Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 6
6 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR FRAMKVÆMDIR Eftir að stjórnvöld réðust í átak á vormánuðum til að auðvelda framkvæmdir og við- hald á íbúðarhúsnæði og skapa þannig störf fyrir iðnaðarmenn hafa Íslendingar ráðist í töluvert fleiri framkvæmdir á heimilum sínum en í fyrra, en samt varið til þeirra mun minni fjármunum. Þetta er meðal þess sem ráða má af tölum frá Ríkisskattstjóra um endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna framkvæmda og viðhalds. Meðal aðgerðanna sem ráðist var í og tóku gildi 1. mars síðast- liðinn var að endurgreiðslur virð- isaukaskatts af aðkeyptri vinnu við nýframkvæmdir og viðhald jukust úr 60 prósentum í hundr- að prósent. Á tímabilinu frá mars til októb- er á þessu ári voru tæplega 1.234 milljónir endurgreiddar af virð- isaukaskatti af ríflega sjö þúsund framkvæmdum á heimilum fyrir samtals 5.035 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra var skattur endurgreiddur af vinnu við öllu færri verkefni, eða 5.134. Heild- arupphæðin sem varið var í þá vinnu var 6.930 milljónir og end- urgreiðslurnar námu 1.018 millj- ónum. Rétt er að taka fram að endur- greiðslurnar tóku nokkurn kipp í nóvember og desember í fyrra, sem er utan þessa samanburðar- tímabils, og námu rúmum þriðj- ungi allra endurgreiðslna það árið. Jón Guðmundsson hjá Ríkisskatt- stjóra segir að það gæti skýrst af því að fólk hafi í miklum mæli skilað gögnum inn til skattsins seint á síðasta ári þegar tók að sverfa að vegna kreppunnar. Einnig var ákveðið að endur- greiða virðisaukaskatt af fram- kvæmdum sveitarfélaga í fyrsta sinn og námu endurgreiðslurnar samtals 266 milljónum, þar af 207 vegna nýbygginga. Hrun er í endurgreiðslum til verktakanna sjálfra og námu þær á tímabilinu einungis ríflega þriðj- ungi af því sem var á sama tíma í fyrra, eða ríflega 560 milljón- um miðað við 1.455 í fyrra. Árni Jóhannesson hjá Samtökum iðnað- arins segir það ríma fullkomlega við aðrar upplýsingar um sam- drátt á byggingamarkaði. Önnur aðgerð sem stjórnvöld gripu til var að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til lánveit- inga vegna viðhaldsverkefna. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri ÍLS, segist ekki hafa tölur um slík lán á taktein- um en að lánunum hafi ábyggilega fjölgað eitthvað. Þá hafi reglur um viðhalds- og endurbótalán til lög- aðila, til dæmis sveitarfélaga og félaga sem reka leiguhúsnæði, verið rýmkaðar töluvert. Félags- bústaðir í Reykjavík hafi einkum nýtt sér það til endurbóta á gömlu húsnæði við Skúlagötu. stigur@frettabladid.is í Kópavogi Forval Samfylkingarinnar í Kópavogi vegna vals frambjóðenda á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010 Forvalsfundurinn fer fram laugardaginn 30. janúar 2010 og hefst kl. 10:00. Rétt til að bjóða sig fram í forvalinu hafa þeir félagar í Samfylkingunni sem eru á kjörskrá í Kópavogi og fá meðmæli minnst 10 og mest 20 flokksfélaga með lögheimili í Kópavogi. Framboðsfrestur rennur út kl. 18:00 mánudaginn 11. janúar 2010. Frambjóðendur sem uppfylla skilyrði skili framboði sínu skriflega til kjörstjórnar á skrifstofu Samfylkingarinnar í Kópavogi, að Hamraborg 11, þann dag á milli kl. 16:00 og 18:00. Framboðinu skal fylgja kynningartexti, að hámarki 300 orð og mynd af frambjóðanda á rafrænu formi. Þátttökugjald í forvalinu er 15 þúsund krónur og greiðist með peningum við tilkynningu framboðs. Kosningarétt á forvalsfundinum hafa einstaklingar, búsettir í Kópavogi, sem náð hafa 16 ára aldri á kjördag og eru skráðir í eitthvert aðildarfélag Samfylkingarinnar fyrir kl. 18:00 þann 23. janúar 2010. Nánari upplýsingar á http://samfylkingin.kopavogur.is og í síma 414 2200. Einnig er hægt að senda tölvupóst á forval2010@gmail.com Sveitarstjórnarkosningar fara fram 29. maí 2010. Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi Fleiri viðhaldsverkefni nú en smærri en á síðasta ári Töluvert meira hefur verið um viðhaldsverkefni á þessu ári en í fyrra eftir að stjórnvöld hækkuðu endur- greiðsluhlutfall af virðisaukaskatti. Heildarupphæðin sem varið hefur verið í verkefnin er þó mun lægri. Virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af vinnu manna við framkvæmdir við íbúðarhúsnæði, hvort heldur nýbyggingar eða viðhald og endurbætur eldri húsa. Þetta tekur eingöngu til íbúðarhúsnæðis, og eingöngu til þeirrar vinnu sem innt er af hendi á framkvæmdastaðnum, en hvorki til efniskostnaðar né undirbúningsvinnu eða vinnu annars staðar, til dæmis á verkstæðum verktaka. Með því að hækka endurgreiðsluhlutfallið úr sextíu prósentum í 100 var ætlunin að örva byggingamarkaðinn og jafnframt að sporna við svartri atvinnustarfsemi. TEKUR EINGÖNGU TIL ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS VIÐHALD Framkvæmdum hefur fjölgað, miðað við tölur frá Ríkisskattstjóra, en eru smærri í sniðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ertu búin/n eða ætlar þú að sjá myndina Bjarnfreðarson? Já 55,1 Nei 44,9 SPURNING DAGSINS Í DAG: Forðast þú að dýpka hjólförin í umferðinni? Segðu skoðun þína á Vísi.is TAÍLAND, AP Taílenskir hermenn með skildi og kylfur ráku yfir 4.000 hælisleitendur af Hmong- minnihlutahópi frá Laos aftur til heimkynna sinna í gær. Var þetta gert þrátt fyrir mótmæli Banda- ríkjanna og margvíslegra hjálp- arsamtaka sem óttast að fólk sæti ofsóknum í Laos. Fólkinu, alls 4.371, var skipað um borð í vörubíla og ekið með það út úr flóttamannabúðunum síðdegis í gær. Fjölmiðlafólk, sem haldið var í nokkurri fjarlægð, sá mörg börn í bílunum. Bandarísk stjórnvöld reyndu að fá brottflutn- inginn stöðvaðan meðan á honum stóð. Taílendingar segja fólkið flýja af efnahagslegum ástæðum, ekki vegna ofsókna. - óká Hælisleitendur í Taílandi: Ráku Hmong- flóttafólk úr landi með valdi BROTTFLUTNINGUR Lögreglukona leiðir stúlku úr minnihlutahópi Hmong út úr flóttamannabúðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Litháíska konan, sem talin er vera fórnarlamb mansals og kom hingað til lands í október síðastliðnum, hefur verið seld ítrek- að í vændi í heimalandi sínu að eigin sögn. Þetta kom fram í frétt- um Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í upp- hafi málsins höfðu þrettán manns stöðu sakbornings, en fimm Lithá- ar og einn Íslendingur eru nú grun- aðir um aðild að því. Ákvörðun um ákæru verður tekin á miðvikudag. Af þeim þrettán sem höfðu rétt- arstöðu sakbornings við upphaf rannsóknar voru sex Íslendingar og sjö útlendingar. Fimm Litháar sitja nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út á miðvikudaginn. