Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 16
16 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Eygló Harðardóttir skrifar um skatta Um áramótin verður tekið upp nýtt skatt-kerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar stað- greiðslan var innleidd. En þar lýkur sam- líkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekju- skattskerfið. Tekin var upp ein skattpró- senta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notað- ar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónu- afsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrir- tæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbún- ingi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hags- munaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarn- ar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hags- munaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynnt- ar á fjölda funda og með sérstakri auglýs- ingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenn- ingur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarn- ar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekju- öflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka per- sónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósent- una í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vant- ar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunveru- lega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skatta- hækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður. Steingrímur skattakrækir EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Á undanförnum áratugum hafa valdahlutföll á milli fjár- magnseigenda og hinna vinnandi stétta raskast verulega í ferli sem oft er nefnt alþjóðavæðing fjár- magnsins. Bönd þjóðríkja hafa brostið af fjármagnseigendum sem geta flutt fjármuni marga hringi um hnöttinn á sólarhring. Samtímis hafa verið settar miklar hömlur á möguleika fátæks fólks í leit að vinnu og betri kjörum til að flytja til auðugri landa heims- ins og lög um innflytjendur hafa víðast hvar verið hert. Heimurinn skiptist í auknum mæli í auðugar þjóðir sem búa yfir fjármagni og fátækar þjóðir þar sem íbúafjöldi hefur margfaldast. Staða hinna vinnandi stétta virðist því hafa versnað hin seinni ár og af þessu sprettur það sem oft er kallað „andóf gegn alþjóðavæðingu“ þótt fyrst og fremst sé verið að mót- mæla því hvernig ríkisstjórnir og auðhringar hafa hertekið ferli sem gæti verið öllum í hag. Staða ríkja innan alþjóðasam- félagsins veldur því að þeir sem eiga viðskipti eru í ólíkri stöðu. Stofnanir eins og Alþjóðavið- skiptastofnunin, Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru undir stjórn auðugra iðn- ríkja sem hafa meiri áhrif á starf þeirra en fátæku ríkin þar sem meirihluti jarðarbúa býr. Breyt- ingar sem varða fólk um allan heim eru teknar á lokuðum fund- um þar sem opinberir aðilar og valdamiklir hagsmunaaðilar (sem oft eru ekki í umboði neins nema eigin auðs) hittast og ákveða að auka frelsi fjármagns enn frekar. Á slíkum fundum eru fulltrúar launafólks hafðir á hliðarlínunni ef þeir eru þarna yfirleitt. Alþjóðavæðing fjármagns- ins og allt sem henni fylgir er því ekki þróun sem hefur átt sér stað vegna tækniframfara eða annarra sjálfsprottinna breyt- inga. Hún hefur verið ákveðin og ferlinu stjórnað af ríkisstjórn- um iðnríkja, alþjóðastofnunum undir stjórn hinna sömu iðnríkja og hagsmunaaðilum sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif á þessa aðila. Þetta ferli er að verulegu leyti ólýðræðislegt þar sem vægi landa innan alþjóðasamfélagsins hefur verið í meira samræmi við auðlegð en íbúafjölda. Þar að auki eru ákvarðanir iðulega teknar af ríkisstjórnum en ekki þjóðþing- um sem veldur því að sjónarmið færri aðila komast að. Við Íslendingar höfum að und- anförnu kynnst því birtingar- formi alþjóðavæðingarinnar sem snýr að framgöngu alþjóð- legra