Fréttablaðið - 11.01.2010, Side 2

Fréttablaðið - 11.01.2010, Side 2
2 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL Íslensk stjórnvöld hafa ekki ámálgað þá hugmynd við Breta og Hollendinga að fá erlend- an sáttasemjara til að miðla málum í Icesave-deilunni. „Það er nú ekki hægt að segja að þessi samskipti hafi komist neitt á það stig,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, auk stjórnarandstæðinga, hafa á und- anförnum dögum lýst þeirri skoð- un að farsælast væri að skipa nýja samninganefnd um Icesave og reyna að fá óháðan sáttasemjara til að miðla málum. Hefur nafn Joschka Fischer, fyrrverandi utan- ríkisráðherra og varakansalara Þýskalands, til dæmis verið nefnt í því sambandi. Formenn Samtaka atvinnulífs- ins, Samtaka iðnaðarins og Við- skiptaráðs skrifa síðan grein í Fréttablaðið í dag þar sem þeir lýsa sömu skoðun. Steingrímur segir að hugmyndin hafi ekki borist í tal í samskiptum við breska og hollenska ráðamenn eftir að forseti synjaði Icesave-lög- unum staðfestingar. „Þetta voru símafundir til að róa málin fyrst eftir ákvörðun forsetans og þjón- uðu þeim tilgangi fyrst og fremst að tryggja að menn væru í talsam- bandi og línurnar væru opnar, en í rauninni voru málin ekkert komin lengra en það,“ segir hann. Hann útilokar þó ekkert. „Það er of snemmt að gefa sér eitthvað í þessum efnum. En ef eitthvað slíkt á að geta gerst þarf að vanda það mjög og það er ólíklegt að það fáist botn í það í blaðagreinum hvernig flóknum pólitískum milliríkjasam- skiptum vindur áfram.“ Hann segir hugmyndirnar hins vegar hljóma óraunsæjar í ljósi þess að ekki sé mikill sáttatónn í viðsemjendunum. „Ég verð nú að segja alveg eins og er að mér finnst margt í þessari umræðu núna vera ansi laustengt við veru- leikann.“ Það sé ekki öfundsvert hlutverk að vera talsmaður raun- sæis við þessar aðstæður en ein- hver verði að reyna það. „Einhver verður að reyna að hafa hausinn á réttum stað og benda mönnum á það augljósa í þessu máli.“ Stjórnarskráin sé skýr. „Við getum ekki haft uppi botnlausa fjölhyggju í þessum efnum. Okkar stjórnarskrá er eins og hún er og þá ber okkur að tryggja að undir- búningur þjóðaratkvæðagreiðslu hafi sinn gang. Við þurfum að hafa einhverjar gildar efnisleg- ar ástæður fram að færa ef við ætlum að taka málið úr þeim far- vegi. Á meðan ekkert er í hendi um slíkt væri mjög ábyrgðarlaust að fara að gefa því undir fótinn finnst mér. Nóg er nú vitleysan í þessu samt.“ stigur@frettabladid.is Jóhannes Kári, sérðu nokkuð eftir því að hafa sent lagið inn? „Nei, það gefur auga leið að þetta var rétta lagið og Sjonni Brink rétti maðurinn. Við látum bara Þúsund stjörnur massa þetta.“ Lag augnlæknisins Jóhannesar Kára Krist- inssonar, You Knocked Upon My Door, komst ekki í næstu umferð í forkeppni Eurovision á laugardag. Ekki er þó öll nótt úti enn því Jóhannes á annað lag, Þúsund stjörnur, sem keppir á næstunni. Hafa ekkert rætt um aðkomu sáttasemjara Hugmyndin um að fá óháðan erlendan sáttasemjara að Icesave-deilunni hefur ekki verið viðruð við breska og hollenska ráðamenn. Margt í umræðunni ansi laustengt við veruleikann, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekkert útiloka. FÓLK Nokkrir drengir á Stöðv- arfirði