Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 10
 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR FÓLK Metfjöldi fólks hefur sótt sundlaugina í Kópavogi á árinu sem er að líða. María Níelsdótt- ir, sem er fædd og uppalin í Kópa- vogi, varð í gær 500 þúsundasti gestur ársins. Af því tilefni afhentu Gunn- steinn Sigurðsson bæjarstjóri og Jakob Þorsteinsson, forstöðumað- ur sundlaugarinnar, henni blóm- vönd, árskort í líkamsrækt og sund og gjafapakka. Árið 2008 voru gestir laugar- innar 391.439, og hefur þeim því fjölgað um 28 prósent það sem af er ári. Gestafjöldi í sundlaugina Versali, sem einnig er í Kópavogi, jókst einnig. Stefnir í að gestir þar verði 384 þúsund, eða eitt þúsund fleiri gestir en í fyrra. - þeb Metfjöldi fólks hefur sótt sundlaugarnar í Kópavogi í ár: 500 þúsund í Kópavogslaug GLAÐNINGUR FYRIR SUNDSPRETTINN María Níelsdóttir tók við blómvendi, árskorti í líkamsrækt og sund og fleiri gjöfum úr hendi Jakobs Þorsteinssonar og Gunnsteins Sigurðssonar áður en hún stakk sér til sunds í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HÁTÍÐAHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT MIÐASALA í Hallgrimskirkju, í síma 510 1000 og á midi.is LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 28. STARFSÁR listvinafelag.is T U DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hafn- aði fyrir jólin kröfu manns um greiðsluaðlögun. Maðurinn skuldar rúmar 117 milljónir króna og hefur rúmar 295 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Áður höfðu Kaupþing banki og Héraðsdómur Reykjavík- ur hafnað beiðni mannsins. Maðurinn hafði krafist þess að fá greiðsluaðlögun á fasteignaláni sínu, sem hann segir nema yfir 90 prósentum skuldanna. Hann tók lán fyrir 177 fermetra raðhúsi sem metið var á 39 milljónir árið 2006, auk þess sem hann keypti bíl að verðmæti fjórar milljónir sama ár. Bæði lánin voru gjaldeyrislán sem hafa síðan hækkað mikið. Þegar fasteignin var keypt í júlí 2006 var gert ráð fyrir því að greiðslubyrði vegna fasteigna- lána yrði um 240 þúsund krónur á mánuði, að því er fram kemur í dómi. Samkvæmt skattframtali voru mánaðartekjur hans 211 þús- und krónur á því ári, eða rúmum 30 þúsund krónum lægri en áætl- aðar afborganir. Eftirstöðvar lánanna eru nú 98 milljónir og skuldir í vanskilum rúmar 19 milljónir. Húsið er nú metið á rúmar 34 milljónir. Mað- urinn er 75 prósent öryrki og ein- stæður faðir sjö ára stúlku. Þá á hann nýfætt barn sem ekki býr hjá honum. Örorkubætur hans og aðrar bætur nema 225 þúsund- um á mánuði en aðrar tekjur 70 þúsund. Hann var eigandi einka- hlutafélags sem hefur nú verið lýst gjaldþrota. Í heild nema mánaðartekjur mannsins því rúmum 295 þúsund- um króna á ári. Þar af fara 110 þúsund krónur í afborgun hús- næðisláns og tæplega 160 þúsund í önnur mánaðarleg útgjöld. Auk afborgunar á húsnæðisláni lagði maðurinn til að hann myndi borga rúmar 36 þúsund krónur á mán- uði upp í skuldir sínar næstu þrjú árin. Samkvæmt því sem fram kemur í dómum tók maðurinn fjárhags- lega áhættu sem var ekki í sam- ræmi við fjárhagsstöðu hans á þeim tíma sem til skuldanna var stofnað. Honum hafi átt að vera ljóst að hann var á engan hátt fær um að standa við skuldbindingarn- ar, og hafi hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt. thorunn@frettabladid.is Skuldar 117 milljón- ir og vildi aðlögun Hæstiréttur hefur hafnað beiðni manns um greiðsluaðlögun, en hann skuldar 117 milljónir króna. Í dómi segir að hann hafi hagað fjármálum sínum á veru- lega ámælisverðan hátt, og hefði aldrei getað staðið undir skuldbindingum. KAUPÞING Maðurinn tók lán hjá Kaupþingi, sem nú heitir Arion banki, og var kröfu hans um greiðsluaðlögun upphaflega hafnað þar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÝJA-SJÁLAND Minnst 120 grind- hvalir drápust á tveimur sólar- hringum á Nýja-Sjálandi um helg- ina. Yfir 100 hvalir syntu á land við Farewell Split á Suðurey Nýja- Sjálands á laugardaginn. Þegar komið var að þeim voru sjötíu dauðir en þrjátíu enn á lífi. Þeir sem enn voru á lífi voru hins vegar það illa farnir að þeir voru drepnir. Aðrir sextíu syntu á land við Colville-flóa við Norðurey. Íbúum og ferðamönnum tókst að bjarga fjörutíu af þeim en hinir tuttugu drápust. Breska blaðið The Times segir að þótt algengt sé að hvalir strandi við Nýja-Sjáland sé óvenjulegt að slíkir atburðir gerist tvisvar með svo stuttu millibili. Sérfræðingar telja að ein kelfd kú í hópi 63 hvala hafi rekið hóp- inn upp að Norðureynni. Kýrin bar skömmu eftir að henni var komið aftur út á dýpi. Hvalirnir sem drápust við Norð- urey voru urðaðir. Hræ hvalanna sem drápust á Suðurey verða hins vegar látin í friði þar sem svæð- ið er friðað. Um 160 hvalir strönduðu á tveimur stöðum á Nýja-Sjálandi um helgina: 120 grindhvalir drápust COLVILLE-FLÓI Sjálfboðaliðar horfa á dauða grindhvali við Colville-flóa á Nýja- Sjálandi á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.