Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 18
18 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetn- ing um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hið síðara er yfirlýsing forseta dags. 2. september 2009 þegar hann staðfesti frumvarp um ríkisábyrgð á greiðslum til brezkra og hollenzkra innistæðu- eigenda hjá Landsbanka Íslands sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009. Í lögunum, sem víðtæk sam- staða var um, voru margvíslegir fyrirvarar, m.a. um gildistíma ábyrgðarinnar, um efnahagsleg viðmið og niðurfellingu ábyrgðar ef þar til bær aðili úrskurðaði að íslenzka ríkið bæri ekki þá skyldu. Í yfirlýsingu forseta sagði síðan: „Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð.“ Með sérstakri vísan til fyrirvaranna ákvað forseti að staðfesta lögin. Í fyrri yfirlýsingu forseta er sérstak- lega skírskotað til þess að ekki sé farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið um fjölmiðla í þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi hann ákveðið að synja lögunum staðfestingar. – Í síðari yfirlýsingunni er sérstaklega skírskotað til fyrirvara Alþingis og víðtækrar samstöðu um þá. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir telja andstæðingar þess að fyrirvarar núgild- andi laga hafi í reynd verið felldir brott, en stuðningsmenn frumvarpsins andmæla og telja að enn séu þar viðhlítandi var- naglar. Án þess að það verði rætt hér, fer ekki milli mála að lítið hald virðist í því sem eftir kann að standa og raunar mikil óvissa um hverjar skuldbindingar Íslendingar taka á sig. Á þessari stundu er allt óvíst um afdrif Icesave-frumvarpsins, en á hvorn veg sem fer er ljóst að mjótt verður á munum. Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóð- ar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milli- ríkjamál, þannig að málin eru ekki sam- bærileg. Gjáin milli þings og þjóðar hefur hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir. Og nú er spurningin hvernig forseti bregzt við þegar kemur til kasta hans að staðfesta frumvarpið og þá höfð í huga framangreind viðbrögð hans. Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra – hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að laga- heimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Í stjórnarskrá Dana er svo mælt að 1/3 þingmanna geti krafizt þjóðaratkvæða- greiðslu um lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt svo sem nánar greinir í 42. gr., en þar eru lagafrumvörp til fram- kvæmdar á gildum skuldbindingum sam- kvæmt þjóðréttarsamningum undan- skilin. Nú skal ekki fullyrt um það hvort greinin ætti samkvæmt orðum sínum við Icesave-málið ef hún gilti hér á landi, en hún sýnir eigi að síður að þjóðréttarskuld- bindingar teljast almennt ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál. Höfundur er lagaprófessor. Forsetinn og Icesave SIGURÐUR LÍNDAL UMRÆÐAN Ingólfur Margeirsson skrifar um stjórnmál Kæra Jóhanna. Með innkomu þinni í þjóðmálin undanfar- in hefur þú sýnt og sannað að þinn tími er kominn, bæði í Samfylking- unni og í ríkisstjórn. Þú hefur verið kosin til forystu hjá þjóðinni eftir mesta efnahagshrun þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Það er ekki lítil áskorun. Það er freistandi að reyna að bjarga öllu sem fyrst og rusla upp nýju heilbrigðu samfélagi. Hið pól- itíska umhverfi er gjörbreytt. For- ystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa eftir langa valdasetu, fram- ið eitt eftirminnilegasta harakiri íslenskrar sögu og rústað íslenskri þjóð samtímis. Frjálshyggjan er hrunin. Væri einhver skynsemi ráðandi á Íslandi væri Sjálfstæð- isflokkurinn búinn að dæma sig úr