láta snjóþyngsli ekki stöðva fótboltaiðkun sína. Þeir eyddu stærstum hluta helgarinn- ar í að moka burt snjóinn á gervi- gras sparkvelli í bænum. Hanna Björk Birgisdóttir er móðir eins drengjanna og segir son sinn, Viktor Breka, og vin hans, Guðmund Arnþór, hafa verið að nánast alla helgina. „Þeir fóru tveir út á laugardagsmorgun og sonur minn kom einu sinni inn til að fá sér að borða en var annars að fram á kvöld,“ segir hún. Dreng- irnir gerðu sér grein fyrir því að þeir þyrftu liðsauka og bættust þrír vinir þeirra í hópinn í gær. Þeir æfa allir fótbolta með Fjarða- byggð og fara í rútu tvisvar í viku til að fara á æfingar. „Þeir eru fót- boltasjúkir og eru alltaf á vellin- um,“ segir Hanna. - þeb Fimm drengir á Stöðvarfirði létu snjóinn ekki stöðva sig í fótboltaiðkun: Mokuðu snjó af fótboltavelli MOKSTURINN Í FULLUM GANGI Þeir Viktor, Guðmundur, Sólmundur, Haraldur og Eyþór mokuðu af fótboltavellinum í gær. Þeir voru farnir að geta spilað síðdegis og létu hálkuna ekki stöðva sig frekar en snjóinn. MYND/KRISTÍN HÁVARÐSDÓTTIR ÖRYGGISMÁL Siglingastofnun Íslands kyrrsetti tvö skip og gerði athugasemdir við ástand níutíu til viðbótar við hafnarrík- iseftirlit árið 2009. Til Íslands komu 357 skip, mörg þeirra oftar en einu sinni. Árið 2009 fækkaði komum ein- stakra skipa frá árinu á undan um 31 skip. Skoðuð voru 92 skip, eða 25,7 prósent þeirra erlendu skipa sem hingað komu en þau voru frá 23 þjóðlöndum. Skoð- uð voru skip í fjórtán höfnum á landinu og þar af fimmtán skemmtiferðaskip af sjötíu sem komu til Reykjavíkur. - shá Hafnarríkiseftirlit 2009: Tvö skip voru kyrrsett í fyrra FRÁ SUNDAHÖFN Sjötíu skemmtiferða- skip komu í fyrra og fimmtán voru skoðuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur hafn- aði um helgina beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir tveim- ur mönnum sem reyndu að flýja land með því að lauma sér um borð í skipið Reykjafoss með aðstoð heimagerðs fleka. Mennirnir eru frá Albaníu og Líbíu. Flekinn sem þeir notuðu var úr timbri sem tjóðrað var saman úr rafmagnsvír og stroffum. Bættar gúmmíslöngur héldu honum á floti. Mennirnir hafa nú verið látnir lausir úr haldi og þeim komið aftur í umsjá félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ, eins og gert er með aðra hælisleitendur. - sh Varðhaldsbeiðni hafnað: Flekamönnum sleppt úr haldi Björk vill annað sætið Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi býður sig fram í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör flokksins fer fram 30. janúar. Björk hefur átt sæti í borgarstjórn síðastlið- in átta ár. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Guðmundur í þriðja sæti Guðmundur Örn Jónsson gefur kost á sér í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hann er verk- og viðskiptafræðingur og hefur tekið virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Steingrímur fundaði fyrir helgi með kollegum sínum á Norð- urlöndum um það hvaða áhrif tafirnar í Icesave-málinu hafa á fyrirgreiðslu þaðan. „Það var mjög gagnlegt að taka þá rispu. Sérstaklega var ég ánægður með viðtökurnar í Noregi,“ segir hann. Þar hafi hann rætt við þrjá ráðherra sem hafi verið afdráttarlausir í stuðn- ingi sínum við að lánið fengist afgreitt sem fyrst. „Ég átti sömuleiðis góðan fund með danska fjármála- ráðherranum og fannst hann vera skilningsríkur og jákvæður en embættismennirnir sem voru með honum voru tregari í taumi.