Samtíðin - 01.11.1961, Side 29
*$4 MTÍÐIN
25
21. vlána,
SKALDIN KVÁÐU
Páll Guðmundsson, oddviti á Hjálmsstöðum í
Laugardal, var greindur maSur og skáld gott.
Einna kunnust af kve'ðskup lians er Tómasar
ríma um Tómas Tómasson, bónda í Brattholti
í Biskupstungum, prentuð í Lesbók Morgun-
blaðsins 1928 og aftur í 2. bihdi ritsins Inn til
fjalla 1953, enda bráðsnjöll.
Við birtum hér 10 erindi úr kvæðinu Vísur um
Grímsvatnagosið 1934 eftir Pál á Iljálmsstöðum,
en þær sýna vel hagmælsku lians og vald á
skáldskaparmáli.
Dynur í gosi gnýrinn hár,
glampi brosir rauður.
Böndin losar Loki flár,
lyftist frosið hauður.
Umbrot harðna. Ileljartök
hót og varnii* dylja.
Aldahjarn og hamraþök
hyrjar kvarnir mylja.
Upp af hlóðum aska grá
eitri gróður skarðar.
Máninn hljóður horfir á
háar glóðir jarðar.
Drunur þungar þruma í
þögn og drunga kveldsins.
Rökkurþrungin rísa ský,
roðuð tungum eldsins.
Mökkinn toga liægt og hljótt
himinbogans víddir.
Bjartir logar lýsa nm nótt,
leifturflogum prýddir.
Bræða glóðir breðans föng,
berast hljóð um svæði.
Jökulmóða mögnuð ströng
markar slóð að Græði.
Býsnum gölluð boðaföll
brjóta völl og grundir.
Hamrastöllum steypir Gjöll,
stynja fjöllin undir.
Hér er margt að heyra og sjá.
Illaðast svartir garðar.
Æðapartar órótt slá
inn við hjarta jarðar.
Voðablandin vatnaföll
vekja grand og kvíða.
Eftir standa stálgrá fjöll
stök um sanda víða.
íslands þjóðin þrótt má sjá,
þar sem glóðir skarta,
fóstran góða enn þá á
eld og móð í hjarta.
„Mér er sagt, að frúin hérna uppi ú
loftinu sé komin með blóðeitrun.“
„Og bannseit eiturnaðran. Ætli liún
hafi ekki bara bitið sig i tunguna?"
Unga frúin var að læra á nýja bílinn
mannsins síns.
„Hvernig gengur þér?“ spurði mágur
hennar.
„Bara vel. I dag ók ég á 90 km liraða,
og á morgun ætla ég að byrja að opna
augun, þegar ég mæti bíl!“
Falleg stútka kom með ávísun inn í
banka og bað gjaldkerann að lcaupa hana
af sér.
„Getið þér fært sönnur á, hver þér er-
uð?“ spurði gjaldkerinn.
Stúlkan tók upp spegil, leit í hann og
sagði:
„Jú, þetta er ég.“
Nonni litli hafði skrökvað, og móðir
hans sagði, mjög alvarleg á svipinn:
„Nú kemstu bara ekki í himnaríki,
Nonni minn.“
„Jú, það er nú enginn vandi,“ sagði
Nonni. „Ég hleyp bara inn og út og inn
og lít, þangað til þeir segja við mig: I
guðanna bænum komdu annaðhvort inn
eða vertu úti, drengur minn! — Og þá
hleyp ég i n n !“