Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 ● HANASTÉL Kir er vinsæll franskur kokkteill búinn til úr berja- líkjör og hvítvíni. Í Frakklandi er hann yfirleitt borinn fram sem for- drykkur. Drykkurinn heitir í höfuð- ið á Féliz Kir, sem gerði drykkinn vinsælan eftir seinni heimsstyrjöld- ina með því að bjóða alþjóðlegum gestum sínum upp á drykkinn. Kir var einn þeirra sem komu á þeirri hefð að bæir og borgir víða um heim gerðust vinabæir. Kir er búinn til með því að setja 1-2 teskeiðar af Créme de Cassis líkjör í vínglas og fylla svo upp með hvítvíni. Stund- um er þunn rönd af sítrónuberki sett út í til skreytingar. Halldór E. Högurður, einn af höfundum Áramótaskaupsins, segist eflaust þurfa að flýja land verði skaupinu illa tekið. „Það er náttúrlega búið að eyði- leggja fyrir manni áramótin. Það er hryllileg tilfinning að vera búinn að sjá skaupið nokkrum dögum fyrir áramót. Mér finnst eins og ég hafi lent í tímaflakki. Undanfarin fimm ár hef ég haldið áramótin með stór- um vinahópi og skaupið hefur alltaf verið hápunktur kvöldsins, ég veit ekki hvað ég á af mér að gera í ár,“ segir Halldór E. Högurður, einn af sex höfundum áramótaskaupsins í ár, en hinir eru Ottó Geir Borg rit- stjóri, Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Sævar Sigurgeirsson og Gunnar Guðmunds leikstjóri. Halldór segist undanfarin ár hafa verið eins manns auglýsinga- stofa, og auk þess komið að dag- skrárgerð fyrir útvarp með hléum frá unga aldri. Hann segist aldrei hafa vitað skemmtilegra vinnuum- hverfi en að sitja í hópi uppi í út- varpshúsi og skrifa. Það taki á að verkja í magann frá níu til fimm. Halldór má, venju samkvæmt, lítið sem ekkert tjá sig um efni skaupsins fyrirfram. Spurður um áhrifavalda sína í gríni segist hann löngum hafa verið aðdáandi breskrar kímnigáfu. „Ég ligg yfir þáttum eins og Mock the Week og Have I Got News for You þar sem reynir á spontant svör og skyndi- grín. Þeir eru ekki margir sem ráða við það, en þeir sem gera það eru með allra fyndnasta fólki. Það var á tíma í tísku að segja Spaug- stofuna hallærislega, en kannski hefur hún bara farið gegnum lægð því ég horfði ekki í nokkur ár en hef nýverið enduruppgötvað hana. Svei mér þá ef þeir eru ekki betri en nokkru sinni. Ég var að horfa á jólagrínþátt með öllum bestu grín- istum Nýja-Sjálands, stærðarinn- ar prógramm sem gert er árlega og er víst hápunkturinn í sjónvarpi þarna úti. Ég hef aldrei séð annað eins rusl og fullyrði að íslenskt grín stendur mun framar.“ Nálega hvert mannsbarn horfir á Áramótaskaupið og Halldór játar því að þrýstingurinn á að skila af sér góðu verki sé töluverður. „Ég ætla ekki að flýja kreppuna en hef búslóðina í gámi fram yfir áramót til öryggis. Ef skaupinu verður illa tekið þá verður maður eflaust að flýja land. Kannski maður taki bara Íslendinginn á þetta og eigni sér bróðurpartinn ef þetta slær í gegn en kasti ábyrgð á hina ef allt fer á versta veg. Þetta verður alla vega hressilegt slútt á árinu og vonandi að við byrjum næsta ár á bjartsýni. Bölmóður er alveg nauðsynlegur í bland en ómögulegur til frambúð- ar,“ segir Halldór E. Högurður. - kg Íslenskt grín stendur framar nýsjálensku Halldór segir ljóst að áramótaskaupið verði hressilegt slútt á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BYLGJAN Í FYRSTA SÆTI Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægustu markhópanna.* * Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 40, 2009. Í viku 40 var hlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna 52%. Auglýsing á Bylgjunni birtist samtímis á Létt Bylgjunni og Gull Bylgjunni. BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.