Fréttablaðið - 11.01.2010, Síða 12
12 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Nú er komið tækifæri til að beita nýjum aðferðum til
lausnar Icesave-málinu en þetta
ólukkumál hefur truflað alla
framvindu á Íslandi í heilt ár.
Óþarfi er að rekja málavexti. Nú
er það skylda okkar allra að leita
lausna. Margt hefur breyst á einu
ári. Margar þjóðir telja sig hafa
séð til botns í kreppunni og reyna
nú að hraða för út úr henni á sem
skemmstum tíma.
Hvað sem um aðdraganda
Icesave-samningaviðræðnanna
má segja, virðist sem álit alþjóða-
samfélagsins á stöðu sé málum
blandin. Við Íslendingar höfum
ávallt áréttað að lagaleg skuld-
binding til greiðslu sé ekki fyrir
hendi, þótt að sjálfsögðu eigi
menn að leita pólitískra lausna og
niðurstöðu. Þrátt fyrir allt hefur
tíminn unnið með okkur í þessari
erfiðu deilu við Breta og Hollend-
inga. Sterk viðbrögð stjórnmála-
leiðtoga þessara landa á síðustu
dögum voru fyrirsjáanleg. Hins
vegar er ljóst að krafa okkar
um sanngjarnari meðferð fær
stöðugt meiri hljómgrunn í virt-
um erlendum fjölmiðlum. Um það
ber bæði leiðari í Financial Times
og umfjöllun á vefriti The Econ-
omist ágætt vitni. Það er skylda
okkar að nýta þetta tækifæri fyrir
Íslendinga.
Pólitískt vopnahlé
Yfir undirbúningi málsins hér
heima hvílir sá skuggi að stjórn-
málamönnum hefur ekki tekist
að ná þeirri samstöðu sem nauð-
synleg er í baráttu við erlenda
mótaðila. Virðingarverð tilraun
var þó gerð sl. sumar í þinginu en
þrátt fyrir þrotlausa fundi og fyr-
irvara við umdeilanlega ríkisá-
byrgð hefur alþingismönnum ekki
tekist að sannfæra okkur um að
þeir séu að berjast fyrir þjóðina í
þessu örlagaríka máli. Það verður
að breytast.
Í þeirri stöðu sem nú er komin
upp verður að nota tækifærið sem
felst í ákvörðun forseta Íslands
um að hafna samþykki laganna.
Nú verða Íslendingar að standa
saman.
Endurreisn íslensks atvinnulífs
mun byggjast á þeirri starfsemi
sem fyrir er í landinu. Í okkar
stöðu eru engar galdralausn-
ir tiltækar og ný tækifæri falla
ekki af himnum ofan. Þess vegna
er algert höfuðatriði að virða þá
starfsemi sem fyrir er og tryggja
að heimilin í landinu geti staðið
upptétt. Það þarf að efla skilning
á mikilvægi verðmætasköpunar
í atvinnulífinu í smáu sem stóru
og mikla áherslu þarf að leggja á
eflingu sprotafyrirtækja, nýsköp-
unar og skynsamlega nýtingu
náttúruauðlinda. Trúverðugleiki
Íslands má ekki skaðast meira en
orðið er.
Við skorum á stjórnmálaflokka
og stjórnmálaleiðtoga landsins að
snúa nú bökum saman. Markmiðið
er að ná niðurstöðu í Icesave-mál-
inu sem horfir til hagsældar fyrir
Íslendinga. Samningaleiðin getur
verið torsótt en það yrði Íslend-
ingum styrkur að ná niðurstöðu í
málinu núna.
Ný samninga- og sáttanefnd
Við leggjum því til að Alþingi
skipi nýja samninganefnd án tafar
sem skipuð væri fulltrúum allra
þingflokka. Vel færi á því að utan-
ríkisráðherra færi fyrir nefndinni
og að hún fengi sér til fullting-
is færustu sérfræðinga, innlenda
og erlenda, sem hefðu til að bera
víðtæka reynslu og þekkingu. Þá
væri mikilvægt að fá til liðs við
nefndina erlendan fyrrverandi
stjórnmálaleiðtoga sem þekkt-
ur væri og virtur á alþjóðlegum
vettvangi fyrir störf sín í alþjóða-
stjórnmálum og hefði jafnframt
þekkingu á aðstæðum Íslendinga.
Slíkur einstaklingur gæti gegnt
hlutverki sáttasemjara og gæfi
okkur aukinn styrk í glímunni við
erfiða mótaðila frá Englandi og
Hollandi.
