést á framleiðslunni, enda smíðar allra bezt. úlfalda úr mýflugunni. Maður átti heima norður á Sauð- árkróki, er Benedikt Schram hét og var sjómaður. Einu sinni :• om oft- ar kom Benedikt af sjó, og vildi Is- lefur þá kaupa af honum fisk í soð- ið. Benedikt kvað það til reiðu, en sagði, að það kostaði vísu. ísleifur orti vísuna og skipaði Benedikt þar á bekk með mestu afreksmönnum sögunnar, en visan er svona:

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.