leik um alla framtíð. En maður skal aldrei treysta dómgreind þjóðarinn- ar um of. Þjóðin grenjar og vælir að jafnaði yfir stöðu augnabliksins en horfir lítið fram á veginn. Þess vegna verður ríkisstjórnin fyrir töluverðu aðkasti nú en stjórnar- andstaðan, sem brenndi niður þjóð- arbygginguna, fær klapp á bakið. Ég veit að þú átt erfitt með að skilja svona hegðan. Við erum mörg sem skiljum ekki svona hugsunarhátt að hylla brennuvargana en kasta steinum að slökkviliðinu. En í aðra sálma. Það er ekki aðeins ringlaður og langþreyttur pöpullinn sem kast- ar steinum. Innan þinna vébanda er fólk sem veitist harðlega að eigin liðsmönnum. Það eru einkum nokkrir uppreisnarmenn í VG, sam- starfsflokki þínum sem hafa kosið að slá sig til riddara á kostnað vel- ferðar íslenskrar alþýðu og berj- ast gegn nauðsynlegum umbót- um og breytingum. Þeir hafa tafið afgreiðslu Icesave-málsins, jafnvel beitt sér gegn því. Sama fólk hefur bölvað aðild Íslands að ESB. Það er aðeins formaður VG, Steingrímur Sigfússon sem hefur hafið íslenska þjóðarhagsmuni ofar skammvinn- um vinsældum í flokki sínum með sífelldu uppistandi. Ögmundur, Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdótt- ir, Atli og fleiri lýðskrumarar hafa reynt að gera sitt til að fella ríkis- stjórnina í takt við brennuvargana í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Er þetta fólk sem uppbyggileg og raunsæ ríkisstjórn jafnaðar- manna þarf á að halda á þessum víðsjárverðu tímum? Hvað finnst þér Jóhanna? Við vorum stolt þegar þið Steingrímur stofnuðuð fyrstu sósíalísku ríkisstjórnina í sögu lýðveldisins. Dæmið virtist einfalt: í valnum lágu eigingjarnir og gráðugir einkakapítalistar sem höfðu brennt upp almannafé og steypt landinu í botnlausar skuldir eft i r blóðug- asta kapítalskeið allra tíma. Yfir þessum vesaling- um stóðu stjórn- málaflokkar sem hafa barist fyrir jafnrétti, skyn- samlegri efna- hagsstefnu og réttlátri velferð. Þjóðin vildi þessa flokka til starfa og forystu, kaus þá og hafnaði hinum. Þetta virtist auð- velt. Auðvitað var það ekki og Róm er ekki byggð á einum degi, hvað þá Ísland í dag. Til að geta komið land- inu á réttan kjöl og byggja upp vel- ferð vantaði lykilinn: Peninga. Og peninga átti þjóðin ekki. Það var búið að ræna okkur. Að taka til. Á meðan stóð píndur og örvænting- arfullur almenningur og heimtaði að komast aftur inn í þjóðfélagið; vinnustaði og heimili. Og þegar það gerðist ekki strax, byrjaði fólk að púa á ykkur Steingrím og félaga og kyssa vönd glæfra mannanna á Alþingi. Þessu óréttlæti hafið þið tekið af þolinmæði og prúð- mennsku. Þið hafið sýnt skynsemi. Skilyrði að til að leysa frystingu eigna og gjaldeyrismála verðum við að greiða skuldir erlendis, opna fyrir samstarf við Evrópu og taka upp evru. Þessi tvö mál eru lykil- mál sem byggja upp ríkisfjármál- in ásamt eflingu atvinnumarkaðar og almennrar velferðar svo og að styrkja peningamál almennt. Þessi nauðsynlega lausn er ekki mjög flókin þótt alþingismenn hafi tafið umræður og flækt til að koma höggum á ríkisstjórnina án tillits til þjóðarhagsmuna og sumir þing- menn VG hafa gert sig að kjánum í andstöðu við helstu björgunar- aðgerðir eigin stjórnar í von um skammvinnar vinsældir. Það er örugglega lýjandi að stjórna slík- um hópi. Samt verður að hrósa þér fyrir að hafa haft stjórn á eigin liðsmönnum. Aumingja Stein- grími hefur ekki tekist það sama. Hann hefur einn þurft að glíma við vandræðin og leysa þau, nánast án nokkurrar aðstoðar frá sínu fólki. Það sýnir best hvers konar afreks- maður hann er að hafa staðið undir þessu hlassi sjálfur. Eftir ráðherra- tíð sína í þessari ríkisstjórn mun hann hljóta þann dóm að vera einn af pólitískum jöfrum Íslands frá lýðveldisstofnun. Ég er viss um að ykkur tveimur ásamt samstöðu þingmanna Sam- fylkingarinnar og skynsemi ein- stakra þingmanna stjórnarandstöð- unnar, mun takast að snúa dæminu við. Ykkur hefur þegar tekist það. Þá verður spurt: Hvað verður að taka við í uppbyggingu hins nýja Íslands? Því mun ég svara í næsta bréfi til þín, kæra vinkona Jóhanna. Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. Opið fyrra bréf til Jóhönnu UMRÆÐAN Einar Sigmarsson skrifar um samfélagsmál Haustið 2008 kom kallið. Lengi hafði íslenskt samfélag borið í sér kynlega feigð enda hvergi á byggðu bóli vaðið uppi önnur eins auragirnd og efnishyggja, oflæti og fífldirfska, sérgæska og spilling. Ólyfjan sjálfhverfunnar hafði verið laumað í sálarkerald þjóðarinnar. Nú hefur dauðans vatni, fúlu og daunillu, verið ausið upp úr kerinu góða en á botninum sitja dreggjar sjálfhverfunnar sem fastast. Ílát- ið þarf að skola, ef það á að geta borið lífsins vatn, en synd er að segja að þrifin gangi þrautalaust. Klíkur liðinnar tíðar mala dægrin löng, áfjáðar í að verja forréttindi og sérhagsmuni. Eðaldæmi um það eru sjálfsprottnar auðlindir lands og sjávar. Árum saman hafa sægreifar fengið frið til að veðsetja, leigja og selja óveiddan fisk. Þannig hefur margur lukkuriddarinn fengið morð fjár til að leggjast í brask en útgerð- in sokkið í skuldir. Nú sem fyrr er rekið upp ramakvein ef minnst er á að þjóðin eigi nytjastofna Íslands- miða og fái af þeim réttmæta rentu. Ámát- legast emjar þó skjaldborg útgerðarvalds- ins á Alþingi Íslendinga, skipuð svein- um og meyjum úr Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokki. Ekki svíður þeim sárt að þjóðareignin geti gengið kaupum og sölum og jafnvel fallið í hendur lánardrottnum. Enn er streist á móti því að íslenskar orkulindir verði nýttar á nýstárlegri, fjölbreyttari, vist- vænni og ábatasamari vegu. Ekki eru Landsvirkjun, Þeistareykir, Orkuveita Reykjavíkur og HS orka til stórræðanna enda flest í úlfa- kreppu. Þeim mun minna svigrúm hefur þjóðarbúið til að sitja uppi með orkusugur á afleitum kjörum. Sýnu meiri búhyggindi væru að virkja orku handa öðrum og þurft- arminni fyrirtækjum en tröllaukn- um álverum. Þá fengi þjóðin fleiri og fjölbreyttari störf til frambúðar, að minnsta kosti meira fyrir hvert megavatt en hingað til. Græn orka og svalt loftslag þykja jú kjörin til gagnavistunar. Er þá margt ótalið sem skilað getur drjúgri björg í bú, svo sem ylrækt, sólarkísiliðja, metanólvinnsla og kaplagerð. Nú verður hreint og tært vatn æ dýrmætara. Þá vill Landsnet tefla í þá tvísýnu að leggja Suðvesturlínu yfir vatnsból höfuðborgarsvæðis- ins. Hefur ekki nóg verið syndgað upp á náðina í gjöfulu landi? Margar eru sérhagsmunaklík- ur Ísalands en fáar þröngsýnni en Samtök atvinnulífsins. Ekkert er þeim kærkomnara en orkuöflun til einhæfrar álbræðslu og ekkert er þeim klaksárara en auðlindaskatt- ur til þurfandi þjóðar nema vera skyldi leigugjald fyrir kvótann. Í slíkri ofdekrun auðvaldsins virð- ast fornir fjendur nú eiðsvarnir fóstbræður: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Þeirra forkólfar hafa gengið undir jarðar- men og blandað saman blóði, stað- ráðnir í að deila og drottna. Nú þegar hreinsa þarf sálar- kerald þjóðarinnar er ekki flóafrið- ur fyrir klíkum horfins tíma. Með glýju í augum þrá þær helst af öllu að halda dreggjum sjálfhverfunnar í kerinu góða og brugga þar görótt seyði. Ætli slíkar örlagadísir séu til heilla nú þegar þjóðarsálin þarf á lífsins elixir að halda? Höfundur er íslenskufræðingur. Örlagadísir Ísafoldar EINAR SIGMARSSON INGÓLFUR MARGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.