“ Leiðtogar Norðurlandanna hyggist tala sig saman um málið og veita svör í vikunni. NORÐURLÖNDIN UNDIRBÚA SVAR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Svör um lán frá Norðurlöndum munu berast í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRÓATÍA Útgönguspár gerðu ráð fyrir að jafnaðarmaðurinn Ivo Josipovic myndi vinna örugg- an sigur í for- setakosning- um í Króatíu sem fram fóru í gær. Í fyrri hluta konsinganna, sem fram fór í desember síðastliðnum, hlaut Josipovic fleiri atkvæði en mótherji sinn, Milan Bandic, en náði ekki hreinum meirihluta. Búist er við að Josipovic beiti sér fyrir inngöngu Króata í Evr- ópusambandið. Josipovic, sem er 52 ára laga- prófessor og tónskáld, hét því fyrir kosningar að hann myndi segja spillingu í landinu stríð á hendur, yrði hann kosinn. - kg Kosningar í Króatíu: Josipovic talinn næsti forseti ÍTALÍA Benedikt Páll páfi hvatti Ítali í gær til þess að virða inn- flytjendur í landinu. Páfinn tjáði sig eftir ofbeldishrinu gegn afrískum verkamönnum í suðurhluta landsins, en um 70 manns hafa særst í henni undan- farna daga. Lögregla hefur flutt hundruð manna á brott af svæðinu til að forðast frekara ofbeldi. Ofbeldið er sagt vera nátengt mafíustarfsemi á svæðinu. Flestir hinna afrísku verka- manna vinna ólöglega og mafían stjórnar vinnumarkaðinum að mestu. Þeir eru illa launaðir og búa við mjög slæmar aðstæður. - þeb Ofbeldishrina á Ítalíu: Páfinn hvetur til virðingar við innflytjendur IVO JOSIPOVIC STJÓRNMÁL Svo virðist sem ekki standi steinn yfir steini í málflutn- ingi franska Evrópuþingmannsins Alains Lipietz, sem tjáði sig um Icesave-málið í Silfri Egils í gær. Þetta segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sem segir þann franska fara með rangt mál varðandi þrjú grundvallar- atriði. Fyrir það fyrsta hafi Lipietz ekki samið tilskipunina um evr- ópska innstæðutryggingakerfið, eins og haldið hefur verið fram í fjölda fjölmiðla, enda hafi hann ekki tekið sæti á Evrópuþinginu fyrr en fimm árum eftir að sú til- skipun tók gildi. Þvert á móti virðist sem Lipietz sé að vísa til annarrar tilskipunar um heildarþjónustu fjármálafyrir- tækja sem tók gildi árið 2002 og var innleidd hérlendis 2004. Sú tilskip- un kveði á um hömlur á starfsemi fjármálafyrirtækja frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í löndum innan EES. Sú tilskipun tengist Icesave-mál- inu ekki neitt og auk þess virðist sem Lipietz átti sig ekki á því að Ísland sé í EES, segir Björn Valur. Þá hafi Lipietz ítrekað vísað til þess að Icesave hafi verið dóttur- fyrirtæki Landsbankans, sem sé alls ekki rétt. Það hafi verið útibú, sem sé einmitt ástæða þess að íslenski innstæðutryggingasjóður- inn beri á því ábyrgð. „Í þessum þremur grundvallar- atriðum virðist hann fara með rangt mál,“ segir Björn Valur. „Því miður fyrir hann.“ - sh Þingmaður Vinstri grænna segir málflutning Evrópuþingmanns að litlu hafandi: Segir Lipietz misskilja málið BJÖRN VALUR GÍSLASON ALAINS LIPIETZ SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.