Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 30
6 vín&veisla
Loftbólur í kampavíni virð-ast vera sumum nokkuð hugleiknar. Þannig reikn-
aði vísindamaðurinn Bill Lembeck
það út að í 750 ml flösku af kampa-
víni væru um 49 milljónir loftbóla.
Annar vísindamaður, Bruno Dut-
ertre, komst að allt annarri niður-
stöðu. Hann fór fyrir þriggja ára
rannsókn sem kostaði um 7 milljón-
ir dollara til að leita svara við loft-
bóluspurningunni. Komist var að
þeirri niðurstöðu að í hverri flösku
væru um 250 milljónir loftbóla.
Þrýstingurinn í kampavínsflösku
er 90 psi sem er þrisvar sinnum
meiri þrýstingur en í bíldekki.
Þjóðsaga segir að kampavíns-
glasið (breitt, grunnt glas á háum
fæti) hafi verið mótað eftir brjósti
Maríu Antoinette drottningu.
Lengsta flug korktappa er um 54
metrar. Bandaríkjamaðurinn Hein-
rich Medicus setti metið í New York
árið 1988.
Kampavínskorkur skýst að með-
altali úr flöskunni á 60 til 64 km
hraða á klukkustund en getur náð
allt að 160 km hraða.
Heimsins stærsta kampavíns-
glas var afhjúpað á hátíð í Spoleto á
Ítalíu. Það er nærri tveggja metra
hátt og í því má rúma innihald 22
kampavínsflaskna.
Spæjarinn James Bond sýpur oft
á kampavíni í myndunum um sjar-
mörinn. Nýlega var talið í hve mörg
skipti 007 gæddi sér á miðinum
ljúfa og voru það 35 skipti.
Talið er að Marilyn Monroe hafi
eitt sinn farið í bað í kampavíni.
Samkvæmt einum ævisagnaritara
hennar þurfti 350 flöskur af kampa-
víni til að fylla baðkarið.
Opinbert kampavín um borð í
Titanic var Heidsieck & Co Mon-
opole Blue Top Champagne Brut.
Þær sögur ganga fjöllum hærra að
nokkrum flöskum hafi nýlega verið
bjargað úr flakinu og hafi innihald-
ið smakkast ljómandi vel.
Winston Churchill naut þess svo
mjög að drekka kampavín að útbú-
in var sérstök hálfslítra flaska sem
þjónn hans bar til hans klukkan 11 á
hverjum morgni.
Stærsta staðlaða kampavíns-
flaskan er af gerðinni Nebuch-
adnezzar en í henni rúmast inni-
hald um tuttugu venjulegra 75 cl
flaskna. Mjög sjaldan eru búnar til
stærri flöskur. Þó eru til Primat-
flöskurnar en í þeim eru um 27 lítr-
ar eða innihald 36 venjulegra fla-
skna.
Napoleon Bonaparte sagði um
kampavín: „Ég gæti aldrei lifað án
kampavíns. Við sigur á ég það skilið
og í tapi þarf ég á því að halda.“
Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um kampavín og freyðivín
Baðvatn Marilyn og
risa kampavínsglas
KAMPAVÍNSGLAS Sagan segir að glasið
hafi verið mótað eftir brjósti drottningar.
BOND OG MARILYN Persónan James Bond sýpur oft af kampavíni í kvikmyndunum um spæjarann breska enda hefur hann dýran smekk.
Leikkonan Marilyn Monroe er hins vegar sögð hafa baðað sig upp úr vökvanum ljúfa. NORDICPHOTOS/GETTY
J.P. CHENET DEMI-SEC
Land: Frakkland
Framleiðandi: LGCF Group
Hérað/Svæði: Bordeaux
Þrúgur: Blandaðar.
Litur: Ljóst með gylltum tónum.
Ilmur: Ilmur af blómum og ávöxtum, hnetum og
möndlum.
Bragð: Líflegt og ferskt. Mjúkt, með sætum
undirtón sem kemur inn í lokin.
Frábær fordrykkur eða bara eitt og sér. Einnig
gott með léttum mat, til dæmis tapas og snittum.
JACOBS
CREEK SPARK-
LING CHARDONN-
AY - PINOT NOIR
Land: Ástralía
Framleiðandi: Pernod Ricard Ástralía
Hérað/Svæði: Suður-Ástralía
Þrúgur: Chardonnay og Pinot Noir
Litur: Strágulur.
Ilmur: Opið vín þar sem sítrus er áberandi í
bland við ristaðar hnetur.
Bragð: Ávaxtaríkt og bragðmikið freyðivín.
Skemmtilegt vín sem passar við flest tækifæri
hvort sem það er brúðkaup eða stórafmæli.
Snilldar freyðivín með humri og öðru eðal
sjávarmeti
ASTI MARTINI
Land: Ítalía
Framleiðandi: Bacardi-Martini
Hérað/Svæði: Asti
Þrúgur: Moscato Bianco
Litur: Gylltur.
Ilmur: Ávaxtaríkur með múskatkeimi.
Bragð: Frísklegt með múskatkeimi ásamt
léttu og seiðandi ávaxtabragði. Er í sætari
kantinum með gott jafnvægi milli sykurs
og sýru.
Gott með ávaxtadesertum, kökum,
sérstaklega kransakökum og súkkulaði-
eftirréttum. Einnig gott sem fordrykkur.
MUMM DEMI-SEC
Land: Frakkland
Framleiðandi: Pernod Ricard Frakkland
Hérað/Svæði: Reims
Þrúgur: Pinot Meunier (50%), Pinot Noir (35%),
Chardonnay (15%)
Litur: Fölgulur með gylltum blæ.
Ilmur: Fullkomið jafnvægi milli ferskra og þroskaðra
ávaxta. Hunang kemur við sögu og vottur af vanillu.
Bragð: Mjúkt og þétt. Bragðið samsvarar sér
einstaklega vel.
Sætan í víninu gerir það að verkum að það bragðast
frábærlega með ýmsum eftirréttum. Eitt mest selda
kampavínið á íslenskum markaði.
MUMM CORDON ROUGE BRUT
Land: Frakkland
Framleiðandi: Pernod Ricard Frakkland
Hérað/Svæði: Champagne
Litur: Hunangsgylltur.
Ilmur: Ákafur og ríkur af þroskuðum ávöxtum, ristuðu
brauði, með keimi af skógarviði.
Bragð: Mikið ávaxtabragð með mikilli fyllingu.
Frábært til hátíðarbrigða.
Rauði borðinn er eitt af stærri vörumerkjum heims í dag og
ekki skemmir fyrir að þetta er vínið sem sigurvegari í
Formula 1 sprautar yfir sig og aðra þegar sigur er í höfn.
CODORNÍU CLASICO SEMI SECO
Land: Spánn
Framleiðandi: Codorníu
Hérað/Svæði: D.O. Cava
Litur: Stráljósgulur með fínlegum bólum.
Ilmur: Ávaxtarík angan og mjög opin.
Bragð: Epli og ristað brauð. Ferskleiki og gott
jafnvægi.
Frábært vín með smáréttum og sætindum.
Hnetur og þurrkaðir ávextir eru frábærir með
Codorníu Clasico Semi-Seco. Freyðivín sem
passar vel með hátíðarmat.
6 KAMPAVÍN
Bjarni Þór • Bjarnithor@365.is • Sími 5125471
Vín og veisla
Kemur út á nýju ári þann 16. janúar
Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband