Fréttablaðið - 23.12.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 23.12.2009, Síða 46
42 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Okkar árlega Þorláksmessuskata á aðeins. 3.490.- Kæst Skata, Tindabikkja og Saltfi skur. Allt kemur á borðið til þín og þú borðar eins og þú getur í þig látið. Láttu þennan þjóðlega sið ekki fram hjá þér fara Borðapantanir í síma 511-5090. Einar Ben restaurant - Veltusund 1 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. betrun, 6. þys, 8. fiskilína, 9. atvik- ast, 11. í röð, 12. sjúga, 14. steinteg- und, 16. tónlistarmaður, 17. blása, 18. eyrir, 20. tveir eins, 21. skjótur. LÓÐRÉTT 1. yndi, 3. skammstöfun, 4. lofttóm, 5. starf, 7. flík, 10. skammstöfun, 13. skaði, 15. eins, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. bati, 6. ys, 8. lóð, 9. ske, 11. mn, 12. totta, 14. kvars, 16. kk, 17. púa, 18. aur, 20. mm, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. al, 4. tómarúm, 5. iðn, 7. skokkur, 10. etv, 13. tap, 15. sama, 16. kaf, 19. rá. „Þessa dagana svífur jólastemn- ingin yfir vötnunum eins og vera ber. Nýi diskurinn hennar Hönsu er mikið tekinn sem og annar diskur eldri en sígildur, Ilmur af jólum með Heru Björk. Það eru síðustu forvöð að koma sér í jólaskapið.“ Björn Þorláksson, rithöfundur og nemi. „Hann er náttúrlega einn allra besti lagahöf- undur landsins,“ segir Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri, sem staðfestir að í undir- búningi sé söngleikur með lögum Magnúsar Eiríkssonar. „Það eru flottar sögur í mörgum lögunum hans og við teljum að það sé þarna efni í virkilega flotta sýningu. Hér er verið að velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig er hægt að nálgast þetta á sviði. Svo sjáum við til hvað verður úr því.“ Maggi Eiríks er þegar búinn að undirrita viljayfirlýsingu um að söngleikurinn verði gerður og að sögn Magnúsar Geirs er stefnt á að setja hann á fjalirnar á næsta ári ef allt gengur að óskum. Maggi Eiríks segir að það sé ekki ný hug- mynd að gera söngleik eftir lögunum hans. Það hafi þegar verið gert hjá áhugamannaleikhúsi í Borgarfirði með góðum árangri fyrir rúmum áratug síðan. „Þar voru músíkin og textarnir notaðir sem beinagrind í sögu. Þetta var flutt í Borgarfirði og víðar við góðar undirtektir,“ segir Maggi. Hann útskýrir að Jóhann Sigurð- arson leikari hafi einnig viljað gera söngleik úr lögum hans og núna hafi Borgarleikhúsið tekið hugmyndina upp á nýjan leik. Spilar þar væntanlega inn í gott gengi ævisögu hans sem kom út fyrir jólin. „Magnús Geir hringdi í mig í haust og vildi skrifa undir viljayfirlýsingu. Boltinn er hjá honum.“ Maggi viðurkennir að það gæti verið mjög gaman að sjá söngleikinn í Borg- arleikhúsinu, sérstaklega ef ein- hver vel valinn aðili myndi ann- ast leikgerðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn þrautreyndi Ólafur Hauk- ur Símonarson verið nefndur í þessu samhengi en það hefur ekki fengist staðfest. - fb Söngleikur með lögum Magga Eiríks MAGNÚS GEIR ÞÓRÐAR- SON Söngleikur með lögum Magnúsar Eiríkssonar er í bígerð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmundur Benediktsson þulur er einn þeirra sem lesa upp jólakveðjurnar á Rás 1 í dag. Upp- lesturinn er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra landsmanna og hefur kveðjunum rignt inn frá 14. desember, en hætt var að taka á móti kveðjum klukkan fimm í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá RÚV er fjöldi kveðja svipaður og hefur verið undanfarin ár og því ljóst að þjóðin nýtur þess enn að senda náunganum kveðju á öld sms- skeyta og tölvupósta. „Ég er búinn að vera að þessu í nokkur ár, en jólakveðjurnar eru auðvitað búnar að vera fastur liður í útvarpinu í nokkra áratugi,“ segir Guðmundur en upplesturinn hefst klukkan