Samtíðin - 01.11.1961, Side 25
SAMTÍÐIN
21
Ingólfur Davíösson:
Ut' ríii
áttúr
19.
~Og síöawt kaffi siitra /i«»r
og siigata skiptast «“
„Ó HERRA MINN,“ sagði frönsk kerl-
ing við Englending, „næst Je- mínum er
kaffið mín hjálp og hugsvölun.“
Ekki urðu Islendingar aðnjótandi
kaffisópans fyrr en eftir miðja 18. öld,
— og lengi var mjög sparlega með hann
farið. Mikið suð í kaffikatli boðaði gest-
komu. Geðvontlir verða þeir, sem mikið
kaffi drekka, en hörundsljótir af heitu
kaffi, hermdi þjóðtrúin. Og samkvæmt
henni átti geithafur nokkur suður í Eþíó-
píu að hafa komið mönnum á kaffi-
ln-agðið. Hafurinn nagaði hin rauðu og
girnilegu kaffitrésaldin, varð eldfjörug-
ur af og lók að hoppa og dansa!
Þetta leizt mönnum vel á og fóru að
reyna baunaseyðið til drykkjar. Víða
stóð mikill styr um kaffið. Stóðu „kaffi-
stríðin" nærri lieila öld i löndum mú-
hammeðstrúarmanna og lauk með sigri
kaffisins.
Til Norðurlanda barst kaffið í byrjun
18. aldar og keppti brátt við brennivín-
ið, sem á þeim tima var drukkið ósleili-
lega lil „liita og dægrastyttingar“ í dimni-
um og köldum húsakynnum. Var heit-
Ur kaffidrykkur í stað brennivins mikil
framför.
Til eru margar tegundir kaffitrjáa og
i’Unna. En aðeins þrjár, allar frá Afríku,
eru verulega hagnýttar, þ. e. Arabíukaffi,
Liberíukaffi og robustakaffi. Bera trén
hvít, ilmandi blóm og rauð steinaldin
Uieð tveim baununi innan í. Er kaffi-
baununum náð úr aldinunum með vél-
Um og. gerjunaraðferðum og baunirnar
siðan þurrkaðar og plokkaðar lil sölu.
Utlit baunanna er stundum ,,lagfært“
Uieð vatnsgufu, brennisteinssýrlingi og
litarefnum! Oft er kaffið kennt við fram-
leiðslustaðina eða útflutningsborgirnar, t.
d. Ríó-, Java-, Brazilíu- eða Santoskaffi,
sem mörgum þykir bezt, og Mokkakaffi.
En lílið af Mokkakaffi kemur i raun og
veru frá Arabíu, rétt eins og minnst af
„Hólsfjallahangikjötinu“ íslenzka er af
Hólsfjöllum!
Bragð og ilmur kaffisins kemur aðal-
lega fram við brennslu baunanna. I þeim
er nær engin næring, en m. a. efnið coff-
ein, sem er dálítið örvandi og dej'fir
einnig þreytutilfinningu i bráð — og
losar um málbeinið! Sumir þola illa kaffi
undir svefninn og verða andvaka, og ýms-
um er það óhollt, einkum á fastandi
maga.
í kaffilöndum og víðar er venjulega
drukkið hreint baunakaffi, en margir
nota og kaffirót saman við, en það eru
ýmsir brenndir og malaðir jurtablutar,
einkum síkoríurætur, en einnig gulrætur,
sykurrófur, ertur, döðlukjarnar, korn o.
fl.
Við kaupum baunirnar aðallega frá
mesta kaffiræktarlandi veraldar, Brazi-
líu. Þrífst kaffitréð þar sérlega vel í rauð-
brúnni „jarðeldamold“ í hlíðum og liá-
lendisdölum. Þar er mikil vinna, ys og
þys á kaffiekrunum, og vinna mikið við
þetta Indíánakynblendingar og ítalskir
innflytjendur. Eigendur talcmarka rækt-
unina og brenna jafnvel aukabirgðum
baunanna, sem kalla má „þorsk og síld“
Brazilíumanna.
Talið er, að hver íbúi jarðarinnar
drekki nærri 1 kg kaffis að meðaltali, en
við íslendingar um 18 kg. Hver Dani
drekkur um 5 bolla á dag. Eru tslending-