Fréttablaðið - 11.01.2010, Page 14
14 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Fyrir skemmstu var fulltrúi Íslands í
Samtökum evrópskra tónskáldasam-
taka, European Composers´ Forum, eða
ECF, kosinn í stjórn samtakanna. Full-
trúi Íslands er Kjartan Ólafsson, for-
maður Tónskáldafélags Íslands og próf-
essor við Listaháskóla Íslands, og segir
hann kosninguna mikla viðurkenningu
fyrir íslenskt tónlistarlíf. Aðildarfélög
í ECF eru um þrjátíu og samtökin beita
sér fyrir hagsmunamálum evrópskra
tónskálda.
„Þessi tilnefning þýðir að eftir okkur
Íslendingum er tekið og við þökkum þar
einkum Myrkum músíkdögum sem hafa,
öfugt við sambærilegar hátíðir í Evrópu,
verið að vaxa og stækka,“ segir Kjartan
og nefnir nokkrar ástæður fyrir því að
íslensk tónlistarstarfsemi hefur sótt svo
á síðustu árin.
„Ein af ástæðunum er sú að hér á Ís-
landi liggjum við á milli tveggja heims-
álfa og því tveggja menningarheima,
Evrópu og Ameríku. Okkar listamenn
eru mjög víðförlir í þeim skilningi að
með öfluga listmenntun frá Íslandi í far-
teskinu sækja þeir hluta af sinni fram-
haldsmenntun og starfsreynslu utan Ís-
lands, en erlendis er algengara að lista-
menn haldi sig innan sinna heimahaga.
Alla jafna skila listamenn okkar sér
heim og þá myndast þetta skemmtilega
samfélag lista þar sem íslenskt tónlistar-
fólk hefur tekið með sér til Íslands ólík
sjónarmið og ólíkan bakgrunn og þetta
skapar okkur sérstöðu. Landið er því
svolítill suðupunktur.“
Fulltrúi Íslands hefur ekki áður setið
í stjórn ECF. Samtökin eru frekar ung
en mjög öflug og leitast við að fá lönd
í stjórn sem þykja standa framarlega
í tónlistinni. Hlutverk Kjartans verð-
ur meðal annars að spegla Norðurlönd
inn í evrópskt samstarf. „Ísland verð-
ur fulltrúi Norðurlanda í stjórn félags-
ins en reynt er að dreifa stjórnarsetu
þannig að fulltrúar frá öllum menning-
arsvæðum Evrópu eigi hlut að henni,“
segir Kjartan.
Myrkir músíkdagar eru nú haldnir í
30. skiptið og standa yfir frá 24.-31. jan-
úar. Í lok hátíðarinnar munu erlendir
þáttagerðarmenn, blaðamenn og listræn-
ir stjórnendur frá nokkrum stærstu tón-
listarhátíðum í Evrópu mæta. Markmið
þeirra verður að efla til samstarfs við
íslenskt tónlistarfólk í gegnum Myrka
músíkdaga til frambúðar. Kjartan segir
framtíð íslenskra tónsmíða bjarta. „Á
meðan við höldum áfram að vera opin
fyrir nýjungum og taka þátt í erlendu
starfi er engin ástæða til annars en mik-
illar bjartsýni.“ juliam@frettabladid.is
SAMTÖK EVRÓPSKRA TÓNSKÁLDAFÉLAGA: ÍSLENDINGUR Í STJÓRN FÉLAGSINS
Eftir okkur Íslendingum tekið
GETUM VERIÐ STOLT Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands og prófessor við Listaháskóla Íslands, segir íslenskt tónlistarfólk geta
verið stolt af því að landið var valið í stjórn ECF. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
GHITA NØRBY ER 75 ÁRA Í DAG
„Eflaust heldur fólk að ég
sé yfirborðskennd og taki
tilveruna ekki nógu alvar-
lega. Og svo eru eflaust ein-
hverjir sem þykir ég vera
einum of mikið af hinu
góða.“
Ghita Nørby er dönsk leik-
kona og hefur leikið í 117
kvikmyndum.
MERKISATBURÐIR
1897 Leikfélag Reykjavíkur er
stofnað. Fyrsta sýning er
þó ekki fyrr en í árslok.
1918 Bjarndýr gengur á land í
fyrsta sinn þennan vetur
en fleiri ganga á land
næstu daga.
1935 Amelia Earhart er fyrst
kvenna til að fljúga ein-
menningsflug, frá Hawaii
til Kaliforníu.