Verkefni nefndarinnar væri að
komast að niðurstöðu við viðsemj-
endur okkar sem bæði næði að
mæta þeim skuldbindingum sem
Íslendingar þurfa að axla og að
ljúka málinu hratt og örugglega
með réttlátum hætti þannig að
bærileg sátt næðist á Íslandi. Með
því gæfist loks ráðrúm til að snúa
sér að uppbyggilegum viðfangs-
efnum.
Íslenskt atvinnulíf og þjóðlíf
þolir ekki frekari tafir og óvissu
vegna þessa erfiða og óheppilega
máls. Þessu verður að ljúka. Nú
er tækifæri sem brýnt er að nýta
strax.
Öflug samninganefnd af því
tagi sem hér er rætt um, hefði
tækifæri til að ná fram niðurstöðu
sem þjóðin gæti risið undir fjár-
hagslega samhliða því að Íslend-
ingar næðu nauðsynlegri sátt við
alþjóðasamfélagið.
Við megum ekki dæma okkur til
einangrunar. Við þurfum að vera
þjóð meðal þjóða hér eftir sem
hingað til.
Vilmundur Jósefsson er formaður
Samtaka atvinnulífsins, Tómas
Már Sigurðsson er formaður
Viðskiptaráðs Íslands og Helgi
Magnússon er formaður Samtaka
iðnaðarins.
Tækifærið er núna!
UMRÆÐA
Árni Páll Árnason skrifar um Icesave
Sú staða sem upp er komin í Icesave-mál-inu getur orðið þjóðinni afar erfið.
Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum
allir“ eins og formaður Sjálfstæðisflokks-
ins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn
bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að
ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði
innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni
hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja
um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir
flokkar geti sammælst um einhver lágmarks við-
mið samninga sem hægt sé að setja fram sameigin-
lega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin laga-
lega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara.
Það verður aldrei samstaða um að skella land-
inu í lás og neita að semja fyrr en dómstólar hafi
kveðið upp úr um hina lagalegu skuldbindingu. Slík
aðferðafræði felur í sér fráhvarf frá 15 mánaða til-
raunum allra ábyrgra stjórnmálaafla til úrlausn-
ar málsins í sátt við önnur lönd og setur íslenskt
efnahagslíf í óbærilega stöðu. Við gæti
tekið langdregið þóf lagalegrar þrætubók-
arfræði, á sama tíma og lánafyrirgreiðsla
og fjármögnunarkostir fyrirtækja verða í
uppnámi. Lánshæfismat ríkisins yrði í rusl-
flokki og við myndum því festast í hring-
rás hárra stýrivaxta, lágra launa, mikils
atvinnuleysis og viðvarandi þrýstings á
gengi krónunnar. Fyrirtæki sem starfa á
alþjóðlegum samkeppnismörkuðum myndu
flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.
Sundurlyndi hefur áður leikið Íslend-
inga grátt. Okkur hefur sannarlega mistekist að
skapa víðtæka sátt um niðurstöðu í þessu máli.
Eftir stendur að nú er mikið í húfi. Við þurfum
ekki fleiri stjórnmálamenn sem eru til í að mæla
á móti. Við þurfum þvert á móti stjórnmálamenn
sem treysta sér til að mæla með – mæla með sam-
stöðu um samkomulag sem virðir ítrekuð fyrirheit
íslenskra stjórnvalda til annarra ríkja um ríkis-
ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins, með
þeim bestu skilmálum sem hægt er að fá. Er það
ekki verðugt verkefni?
Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Að mótmæla – eða mæla með
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
VILMUNDUR, TÓMAS OG HELGI
UMRÆÐA |
Lög eru ekki sama og lög
Egill Helgason ræddi í Silfri sínu í
gær við franska græningjann Alain
Lipietz, Evrópuþingmann og pólitísk-
an samherja Evu Joly. Lipietz þessi
hefur í aðdraganda viðtalsins víða
verið kynntur sem einn af höfund-
um tilskipunarinnar um evrópska
innstæðutryggingakerfisins. Því
hljóti skoðanir hans á réttmæti
hennar og virkni, kostum og
göllum, ekki síst með tilliti
til Icesave-málsins, að vega
sérlega þungt. Það væri líklega
alveg rétt ef það væri ekki
rangt. Lipietz tók nefnilega ekki
sæti á Evrópuþinginu fyrr en árið
1999, fimm árum eftir
að umrædd löggjöf
varð til árið 1994.
Að hlusta ekki
Þetta atriði hefði ekki þurft að vefjast
jafnmikið fyrir íslenskum fjölmiðlum
í gær eins og raun bar vitni. Enda
leiðrétti Lipietz misskilninginn strax
í viðtalinu, og útskýrði að löggjöfin
sem Eva Joly minntist á að hann
hefði komið að væri alls ekki
löggjöfin um innstæðu-
tryggingarnar, heldur regl-
urnar um fjármálaeftirlit.
