Fréttablaðið - 11.01.2010, Side 6

Fréttablaðið - 11.01.2010, Side 6
6 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR EVRÓPA Margir hafa farist úr kulda og vosbúð í Evrópu síðustu daga, að því er erlendar fréttaveitur greina frá. Ástandið mun vera einna verst í Póllandi þar sem talið er að allt að 140 manns hafi farist vegna kuldans. Þá greindu þýskir fjölmiðlar frá því í gær að um tíu útigangsmenn hafi orðið úti þar í landi, og óttast er að fleiri hafi látist. Lítið lát virðist ætla að verða á vetrarhörkunum sem einnig hafa hamlað almenningssamgöngum og valdið miklum rafmagnsbilunum víða í Evrópu síðustu daga. Mikil snjókoma var um allt Þýskaland í gær og fyrradag og hafa samgöngur víða legið niðri. Á sunnudagsnótt sátu hundruð föst í bílum sínum á A20-hraðbrautinni milli Gützkow og Jarmen í norður- hluta landsins, og náði snjórinn í mörgum tilfellum upp að bílrúðun- um. Þá hafa fjölmargar flugferðir verið felldar niður til og frá land- inu og lestir eru flestar óstarf- hæfar eða langt á eftir áætlun. Snjórinn mældist í gær 29 senti- metra djúpur í Leipzig, 27 metra djúpur í höfuðborginni Berlín og 12 sentimetrar í Hamborg. Veð- urspár gera ráð fyrir að snjókom- unni gæti linnt í dag en áfram megi búast við miklu frosti í land- inu. Þýsk yfirvöld hafa hvatt fólk til að birgja sig upp af nauðsynjavör- um ef ske kynni að veðrið myndi versna. Þá hefur útigangsfólki víða verið komið í skjól. Ástandið var svipað í Póllandi yfir helgina og alls urðu heimili um 14.000 manns í þorpum nærri Czestochowa í suðurhluta landsins rafmagnslaus í gær. Sunnudagsnóttin var sú kald- asta í 23 ár í Danmörku, en frost- ið fór niður í 15,9 gráður í Thy og Karup á Jótlandi. Kuldametið er frá 11. janúar 1987, þegar það mældist 17,1 gráða. Umferð hefur víða farið úr skorðum í landinu og hefur ástandið verið sýnu verst í suðurhluta Sjálands. Þá hafa borist fréttir af mjög slæmu veðri í Hollandi, Frakk- landi, Englandi og fleiri lönd- um. Fjölda knattspyrnuleikja var aflýst í ensku knattspyrnunni vegna veðurs, að ósk þarlendrar lögreglu. kjartan@frettabladid.is Skeifan 11B • 108 Reykjavík Sími 511-3080 • tsk@tsk.is www.tsk.is »Grunnnámskeið 30 kennslustd. tölvunámskeið fyrir algjöra byrjendur 60+. Hæg yf irferð með reglulegum endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Ritvinnsla, internetið og tölvupóstur. • Hefst 27. jan. og lýkur 17. feb. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16. Verð kr. 25.000,- »Framhald 30 kennslustd. námskeið. Hentar þeim sem lokið hafa grunnnámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. • Hefst 28. jan. og lýkur 18. feb. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16. Verð kr. 25.000,- (kennslubók innifalin) »Stafrænar myndavélar 60+ Fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Þátttakendur nota eigin myndavél og læra notkun og stillingu hennar ásamt meðferð stafrænna ljósmynda í tölvu. M.a. færa myndir úr myndavél í tölvu, flokkun, einfaldar lagfæringar, prentun og sendingar mynda í tölvupósti. • Námskeið hefst 8. feb og lýkur 17. feb (Mán & mið kl. 13-16) Lengd námskeiðs 18 kennslustd. Verð kr. 15.000,- (Kennsluhefti innifalið) Tölvunámskeið fyrir eldriborgara 60+ Hentar bæði sem tepoki beint í bollann eða sem púði í senseo vélarnar. 240 tepokar í pakka á aðeins 599 kr/pk. fairtrade te frá Co-operative 599kr/pk. verð aðeins Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Kuldi og snjókoma veldur dauðsföllum Mikill kuldi og snjór í Evrópu hefur valdið dauðsföllum síðustu daga. Ástandið er talið vera einna verst í Póllandi. Veðrið hefur víða hamlað almennings- og flugsamgöngum. Sunnudagsnótt var sú kaldasta í Danmörku í 23 ár. UMHVERFISMÁL Nýr fiskteljari í Varmá við Hveragerði hefur gefið áhugaverðar niðurstöður um lífríki árinnar. Teljarinn var settur niður vegna klórleka í ána fyrir tveimur árum og er sam- starfsverkefni Veiðimálastofn- unar, Veiðifélags Varmár og Þor- leifslækjar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Samkvæmt bráðabirgðatölum gengu á tímabilinu júní–nóvem- ber á síðasta ári tæplega 2.200 fiskar upp ána og um 250 niður. Þessir fiskar voru tuttugu til níu- tíu sentimetra langir. Stærsti hlut- inn var undir fjörutíu sentimetrar en þó voru tæplega þúsund fiskar yfir þeirri stærð. Að öllum líkind- um voru þetta mest urriðar. Mikið magn af óblönduð- um klór rann frá sundlauginni í Hveragerði í Varmá fyrir tveim- ur árum. Klórslysið olli talsverð- um fiskdauða í ánni og fund- ust dauðir fiskar á stórum kafla neðan klórlekans. Rannsóknir Veiðimálastofnunar á seiðabú- skap árinnar skömmu eftir slysið bentu til þess að nánast öll seiði hefðu drepist á um tveggja kíló- metra kafla neðan sundlaugarinn- ar. Óttast var að klórslysið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskstofna Varmár og í versta falli tæki það stofnana mörg ár að ná fyrri styrk. Seiðarannsóknir á árinu 2008 staðfestu enn frekar þann skaða sem varð á seiðabú- skap árinnar en þá mátti þó sjá töluverð batamerki. - shá Fiskteljari gefur áhugaverðar niðurstöður um fiskgengd í Varmá við Hveragerði: Mikið líf þrátt fyrir klórleka FISKDAUÐI Klórlekinn er mönnum mikið áhyggjuefni en fiskur gengur þó af krafti í ána. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN VEGFARENDUR Í BERLÍN Yfirvöld í Þýskalandi hafa hvatt fólk til þess að birgja sig upp af nauðsynjavöru ef svo færi að veðrið versnaði enn frekar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Ég get lítið sagt um ástandið í öðrum hlutum landsins, en hérna í Berlín tek ég fyrst og fremst eftir því að allt virðist ganga eðlilega fyrir sig en mun hægar en vanalega,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sem nemur sagnfræði í lýðháskóla í Berlín. Hafdís segist ekki hafa farið varhluta af íslenskum fréttaflutningi um veðrið í Evrópu á Íslandi. „Ég hef fengið nokkur örvæntingarfull símtöl og sms-skilaboð frá fólki sem ég þekki á Íslandi, þar sem það spyr hvort allt sé ekki örugglega í lagi. Af samtölum mínum við Þjóð- verja og frétta- flutningi hér ræð ég að þeir virðast vera vanir svona uppá kom- um. Það er enginn að fara á taugum, enda eru líklega fáir með veðrið jafn mikið á heilanum og Íslendingar. Umræðan er mjög yfirveguð,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir. ALLT GENGUR HÆGAR EN VANALEGA HAFDÍS ERLA HAFSTEINSDÓTTIR SKÓLAMÁL Skólastarf heldur áfram óbreytt í grunn- skóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum enda hafi ekki verið tekin ákvörðun um annað, að sögn Páls S. Brynjarssonar, sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Staðan er í raun og veru sú að sveitarstjórn var ekki búin að samþykkja neina tillögu í skólamál- um. Og það er ljóst að fyrir sveitarstjórnarfund [30. desember] ákváðu oddvitar flokkanna og sveitarstjórn að slíta samstarfinu sem var hér,“ segir Páll. Sam- starfslitin komu í kjölfar ósamkomulags um hagræð- ingu í skólamálum. Í kjölfarið var haldinn fjölmennur íbúafundur í Logalandi þar sem mótmælt var hug- myndum um að leggja niður skólastarf á Kleppjárns- reykjum. „Frá þeim fundi fá menn mjög skýra yfirlýsingu,“ segir Páll, en áréttar um leið að ákvörðun um hagræð- ingu í skólastarfi bíði nýs meirihluta sveitarfélagsins. „Hvort mönnum tekst að endurvekja þjóðstjórn, eða hvort það verður með öðrum hætti skýrist væntanlega á allra næstu dögum.“ Þjóðstjórnin var samstarf allra flokka og hafði stað- ið í nokkra mánuði. Áður höfðu Sjálfstæðisflokkur og Borgarlisti um árabil myndað meirihluta. Páll segir að ljóst hafi verið að hagræða þyrfti í skólastarfi og að í þeim efnum séu allar leiðir umdeildar. - óká BORGARNES Meirihlutinn í Borgarbyggð sprakk vegna ósættis um hvort leggja ætti niður einstaka skóla eða spara með öðrum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ákvörðun um skóla á Kleppjárnsreykjum bíður nýs meirihluta í Borgarbyggð: Skólastarf óbreytt enn um sinn BRETLAND Breskur blaðamaður lét lífið í sprengingu í suður- hluta Afganistans á laugardag. Bandarískur hermaður lét einn- ig lífið. Sprengjan sprakk við bíl bandarískra hermanna í Helm- and-héraði. Blaðamaðurinn Rupert Hamer hafði dvalist með hermönnunum ásamt ljósmynd- ara frá áramótum. Hann vann fyrir breska blaðið Daily Mir- ror og átti að vera í Afganistan í mánuð. Ljósmyndari blaðsins liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna, ásamt fimm her- mönnum. - þeb Bílasprengja í Afganistan: Breskur blaða- maður drepinn KJÖRKASSINN Hefur þú einhvern tíma tekið í nefið? JÁ 52,1% NEI 47,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú þig þekkja Icesave- málið nægilega vel? Segðu skoðun þína á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.