níu um morguninn og stendur eitthvað fram á nótt. „Við erum bundin við þetta allan daginn því þetta er allt tekið í beinni,“ bætir Guðmundur við en auk hans lesa Sigvaldi Júlíusson, Anna Þóra Einars- dóttir og sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir jólakveðjur landsmanna. Guðmundur segir þulina skiptast á að lesa í nokkrar mínútur í senn og viðurkennir að upp- lesturinn geti tekið á. „Við höldum okkur uppi með því að gúffa í okkur konfekti og drekka kaffi. Sjálfur er ég vel stemmdur fyrir daginn og þetta kemur manni endanlega í jólaskap,“ segir hann. Vegna vinnu sinnar geta þulirnir ekki geymt jóla- innkaupin fram að Þorláksmessu líkt og margir gera og segir Guðmundur að betri helmingur- inn verði að ganga í þau verk skyldi eitthvað hafa gleymst. - sm Jólaþulir borða konfekt og kaffi JÓLAÞULIR Guðmundur Benediktsson, Eva María Jónsdóttir, Sigvaldi Júlíusson og Anna Þóra Einarsdóttir flytja landsmönn- um jólakveðjur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveit- inni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Mar- cel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrú- lega. „… Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amster- dam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngv- ari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningar- merki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykja- vík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega mark- aðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flott- ur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnu- brögð Marcels Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegn- um Loftbrú, til að greiða flugferð- ir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðla- fulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdótt- ir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi. Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is RAGNAR JÓNSSON: ÞAÐ ÁTTI AÐ SKILJA OKKUR EFTIR Í AMSTERDAM HAM BJARGAÐI JÓLUNUM JÓLAKRAFTAVERK Bloodgroup lenti í kröppum dansi í Hollandi en strákarn- ir í HAM björguðu málunum í anda jólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær heimsótti tónlistargoðsögnin Stevie Wonder íslenska leikar- ann Stefán Karl Stefánsson eftir að sá fyrrnefndi sá söngleikinn The Grinch í Hollywood. Wonder eyddi víst drjúgum tíma baksviðs með leikurum og leyfði öllum þeim sem vildu mynda sig með honum. Svo skemmtilega vildi til að Sylvester Stallone ætlaði líka að sjá umrædda sýningu en hann varð frá að hverfa vegna áreitis frá paparözzum. Fáheyrt er að auglýsingaherferð nái eyrum jafn margra og græni froskur fjarskiptafyrirtækisins Vodafone. Froskurinn hefur fangað athygli barna á sjónvarpsskjáum og mátti sömuleiðis líta langa röð þeirra bíða eftir því að stilla sér upp í myndatöku með honum í Smáralindinni um síðustu helgi. Þá eru ónefndir hringitónarnir með máli frosksins. Þá er fjarri því allt upp talið en nokkrir þeirra sem notuðu einn skanna af þremur í líkamsrækt- arstöð World Class í Laugum um helgina fengu þessa fallegu kveðju þegar þeir skráðu sig inn: „Hver er með svona falleg augu? Essasú?“ Íslendingar virðast elska íslenskt efni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá seldust fjórtán þúsund eintök af DVD-dis-k Fangavaktar- innar og mynddiskur Auð- uns Blöndal, Atvinnumenn- irnir okkar, virðist einnig hafa mælst vel fyrir. Hann er nú nánast uppseld- ur, hefur selst í fimm þúsund eintökum en ekki verður ráðist í aðra prentun, ef svo mætti að orði komast. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Efsta skattþrepið er 33 prósent. 2 Gunnlaugur Sigmundsson er formaður flugráðs. 3 Messi og Marta eru knattspyrnumenn ársins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.