1963 Fyrsti diskóstaðurinn í
Bandaríkjunum opnaður,
Whisky A Go-Go.
1974 Fyrstu sexburar, sem lifa
af, fæðast í Höfðaborg í
Suður-Afríku.
1990 Fjörutíu skip fá 28.400
lestir af loðnu djúpt úti
fyrir Austfjörðum, mestu
veiði á einum sólarhring
hingað til.
Á þessum degi árið
1944 fórst togarinn
Max Pemberton frá
Reykjavík með allri
áhöfn, 29 manns.
Skipið kom síðast
að landi á Patreksfirði
mánudaginn 10. jan-
úar, rétt fyrir hádegi,
og virtist ferð skipsins
að Snæfellsnesi hafa
gengið ágætlega því fimm klukkustundum eftir
að það lagði úr höfn frá Patreksfirði kom orð-
sending frá skipstjóra um að skipið lónaði við
Jökul og virðist það samkvæmt skeytum hafa
lent í hríðarbyl og austanstormi og verið í skjóli
undan Snæfellsnesi. Eftir það bar slys að hönd-
um, svo snögglega að ekki gafst ráðrúm til að
senda út neyðarmerki né koma björgunarfleka
eða -bátum á flot.
Strax þegar farið var
að óttast um afdrif skips-
ins var hafin leit á víð-
áttumiklu svæði af skip-
um og flugvélum og
fjörur voru gengnar á
Snæfellsnesi öllu. Ekkert
fannst sem gaf vísbend-
ingu um afdrif togarans.
Í dag er álitið að tog-
arinn hafi lent á tundurdufli en þau höfðu sést á
svipuðum slóðum við Snæfellsnes. Á Max Pemb-
erton voru meðal annars tvennir feðgar og tveir
bræður. Feðgarnir voru Pétur Maack skipstjóri og
sonur hans Pétur A. P. Maack, sem var fyrsti stýri-
maður, og svo þeir Þorsteinn Þórðarson, fyrsti
vélstjóri, og sonur hans, Þórður Þorsteinsson,
annar vélstjóri.
ÞETTA GERÐIST: 11. JANÚAR 1944
Togarinn Max Pemberton ferst
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir
og mágur,
Sigmundur Þór
Símonarson
rafvirki,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu-
daginn 4. janúar sl. Útförin fer fram frá Grafarvogs-
kirkju mánudaginn 11. janúar kl. 15.00. Blóm og
kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á Geðhjálp, rnr. 1175-15-
510048, kt. 531180-0469.
Anna Rós Sigmundsdóttir Andrés Magnússon
Símon Símonarson
Sólrún Anna Símonardóttir Jóhann Harðarson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Þóru Þorbjarnardóttur
Aflagranda 40, Reykjavík.
Ásta Bára Jónsdóttir Einar Ingi Halldórsson
Þórhildur Jónsdóttir Eggert Ágúst Sverrisson
Kristín Jónsdóttir Sigurður Geir Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
Sveinfríður Jóhannsdóttir
Holtateigi 26, Akureyri,
lést 7. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrar-
kirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm og
kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
Hermann Jónsson
Kristín Hermannsdóttir Sæmundur Sigtryggsson
Sigurður Hermannsson Jóhanna Jóhannesdóttir
Ólafur Hermannsson Ester Lára Magnúsdóttir
Fjóla Hermannsdóttir Carsten Tarnow
og ömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Þorleifur Pálmi Jónsson
Hrafnistu, Reykjavík,
andaðist þann 6. janúar sl. að heimili sínu. Útförin fer
fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. janúar
kl. 13.00.
Baldur Þorleifsson Lárus Þorleifsson
Örn Sævar Þorleifsson Isabel María Þorleifsson
Ásbjörn Þorleifsson Elín Pálsdóttir
Helgi Þorleifsson Brigitte Michon
Lovísa Þorleifsdóttir Gissur Sveinn Ingólfsson
Björk Þorleifsdóttir Jón Guðnason
Brynja Þorleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Anna Sigrún Snorradóttir
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, þriðjudaginn
22. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju,
fimmtudaginn 14. janúar kl. 15.00.
Birgir Þórhallsson
Snorri Sigfús Birgisson
Guðrún Sigríður Birgisdóttir Martial Nardeau
Þórhallur Birgisson Kathleen Bearden
og barnabörn.
AFMÆLI
AMANDA
PEET leik-
kona er 38
ára.
JAMELIA
söngkona
er 29 ára.