Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 42
BAKÞANKAR
Önnu
Margrétar
Björnsson
22 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Jæja, varstu búinn að
heyra það? Hún er að
fara að hætta
og ætlar að selja
staðinn.
Já, var
búinn
að heyra
það.
Nýir eigendur?! Þú veist
hvað gerist þá. Staðn-
um verður breytt, hann
gerður steríll og homma-
legur með veggfóðri og
grænum drykkjum.
Nei,
nei,
..með
regn-
hlífum.
Húsið
býður.
Bíddu nú
við.
Viltu kannski
frekar græn-
an drykk?
Skordýrin hljóta að
hafa haft óvenju
hátt í dag.
TAKA
Bank
Ofurmennið:
Unglingsárin
Þakkargjörðarbrúðan og sykur-
púðapílagrímarnir líta virkilega
vel út á borðinu.
Takk.
Hvað með hana?
Hún verður að fá
að hafa eitthvað
líka.
Hvað gæti
hún haft fram
að færa?
Hvað er þetta blauta
hérna í miðjunni?
Slef.
Gætir þú útskýrt
hvað blöð með
Undrakonunni
voru að gera
undir rúminu
þínu?
Snemma á unglingsárunum ætlaði ég að bjarga heiminum með því að hætta að
borða dýr. Á þessum tíma fór lítið af dýra-
fleski inn fyrir mínar varir og ég fékk
hryllilega klígju þegar ég horfði á steikur
löðrandi í blóði.
MÖRGUM árum síðar þegar ég ætlaði
í fyrsta sinn að hjálpa móður minni með
matinn á aðfangadagskvöld varð það hlut-
verk mitt, hinnar fyrrverandi grænmet-
isætu, að panta kjötið í hátíðarmatinn.
Hreindýr átti að vera til að bæta upp fyrir
rjúpnaleysið og fjórum dögum fyrir jól
rölti ég afslöppuð inn í stórmarkaðinn
til þess að kaupa herlegheitin. Það varð
mér því skelfileg uppgötvun að hrein-
dýrakjöt var búið á höfuðborgar-
svæðinu og á meðan ég æddi úr einni
búð í aðra fékk ég nístandi tilfinn-
ingu í magann yfir að hafa klúðrað
jólamatnum fyrir fjölskyldunni.
En það á aldrei að deyja ráðalaus
og ég hringdi í ofvæni í vinkonu
mína sem þá var búsett á Eski-
firði með þá von í hjarta að hún
þekkti einhvern góðhjartað-
an austfirskan veiðimann með
hreindýrakjöt á lager. „Ekkert
mál“ var svarið og ég andaði
léttar.
NÆSTA dag fékk ég sím-
hringingu um að kjötið biði úti
á Reykjavíkurflugvelli. Ég fékk bróður
minn til að skutla mér og eftir nokkra leit
komu tveir flóttalegir menn í jakkafötum
á móti okkur og héldu á risastórum hlut á
milli sín, vafinn inn í brúnan pappír. Þeir
afhentu mér þetta í flýti rétt eins og um
eitthvert ólöglegt góss væri að ræða og ég
stóð eftir ringluð með níðþungan pakka.
Bróðir minn horfði á mig með panísku
augnaráði. „Þetta er ekki hreindýrabógur,
þetta er gítar!“ æpti hann og lýsti því yfir
að ég væri geðveik. Þegar heim var komið
opnaði ég umbúðirnar varlega og mér til
mikillar skelfingar birtist þar eitt stykki
afsagaður hreindýrafótleggur, með feld,
klauf og öllu öðru tilheyrandi.
JÓLIN mín voru ört að breytast í B-hryll-
ingsmynd. Það var ekki um neitt að ræða
en að drösla þessum viðbjóði ofan í bað-
karið og í angistarkasti ákvað ég að leita
að flugbeittum hníf, jú eða bara exi. Eftir
fimm mínútur rankaði ég við mér og
gerði mér grein fyrir því að Þorláksmessa
hjá mér væri orðin skuggalega lík The
Texas Chainsaw Massacre og staulaðist
hálfkjökr andi í næstu kjötbúð með hrein-
dýrafótlegginn minn undir öðrum hand-
leggnum. Starfsmennirnir, eins og gefur
að skilja, grenjuðu úr hlátri en skiluðu
mér stafla af snyrtilegum fallega innpökk-
uðum steikum. Þegar ég sökkti gafflinum
ofan í meyrt fleskið af Rúdolf þetta árið
var það með miklum semingi.
Að halda jól með klauf
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Með því að kaupa Miele
þvottavél eða þurrkara
leggur þú grunn að
langtímasparnaði
Sparaðu með Miele
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Staðgreiðsluverð
A B
ára líftími = . klst.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Þvottavél W1634 sn/mín/6 kg/ísl. stjórnborð 179.950
Þvottavél W1714 sn/mín/6 kg/ ísl. stjórnborð 194.950
Þurrkari T7634 f. barka/6 kg/m. rakaskynjara 149.950
Þurrkari T7644C m. þétti/6 kg/m. rakaskynjara 164.950
Miele
þvottavélar eru
framleiddar
til að endast
í . klst.
Miele þvottavélar eru allar með íslensku stjórnborði,
íslenskum leiðbeiningum, stóru hurðaopi