fjármálastofnana gegn ríkjum sem hefur verið stjórnað af óábyrgum stjórnmálamönn- um í bandalagi við óábyrga kap- ítalista. Þar gildir sú regla að gætt er að hagsmunum alþjóð- legra fjármagnseigenda, en af einhverjum ástæðum virðist það koma þorra Íslendinga á óvart að hið alþjóðavædda nútímasamfé- lag virki svona. Á Íslandi virð- ast menn halda að stjórnvöld geti gengið erinda innlendra kapítal- ista einn daginn en þvegið hend- ur sínar af þeim þann næsta. Það er einnig merkileg staðreynd að þeir sem lengst gengu í því að hampa bæði alþjóðasamfélagi og útrásarvíkingum láta núna hæst um að alþjóðlegur kapítalismi komi okkur Íslendingum ekki við. Þannig er veruleikinn hins vegar ekki. Alræði auðmagnsins mun ekki hrynja við það að skuldar- ar mótmæli þegar víxlar falla á þá. Það eina sem breytir því eru breyttar leikreglur sem alþjóð- leg samstaða er um. Ríkisstjórn Íslendinga getur auðvitað mót- mælt því að skuldir fjármagnsins lendi á íslenskum almenningi en þau mótmæli yrðu aldrei annað en ótrúverðug og ómarkviss í ljósi áratuga opinbers stuðnings sem lýðræðislega kjörnar ríkisstjórn- ir Íslands veittu bæði útrásinni og óréttlátum reglum alþjóða- hagkerfisins. Eini trúverðugi val- kostur íslenskra stjórnvalda er að berjast fyrir breyttum valdahlut- föllum og breyttum reglum – en þær breytingar verða líka að snú- ast um annað en eiginhagsmuna- pot. Ef mönnum finnst leikreglur alþjóðlega hagkerfisins óréttlátar þá er lítill vandi að benda á söku- dólgana. Það eru þeir sem mótað hafa reglurnar með þeim hætti að þær eru einvörðungu fjármagns- öflunum í hag, þ. á m. þeim kapít- alistum sem fengu takmarkalaust frelsi til að auka skuldir íslenska þjóðarbúsins upp úr öllu valdi í útrásarævintýrinu. Valkosturinn er einnig skýr. Hann felst í því að berjast fyrir breyttum leikregl- um, auknu lýðræði innan alþjóða- samfélagsins og ekki síst bættri stöðu fátækra og skuldsettra ríkja. Þess vegna á ríkisstjórn Íslands ekki einungis að berjast fyrir félagshyggju á Íslandi held- ur einnig í alþjóðlegu samhengi. Að öðrum kosti verða kvartanir Íslendinga yfir þeirri skuldsetn- ingu þjóðarbúsins sem varð í kjöl- far hruns íslensku frjálshyggj- unnar aldrei annað en marklaust píp. Alþjóðavæðing og lýðræði Alþjóðavæðing SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | kg 25 SEK 2 4 6 Bláar fallegar kúlur sem skjótast upp og springa. Niður fellur rautt regn með brestum og silfurlituðum stjörnum. Mögnuð kaka. 2 Þeirra eigin orð Það er vinsæll samkvæmisleikur að rifja upp gömul – en þó ekki svo gömul – pólitísk ummæli. Til er vefrit sem heitir Völlurinn. Þar var skrifað 23. apríl: „Yfirlýsingar Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra um hugsan- lega yfirtöku ríkisins á Icelandair eru einhver stórkostlegustu embættisaf- glöp íslensks ráðherra fyrr og síðar.“ Þetta var skrifað tveimur dögum fyrir kosningar og náttúrulega ekki til annars en að benda fólki á hvurslags óbermi Steingrímur væri. Hann gæti hæglega hleypt flugi til og frá landinu í uppnám með orðunum einum saman. Icelandair er nú að mestu í eigu banka, nýrra og fall- inna en ekki verður séð að Steingrímur hafi haft eitthvað með það að gera. Hitt er staðreynd að ekki svo mikið sem eitt flug féll niður vegna þessara „stórkostlegu embætt- isafglapa“ Steingríms. RÚV er með þetta Í samfélaginu er vitaskuld nokkur áhugi á að fá að vita hvernig Icesave- málið fer í þinginu. Ríkisútvarpið hefur reynt að svala þorsta fólks með frétta- skýringum um málið. Í Sjónvarpsfrétt- um á sunnudagskvöldið var sagt: „Ásmundur Einar Daðason, gæti sagt nei, já, eða setið hjá.