Eflaust er rík ástæða til að
hlusta á það sem Lipietz
hefur fram að færa, en
rétt skyldi þó áfram vera
rétt.
Eru þeir á hraðferð?
Nú hópast menn í sviðsljósið og
stinga upp á því að samið verði upp
á nýtt um Icesave-málið við bálreiða
Breta og Hollendinga og að þjóðar-
atkvæðagreiðslunni, sem forsetinn
valdi að vísa málinu í, verði varpað
út í hafsauga. Vel má vera að það sé
ágæt hugmynd. Enginn hefur hins
vegar útskýrt hvers vegna viðsemj-
endur okkar ættu að hafa minnsta
áhuga á að leita nýrra samninga í
snatri. Sá möguleiki er jú alltaf fyrir
hendi að samningarnir sem þeir hafa
þegar sæst á verði samþykktir í þjóð-
aratkvæði. Ætli þeir vilji ekki bíða og
sjá til með það fyrst?
stigur@frettabladid.isÞ
egar forsetinn vísaði breytingalögunum um Icesave-
samningana til þjóðarinnar í síðustu viku setti hann af
stað hringekju sem enginn veit hvar mun stöðvast.
Í kjölfar ákvörðunar forseta hafa birst þrjár skoðana-
kannanir sem benda til að afstaða kjósenda til Icesave-
samninganna er á fleygiferð.
Fyrst kom könnun MMR og sýndi góðan stuðning við að samn-
ingarnir yrðu felldir. Því næst birtist könnun Capacent og brá þá
svo við að meirihluti vildi staðfesta þá. Í nýjustu könnuninni, sem
Fréttablaðið birti á laugardag, er aftur kominn öruggur meiri-
hluti fyrir því að fella samningana.
Fróðlegt verður að fylgjast með viðhorfsbreytingum lands-
manna á þeim vikum sem eru fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Að lokinni þessari fyrstu viku frá synjun forseta virðist umræðan
vera komin alla leið aftur á reit númer eitt, sem er spurningin um
hvort Ísland eigi að borga Hollendingum og Bretum það tjón sem
skattborgarar þessara landa hafa þegar axlað.
Er það ekki gæfuleg byrjun, en skiljanleg því skilaboðin frá
forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna, sem harðast hafa
barist gegn Icesave-samningunum, eru vægast sagt óskýr. Enn
er fullkomlega óljóst hvort formenn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks eru að berjast fyrir því að Íslendingar freisti þess
að ná betri samningum um Icesave, eða hvort þeir vilji ekki
borga nema að dómur falli í þá veru, jafnvel þótt ekki sé á hreinu
frammi fyrir hvaða dómstólum væri hægt að reka málið.
Þessi skortur á skýrri afstöðu stjórnarandstöðuflokkanna er
auðvitað mjög til trafala í því breiða ákalli um samstöðu sem
berst úr öllum hornum.
En á meðan umræðan snýst og snýst og ýmislegt verður þoku-
kenndara en áður, liggur þó að minnsta eitt nokkurn veginn fyrir.
Sú tilraun að hengja Icesave á núverandi ríkisstjórnarflokka virð-
ist ekki ætla að lukkast, þrátt fyrir ákafar tilraunir.
Í fyrra skiptið þegar forseti vísaði óvinsælu lagafrumvarpi til
þjóðarinnar lék enginn vafi á hverjum það var eignað.
Skoðanakannanir sýndu að um 65 prósent kjósenda ætluðu
að hafna fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar sumarið 2004.
Í þeim atgangi öllum snarféll Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum
og stuðningurinn við ríkisstjórnarsamstarfið við Framsóknar-
flokkinn galt líka fyrir feigðarflanið. Samtals sögðust 43 prósent
kjósenda styðja þessa flokka í skoðanakönnunum og 40 prósent
ríkisstjórnina, sem var það minnsta frá því samstarfið hófst
1995.
Nýbirt skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að álíka margir
kjósendur og voru á móti fjölmiðlalögunum 2004 ætli að hafna
Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar. Nú bregður hins vegar
svo við að þrátt fyrir þá andstöðu njóta ríkisstjórnarflokkarnir
stuðnings um 53 prósenta kjósenda.
Þetta bendir til þess að eignarhaldið á Icesave, þessu skelfilega
ógæfumáli, er í huga meirihluta kjósenda á ábyrgð annarra en
þeirra sem eru að reyna að leysa það.
Umræðan snýst og snýst og engin veit hvar
hún mun stöðvast.
Hringekjan
JÓN KALDAL SKRIFAR
Icesave-málið