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Einn Íslendingur liggur einnig undir grun en hann er ekki í gæsluvarð- haldi. Stúlkan, sem talin er fórnarlamb mansals, er nítján ára. Hún var stöðvuð þegar hún kom til landsins í október eftir að hafa látið ófrið- lega í flugvél. Hún var með fölsuð skilríki. Á miðvikudag hyggst ákæruvald- ið leggja fram kröfu um framleng- ingu gæsluvarðhalds yfir Litháun- um. Kolbrún Sævarsdóttir, saksókn- ari hjá Ríkissaksóknara, segir að á miðvikudaginn verði búið að taka ákvörðun um hvort mennirnir sex verði ákærðir. Farið verði fram á að stúlkan beri vitni í réttarhöld- unum. Refsiramminn fyrir mansal er átta ára fangelsi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 segist stúlkan hafa verið seld ítrek- að í vændi í Litháen áður en hún kom til Íslands. Við skýrslutökur hafi hún sagt að sér hafi verið hald- ið nauðugri í íbúð í fjölbýlishúsi í fjóra mánuði seinni hluta síðasta árs. Litháarnir fimm tengjast inn- byrðis en neita allir sök. - aó Konan sem talin er fórnarlamb mansals segist ítrekað hafa verið seld í vændi: Ákvörðun um ákæru tekin á morgun LEIFSSTÖÐ Litháíska konan var stöðvuð þegar hún kom til landsins í október eftir að hún hafði látið ófriðlega í flugvél. Hún var með fölsuð skilríki og grunur leikur á að staðið hafi til að selja hana í vændi hér á landi. VERSLUN Metfjöldi fólks fór um verslanir Bónuss dagana fyrir jól. Yfir hundrað þúsund manns sóttu búðirnar 22. og 23. desem- ber. „Það er alltaf verið að setja met, ár eftir ár, og það er sér- staklega ánægjulegt í ár,“ segir Jóhannes Jónsson í Bónus. Hann segir metsölu og metfjölda við- skiptamanna hafa verið fyrir þessi jól. „Það er sérstaklega ánægju- legt með fjölda viðskiptamanna. Þessa tvo síðustu daga fyrir jól var viðskiptamannafjöldi 105 þúsund manns og ótrúlega mikil viðskipti á bak við það.“ Jóhannes Jónsson í Bónus: 105 þúsund í Bónus fyrir jól VINNUMARKAÐUR Margt reyndasta starfsfólk Ríkisút- varpsins var fyrir jól minnt á rétt sinn til tólf mánaða biðlauna, yrði staða þess lögð niður. Þessi biðlauna- réttur, sem á við um fólk sem hefur unnið hjá RÚV síðan fyrir 1997, rennur út um áramót. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarpsins, segir þetta gert með góðum vilja og í ljósi yfirvofandi niðurskurðar. „Ef einhver hefði áhuga á að hætta þá væri hugsan- lega hægt að gera við hann starfslokasamning, sem er þá bara góður kostur fyrir viðkomandi, en engin ógnun við einn eða neinn,“ segir hún. Sigrún hafi fyrst og fremst viljað kanna hvort einhverjir hefðu áhuga á að hætta. Ef segja þurfi upp fólki, þá megi með þessum hætti komast hjá því að segja upp öðru fólki, starfs- mönnum sem ekki vilja hætta og ekki eigi þennan rétt. Sigrún veit ekki til þess að nokkur ætli að nýta sér þennan kost og vill ekki gefa upp við hversu marga starfsmenn hún talaði. Samkvæmt heimildum blaðsins var meðal annars rætt um biðlaunaréttinn við þau Hönnu G. Sigurðar- dóttur, Lönu Kolbrúnu Eddudóttur, Lísu Pálsdóttur, Magnús Einarsson, Sigríði Stephensen og Ævar Kjart- ansson. Sigrún Stefánsdóttir vill hvorki neita né játa því að hafa talað við þetta fólk. Spurð hversu mörgum hún búist við að þurfa að segja upp störfum, segist Sigrún vonast til að aðgerðirn- ar verði eins mildar og hægt sé. Hún reyni að hlífa störfum eftir fremsta megni. - kóþ Mörgu reyndasta starfsfólki Ríkisútvarpsins boðinn starfslokasamningur: Var minnt á biðlaunaréttinn EFSTALEITI Dagskrárstjóri útvarpsrása RÚV hefur minnt starfsfólk á rétt þess til biðlauna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.