Samtíðin - 01.11.1961, Page 15
SAMTlÐIN
11
„Já, hún er hér,“ anzaöi ég. Öðru gat
ég ekki svarað, svo þurr varð ég allt í
einu i munninum. Maðurinn liafði nefni-
lega ekki fyrr tekið til máls en ég vissi,
hver hann var. Það voru sömu augun
og á mvndinni hak við mig.
Af Maríu datt hvorki né draup. Hún
náfölnaði að vísu, en hún gekk lil komu-
manns og þrýsti grönnum og vesaldar-
legum líkama hans að hrjósti sér.
Mér varð starsýnt á strigarenningana,
sem vafið hafði verið hirðuleysislega um
fótleggi hans, sprungin hermannsstígvél-
in, skeggjaðar, innfallnar kinnarnar,
tóma ermina — i skemmstu máli sagt:
þessa ferlegu skopmynd af fjandmanni
úr stríðinu, sem hingað var kominn til
þess að sundra hamingju minni.
María sagði: „Ó, Lúðvík, elskan mín!
Ó, hvað það er gott að sjá þig. Þú ert lif-
andi og frjáls maður. Hvernig fórstu að
komast lífs af? Ó, hvað allt þetta var
ægilegt!“
Ég býst við, að geslurinn liafi verið of
þreyttur til að geta komið upp nokkru
orði. Svo seildist ég eftir skinnjakkan-
um mínum, sem hékk á snaganum hak
við hurðina, sneri mér við og leit fram-
an í.hann.
„Nú fer ég,“ varð mér að orði. „Þér
þurfið að fá eilllivað að horða og hvila
yður svo í friði og ró. Þér eruð gæfumað-
ur, Lúðvík Schlosser."
María var farin fram í eldhús að hita
kaffi. Ég Iokaði dyrunum ldjóðlega á
eftir mér og héll út í hylinn. Svo gekk
ég lengi. Þegar loks liætti að snjóa, var
Höfum ávallt fyrirliggjandi
allan ferða- og skíðaútbúnað.
ég kominn langt fram hjá húsinu, þar
sem liðsveit mín bjó.
Ég sá Maríu aldrei eftir þetla. En hún
sendi mér línu með gamalli konu, sem
hjó í næsta húsi við hana. Það var kveðj-
an hennar.
MEIR EN 10 ár eru liðin. Nú á ég heim-
ili og fjölskyldu. Samt minnist ég enn
glöggt þriggja andlita, rélt eins og ég
hefði séð þau i gær.
Heinz litli, sem mér var farið að þykja
svo vænt um, er nú orðinn 10 ára. Ég sé
liann enn í anda eins og engil, með súkku-
laðið á hökunni.
Torkennilegt andlit Lúðviks Schlossers,
sem féll í stríðinu og reis upp frá dauð-
um, er mér ekki síður minnisstætt en
andlit sonar hans.
Og María? Hún er lijá mér, í hvert
sinn er ég loka augunum og nefni nafnið
hennar. Hún mun alltaf verða hjá mér,
ávalll verða 22ja ára, ávallt jafn fögur
og hugrökk og hún var kvöldið, er við
sáumst seinast.
★
25 krónnr
borgar SAMTÍÐIN fyrir hvern nýjan
áskrifenda, sem henni er útvegaður. —
Vinnið ykkur inn mikla peninga með því
að senda blaðinu marga nýja kaupendur.
Blaðið kostar aðeins 65 kr. á ári (10 blöð).
Haldið ómakslaunum ykkar eftir, er þið
sendið okkur árgjöldin ásamt kaupenda-
listunum. Við sendum nýju kaupendunum
síðan blaðið beint frá síðustu áramótum
og 1 árgang í kaupbæti. — Vinsamlegast
skrifið nöfn og heimilisföng gi'einilega.
Með fyrirfram þökk fyrir ánægjulegt
samstarf.
Austurstræti 17. Sími 13620.
SAMTlÐIN, Pósthólf 472, Rvík.