Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009
● HANASTÉL Kir er vinsæll
franskur kokkteill búinn til úr berja-
líkjör og hvítvíni. Í Frakklandi er
hann yfirleitt borinn fram sem for-
drykkur. Drykkurinn heitir í höfuð-
ið á Féliz Kir, sem gerði drykkinn
vinsælan eftir seinni heimsstyrjöld-
ina með því að bjóða alþjóðlegum
gestum sínum upp á drykkinn. Kir
var einn þeirra sem komu á þeirri
hefð að bæir og borgir víða um
heim gerðust vinabæir. Kir er búinn
til með því að setja 1-2 teskeiðar af
Créme de Cassis líkjör í vínglas og
fylla svo upp með hvítvíni. Stund-
um er þunn rönd af sítrónuberki
sett út í til skreytingar.
Halldór E. Högurður, einn af
höfundum Áramótaskaupsins,
segist eflaust þurfa að flýja land
verði skaupinu illa tekið.
„Það er náttúrlega búið að eyði-
leggja fyrir manni áramótin. Það er
hryllileg tilfinning að vera búinn að
sjá skaupið nokkrum dögum fyrir
áramót. Mér finnst eins og ég hafi
lent í tímaflakki. Undanfarin fimm
ár hef ég haldið áramótin með stór-
um vinahópi og skaupið hefur alltaf
verið hápunktur kvöldsins, ég veit
ekki hvað ég á af mér að gera í ár,“
segir Halldór E. Högurður, einn af
sex höfundum áramótaskaupsins í
ár, en hinir eru Ottó Geir Borg rit-
stjóri, Anna Svava Knútsdóttir, Ari
Eldjárn, Sævar Sigurgeirsson og
Gunnar Guðmunds leikstjóri.
Halldór segist undanfarin ár
hafa verið eins manns auglýsinga-
stofa, og auk þess komið að dag-
skrárgerð fyrir útvarp með hléum
frá unga aldri. Hann segist aldrei
hafa vitað skemmtilegra vinnuum-
hverfi en að sitja í hópi uppi í út-
varpshúsi og skrifa. Það taki á að
verkja í magann frá níu til fimm.
Halldór má, venju samkvæmt,
lítið sem ekkert tjá sig um efni
skaupsins fyrirfram. Spurður
um áhrifavalda sína í gríni segist
hann löngum hafa verið aðdáandi
breskrar kímnigáfu. „Ég ligg yfir
þáttum eins og Mock the Week og
Have I Got News for You þar sem
reynir á spontant svör og skyndi-
grín. Þeir eru ekki margir sem
ráða við það, en þeir sem gera það
eru með allra fyndnasta fólki. Það
var á tíma í tísku að segja Spaug-
stofuna hallærislega, en kannski
hefur hún bara farið gegnum lægð
því ég horfði ekki í nokkur ár en
hef nýverið enduruppgötvað hana.
Svei mér þá ef þeir eru ekki betri
en nokkru sinni. Ég var að horfa á
jólagrínþátt með öllum bestu grín-
istum Nýja-Sjálands, stærðarinn-
ar prógramm sem gert er árlega
og er víst hápunkturinn í sjónvarpi
þarna úti. Ég hef aldrei séð annað
eins rusl og fullyrði að íslenskt grín
stendur mun framar.“
Nálega hvert mannsbarn horfir
á Áramótaskaupið og Halldór játar
því að þrýstingurinn á að skila af
sér góðu verki sé töluverður. „Ég
ætla ekki að flýja kreppuna en hef
búslóðina í gámi fram yfir áramót
til öryggis. Ef skaupinu verður illa
tekið þá verður maður eflaust að
flýja land. Kannski maður taki bara
Íslendinginn á þetta og eigni sér
bróðurpartinn ef þetta slær í gegn
en kasti ábyrgð á hina ef allt fer á
versta veg. Þetta verður alla vega
hressilegt slútt á árinu og vonandi
að við byrjum næsta ár á bjartsýni.
Bölmóður er alveg nauðsynlegur í
bland en ómögulegur til frambúð-
ar,“ segir Halldór E. Högurður.
- kg
Íslenskt grín stendur
framar nýsjálensku
Halldór segir ljóst að áramótaskaupið verði hressilegt slútt á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BYLGJAN
Í FYRSTA SÆTI
Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda
komist áleiðis til mikilvægustu markhópanna.*
* Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 40, 2009.
Í viku 40 var hlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna 52%.
Auglýsing á Bylgjunni birtist samtímis á Létt Bylgjunni og Gull Bylgjunni.
BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI