Samtíðin - 01.11.1961, Page 22
18
SAMTlÐIN
fleygt. Pappírstjöld og svefnpokar eru
einnig á markaÖnum. Nýju alúminíum-
stigarnir þykja mjög þægilegir, af því
að hægt er að vefja þá saman. Skjálf-
hentum mönnum þykir mikið hagræSi
aS tæki, sem kemur í veg fyrir, að mynda-
vélar og sjónaukar titri í höndum þeirra.
En ævintýralegast af öllu þessu er ef
til vill eídflaugabeltiS, sem á að geta lyft
mönnum til flugs. MeS tilkomu þess
myndi rætast aldagamall draumur
mannkynsins, allar götur aflan úr grískri
forneskju, um að geta flogið án vélræða.
Bell Aerosystem hefur IofaS ameríska
hernum þessu undrabelti innan árs og
þegið allháa fjárhæð til að flýta fyrir
efndum loforðsms.
RÁÐNINGAR
• FYLGDARMAÐUR. Þú munt eign-
ast góða vini, ef þig dreymir, að þú njót-
ir fylgdar ókunnugs manns á örðugri
leið. Karlmaður á von á góðri eiginkonu,
ef hann dreymir, að hann njóti leiðsagn-
ar ungrar stúlku.
• FRÆGÐ. Það veit á fátækt og
gæfuleysi að dreyma, að maður sé fræg-
ur.
• GJALDÞROT. Drevmi þig, að þú
sért gjaldþrota, mun öllum fjárhagsleg-
um áhyggjum þínum lokið innan
skamms.
• FARSÓTT. Dreymi þig skæða
farsótt, veil það á hneyksli eða vá í opin-
heru lífi.
• HYLDÝPISGJÁ. Það boðar duld-
ar hættur að sjá hyldýpisgjá, en mikla
ofsókn, ef maður fellur í hana og kemst
ekki upp’úr herini. Ef konu dreymir
þetta, hoðar það einnig missætti við ætl-
ingja liennar.
óöýur
KONA nokkur kom til læknis með ljótt
hitsár á hægri handlegg.
„Ég held, að réttast væri að sprauta
yður við hundaæði,“ sagði læknirinn.
„Nei, gefið þér mér bara sprautu við
venjulegu æði. Það var kvenmaður, sem
beit mig!“ sagði konan.
MAÐUR kom i öngum sínum til prests
og hað hann að reyna að útvega sér
skilnað við konu síria. Þegar prestur
taldi öll tormerki á því, sagði maðurinn:
verð að fá skilnað, því konan mín
er verri en sjálfur djöfullinn. í biblíunni
stendur, að ef manni takist að standast
vélabrögð hans, þá flýi hann frá manni.
En kerlingin mín flýgur bara á mig, ef
ég revni að standa uppi í hárinu á henni.“
, LÖGFRÆÐIPRÓFESSOR sagði í tíma
við nemendur sína:
„Ef þið eruð að sækja mál og liafið
réttinn ykkar megin, eigið þið að berja
hann inn i höfuðin á kviðdómendunum.
Ef þið hafið hins vegar lögin j’kkar meg-
in, eigið þið að berja þau inn í höfuðið á
dómstjóranum.“
„En ef við höfum nú hvorugt okkar
megin?“ spurði einn af stúdentunum.
„Þá skuluð þið bara berja í borðið!“
anzaði prófessorinn.
UNGUR MAÐUR lenti í voðalegri
mannþröng og klemmdist upp að ljóm-
andi fallegri stúlku. Hann notaði tækifær-
ið til að koma henni til við sig og sagði:
„Þú ert svo sæt, að maður mundi bara
hafa beztu lyst á þér.“
„En siðaðir menn éta nú ekki bara með
fingrunum einum,“ anzaði stúlkan.