Samtíðin - 01.12.1960, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.12.1960, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 23 /rPARADÍSARHEIMT" LAXNESS 1 RÖSK 40 ár hefur Halldór Kiljan Lax- ness skrifað án afláts fjölda bóka, sem í Seinni tíð liafa dreifzt víða um lönd i þýð- |ngUm. Er nú svo komið, að maður hitt- lr oft fólk langt úti i löndum, sem næsta ^il skil kann á landi okkar og þjóð, en sPyr af áhuga um Laxness. Rithöfundarferill Halldórs er mótaður ai fádæma reisn. Þessi eldhugi og afburða stilisti gekk lengi vel fram af íslending- Ur*í> sem lifað höfðu í andrúmslofti forn- Sagna sinna og sveitarómantík Jóns Thor- °cldsens og lærisveina hans. Halldór skóp nýjan stíl, hóf hér einnig algera nýsköp- 1111 i meðferð söguefna, og honum hefur tekizt að gera íslenzkt mannlíf forvitni- legt um allan hinn lesandi heim. Fyrir Pað hlaut hann fyrstur Islendinga bók- lllenntaverðlaun Nóbels. ^iðan hefur meiri kvrrð einkennt skáld- skap hans. Skáldsagan „Paradísarheimt“, Sem kom út hjá Helgafelli sl. sumar, er t. d- mjög kyrrlátt verk. Hún fjallar um leit lslenzks bónda, Steinars i Hlíðum undir teinahlíðum, að æðra mannlífi i skjóli ln°rmónatrúar, og liggur leið hans í því skyni „hálfan hnött um kring“ til Utah. 1 þessari bók er þó sterk undiralda. Lisl- sköpunin er víða mjög fullkomin, en Persónur sumar það litilsigldar, að niinnstu munar, að höfundur ofbjóði angslaus og ilmlaus, enda þurfa þau ekki ac5 halda sér til, því að vindurinn kærir S1g kollóttan. En þ au verða að framleiða ýnstur af frjókornum, því að mikið fer spillis. Og þau teygja fræfla og fræv- Ur út úr blómunum, svo að vindurinn nái %el til þeirra. Allt er með ráði gert. þeim stundum með hinum ramma, hefð- bundna talstíl sínum. Skennnlilegast þótti mér upphaf sögunnar, en fannst þó mest til uni vesturfararþátt Hlíðafólks i slcjóli Þjóðreks biskups. Af persónum sögunnar þykir mér Björn á Leirum hvað hressilegastur, en kjökur- hlátur Steinars bónda kveður við öðru liverju eius og viðlag. Þetta andófstákn hinnar langkúguðu, en ódrepandi mann- gerðar vakir í vitund lesandans líkt og glott Skarphéðins i Njálu. Sögunni lýkur á mjög listrænan hátt með því, að Steinar bóndi vitjar aftur Berurjóðurs síns undir Hlíðunum, en finnur þar allt í auðn. Bók þessa er gott að lesa án umhugs- unar um sögulegar heimildir, en í þeim efnum leggur höfundur fræðimönnum framtíðarinnar til ærin rannsóknarefni. ☆ ☆ ★ ☆ ☆ Þýzka nóbelsskáldið, Thomas Mann, fór á unga aldri til auðugs listvinar og bókaútgefanda í Miinchen með lumdrit að skáldsögn eftir sig. Hann vænti sér hins bezta af listvininum, en sá hinn sami hafði þái hvorki áhuga fyrir skáld- inu né handriti hans. „Ég hélt þér væruð listvinur,“ sagði skáldið. • ”Ég fæ ekki séð, að þér eða handritið gðar eigi neitt skylt við Iist!“ anzaði forleggjarinn. „Þá biðst ég afsökunar. Okkur skjátl- ast þá sýnilega báðum,“ anzaði Mann. Dauðfeiminn og skjátulegur maður gekk iil lögregluþjóns á götuhorni og sagði: „Hér er ég nú búinn að bíða árang- urslaust eftir konunni minni á annan klukkutíma. Viljið þér ekki gera mér þann greiða að reka mig héðan?!“ MTJNTÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI bústaða- skipti til að forðast vanskil.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.