Samtíðin - 01.12.1960, Page 24

Samtíðin - 01.12.1960, Page 24
16 samtíðin Sttiyjgit i k on uny u r in n ** • ...........................STAÐFESTIR RÁÐ SITT í NÍU ÁR hafa Belgíumenn beðið þess með óttablandinni eftirvæntingu, að Baudouin, konungur þeirra, staðfesti ráð sitt. Það vakti því ekki lítinn fögnuð, er Gaston Eyskens, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti í útvarpi 16. sept. sl., að kon- ungur Iiefði nú opinberað trúlofun sína með mjög tiginborinni 28 ára gamalli spænskri aðalsmeyju, Fabiola de Mora y Aragon. Þau Baudouin og Donna Fabiola hittust að sögn fyrst á frönsku Miðjarðar- hafsströndinni fyrir tveim árum. Síðan hafa þau liitzl öðru hverju suður á Spáni. Drotlningarefni Belgíu er svo lýst, að hún sé móeyg, Ijóshærð og grannvaxin. Baudouin og Fabiola. Hún er 170 cm á hæð og vegur 60 kg- Hún og greifafrúin af Salle eru tvíbura- systur. Hún talar auk móðurmáls síns ensku, þýzku og frönsku, hefur gaman af að aka bíl, leika tennis, hlusta á tónlist og skoða listaverk. Hún er trúrækin og óframfærin og hefur um skeið hjúkrað í spænskum hermannaspítala. Hún er af einni tignustu aðalsætt Spánar. Meðal ættmenna hennar eru konungar af Ara- góníu og Navarra. Fjölskylda hennar er stórauðug, á m. a. lendur miklar á Norð- ur- og Austur-Spáni, húseignir í París og býr í eigin höll í Madrid, skreyttri mál- verkum eftir Gojm, Velasques og E1 Greco. BAUDOUIN Belgíukonungur hefnr löngum sætt gagnrýni, enda hefur liann stundum verið talinn liálfgerður vonar- peningur. Til þess liggja nokkur rök. Kon- ungur átti sér örlagarika bernsku. Þega1' hann var þriggja ára, lézt hinn dáði og einkar vinsæli afi hans, Albert konungur, af slvsförum, er hann var að klifa Ar- dennafjöllin. Finnn ára gamall missh Baudouin móður sína, Ástríði drottningu af Svíþjóð; hún fórst í bilslysi suður 1 Sviss. Maður hennar, Leópold konungur III., ók sjálfur bílnum, er slvsið vildi tiL Honum varð svo mikið um þetta, að liann gerðist dulur, bitur og óþjáll i skap1- Bitnaði það harðneskjulega á Baudouin prinsi, sem var fremur veikbyggður og tilfinninganæmur. Svo skall heimsstyrjöldin á. Þýzkur he1 ruddist inn í Belgíu í maí 1940. Leópold konungur stjórnaði sjálfur vörnum lands- ins, en lét hersveitir sínar — gegn vilja belgisku ríkisstjórnarinnar — gefast upP

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.