Samtíðin - 01.11.1961, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN
5
¥ ÁSTAGRÍN ¥
Tvær gamlar konur sátu á bekk í garði.
Þær sáu, lwar hæna kom þjótandi á und-
an hana, sem átti við hana brýnt erindi.
1 ofboði lientist hænan alla leið út á
götu, varð þar undir bíl og dó.
Þá sagði önnur konan: „Þarna sérðu,
Þorgerður, heldur vildi hún láta lífið."
Prófessorinn: „Getur stúdentinn sagt
mér, af hverju orðið morfín er dregið?"
Dauðaþögn.
„En svefnguðinn heitir Morfeus, og í
hvaða örmum ætlið þér að sofna í kvöld?“
„Hm. Ekkert eiga kvenmannsarmar
skylt við morfin."
Nýi elskhuginn þeirrar nýfermdu var
alveg að gera út af við hana úr leiðind-
um, þegar hundurinn hennar kom inn.
„Ö,“ sagði pilturinn, „hefurðu getað
kennt honum nokkuð sniðugt"
„Já-til dæmis, ef þú blístrar, þá færir
hann þér húfuna þína."
Ung amerísk stúlka var ekki alls fgr-
ir löngu i sumarleyfi á ítalskri baðströnd.
Á hana var ráðizt af ungum ítala, sem
faðmaði hana og kyssti sem mest hann
mátti, en stal síðan töskunni hennar.
Stúlkan kærði atferti mannsins á næstu
lögreglustöð. En þegar beðið var um lýs-
ingu á manninum, sagði hún:
„Hann var svarthærður með svört
augu, sem voru flosmjúk" ...
„Og meira?"
„Svo var hann með hvítar tennur —
mjög hvítar. Lögregluþjónn, þér verðið
að gera allt, sem í yðar valdi stendur, iil
að finna hann. Það er ekki peninganna
vegna, en ég v e r ð að hitta hann aftur,
því svona hef ég aldrei á ævi minni verið
kysst áiður."
Tízkukóngur einn segir, að karlmenn
beri ólíkt meiri virðingu fyrir konum í
stuttum pilsum en síðum. Þeir láti þær
m. a. alltaf stíga upp i strætisvagna á
undan sér!
Amerískur milljónari kom auga á
franska fegurðardís cí skemmtiferðaskipi
og bauð henni óðara 1000 dollara fyrir
einn koss.
Stúlkan hugsaði sig um andartak og
gekk svo að þessu.
Skömmu seinna bauð milljónarinn
stúlkunni upp á kokkteil niðri í káietu
hjá sér og sagði síðan:
„Ég skal borga yður 2000 dollara, ef
þér viljið fara úr hverri spjör!"
Þái varð stúlkan fokvond og gaf mann-
inum utan undir, en sá sig þó brált um
hönd og tók boði lians.
„Og hvað á ég svo að borga yður fyrir
að eiga yður alveg?" spurði milljónarinn
hásri röddu.
„Taxti minn er nú 10 dollarar," svar-
aði stúlkan.
Norrænn faðir: „Dóttir min er farin í
sumarleyfi suður á ítalska baðströnd, og
þaðan skrifar hún mér, að bíkínið sitt hafi
hlaupið svo mikið, að hún sé trúlofuð!"
Hann: „Þessi steik er eins og brunnið
leður."
Hún: „Þú virðist hafa borðað ýmislegt
skrítið, áður en við giftnmst."
Ástaratlot hans voru svo fullkomin,
að hún spurði, hvort þetta væri virkilega
i fyrsta sinn, sem hann vottaði kven-
manni blíðu sína.
„Hm .. . þú getur nú varla ætlazt til, að
þetta lcomi allt af sjálfu sér — æfinga-
laust," svaraði hann.
GÓÐUR MÁNUÐUR byrjar með því að ger-
ast áskrifandi að SAMTÍÐINNI,