“ Þar er svo sannarlega engu logið en afskaplega er fólk litlu nær um mögulegar lyktir. Ný útrás Forsetinn hefur virst í hálfgerðri tilvistarkreppu eftir að allt fór hér á hliðina og í ljós kom að fjármálaútrás- in var byggð á sandi. En nú kann að vera að hann finni sér nýja fjöl. Á dög- unum fundaði hann nefnilega með arkitektum „um hvernig reynsla við hönnun húsa, hverfa og bæja á Íslandi á undanförnum áratugum getur nýst í öðrum löndum, einkum með tilliti til húsagerðar þar sem byggt er á nýtingu hreinnar orku og þar sem taka þarf tillit til síbreytilegra veðurskilyrða,“ eins og segir á heimasíðu forseta- embættisins. Ágætlega færi á því að forsetinn notaði síðustu misserin í embætti til að fara um heiminn og lofa íslenskan arkitektúr. bjorn@frettabladid.isÍ tilefni skattahækkana og róttækustu breytinga á tekjuskatts- kerfinu um árabil er við hæfi að rifja upp dæmisögu sem setur greiðslu og dreifingu skatta í einfalt og auðskilið samhengi. Sagan er frá öðru landi en boðskapur hennar er sígildur. Hún er ekki ný af nálinni og höfundurinn er óþekktur, sem er ágæt- lega í takt við aðrar sögur sem eru sagðar á þessum árstíma. Tíu menn höfðu þann sið að borða saman á veitingastað einu sinni í viku. Reikningurinn í hvert skipti var samtals 50.000 krón- ur. Mennirnir voru misvel stæðir og höfðu mjög mismiklar tekjur. Þeir ákváðu því að skipta reikningnum á milli sín á svipaðan hátt og skattar þeirra voru innheimtir. Fyrstu fjórir í hópnum borguðu ekk- ert, sá fimmti greiddi 500 krónur, sá sjötti 1.500, sá sjöundi 3.500, sá áttundi 6.000, sá níundi 9.000 krónur og sá tíundi og langríkasti borgaði 29.500 krónur. Þetta fyrirkomulag var í fullri sátt allra í hádegisklúbbnum og þeir hittust einu sinni í viku glaðir í bragði þar til veitingamaður- inn ákvað eitt sinn að vera þeim góður. „Þar sem þið eruð fastir og góðir viðskiptavinir,“ sagði hann, „ætla ég að lækka reikninginn um 10.000 krónur.“ Þar með var máltíðin fyrir þessa tíu félaga komin í 40.000 krónur. Nú skipti verðlækkun engu máli fyrir fyrstu fjóra í hópnum, þeir þurftu ekki frekar en fyrri daginn að taka upp veski sín. Hitt var aðeins flóknara, hvernig átti að skipta þessari 10.000 króna lækkun á milli hinna sex á sanngjarnan hátt. Félagarnir sáu í hendi sér að 10.000 deilt með sex er 1.666 krónur, sem þýddi að þeir númer fimm og sex fengju greitt fyrir að mæta í matinn. Veitingamaðurinn stakk upp á að leysa málið með því að lækka hlut allra um svo til sömu prósentutölu, og var það samþykkt. Greiðslan fyrir lækkaða reikninginn skiptist þá þannig að nú bættist fimmti maðurinn í hóp þeirra sem borguðu ekkert, sá sjötti greiddi 1.000, sá sjöundi 2.500, sá áttundi 4.500, sá níundi 6.000 og sá ríki númer tíu, 26.000 krónur í stað 29.500 áður. Úti á gangstétt að máltíð lokinni fóru menn svo að bera saman gróða sinn vegna lækkunar veitingamannsins á reikningnum. „Ég fékk aðeins 500 kall af þessari 10.000 króna lækkun en hann fékk 3.500 krónur,“ sagði maður númer sex og benti á þann númer tíu. „Já, það er rétt,“ sagði númer fimm, ég sparaði líka bara 500 krón- ur. Það er ósanngjarnt að hann fái sjö sinnum meira en ég!“ Sá sjöundi tók undir með vinum sínum og hrópaði: „Þetta er alveg rétt, af hverju á hann að fá 3.500 en ég bara 1.000 krónur?“ Samstundis æptu þeir fjórir fyrstu í kór: „Bíðið hægir, við fengum ekki neitt. Dæmigert að kerfið fer illa með þá fátæku, á meðan þeir ríku verða alltaf ríkari.“ Við það sauð upp úr og þeir fyrstu níu lömdu þann númer tíu til að fá útrás fyrir reiði sína yfir óréttlæti heimsins. Eins og gefur að skilja mætti sá tíundi því ekki í hádegisverðinn viku síðar, enda ekki lengur velkominn. Hinir níu settust hins vegar niður og borðuðu saman. Þegar kom hins vegar að því að borga reikninginn áttuðu þeir sig á því að þá vantaði 26.000 krónur. Af þessari sögu má meðal annars draga þann lærdóm að á tímum frjálsra flutninga fólks og fjármagns milli landa getur verið óskyn- samlegt að hækka svo skatta að fólk telji hag sínum betur borgið annars staðar, sama hversu mikið réttlætismál menn telja það kunna að vera. Réttlæti er pólitísk jafnvægiskúnst. Dæmisaga um skattheimtu JÓN KALDAL ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.