Fréttablaðið - 11.01.2010, Side 31

Fréttablaðið - 11.01.2010, Side 31
MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 „T op pu r“ e r s kr ás et t v ör um er ki í ei gu T he C oc a- C ol a C om pa ny . © 2 01 0 Th e C oc a- C ol a C om pa ny . VIÐ ÍSL END INGA R ERUM SVO HEPPNIR AÐ EIGA GREIÐ AN AÐGANG AÐ ÓTR ÚLEG A HREIN U VATNI, SEM ER M EÐ ÞVÍ HOLLARA SEM ÞÚ GE TUR LÁTIÐ OFAN Í ÞIG. ÞEGAR ÞÚ DREKK UR TOPP NÝT UR ÞÚ KOSTA ÞESS AÐ DREKKA HRE INT ÍSLENSKT BERGVATN Á MEÐ AN ÞÚ NÝTU R ÞESS AÐ DREKKA SPENNANDI OG BRAGÐ GÓÐAN DRYKK. PÆLDU Í ÞVÍ. HVAÐA VATN ERT ÞÚ AÐ DREKKA? Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns Aðeins 1.900 kr. ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FERSKT & ÞÆGILEGT Ævintýraferð um undraheima vatnsins í Borgarleikhúsinu „Yndisleg sýning fyrir börn frá sex eða átta ára aldri og foreldra þeirra, afa og ömmur.“ María Kristjánsdóttir, eyjan.is Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is Aukasýningar Sunnudagana 17. og 24. janúar kl. 14.00 Leikrit ★★★★ 39 þrep Leikfélag Akureyrar Höfundar: John Buchan, Alfred Hitchcock og Patrick Barlow Þýðandi: Eyvindur Karlsson Leikstjóri: María Sigurðardóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Rannveig Eva Karlsdótt- ir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Hljóðblöndun: Gunnar Sig- urbjörnsson Leikarar: Atli Þór Albertsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Gamanleikrit eru eitt af því fáa sem mér leiðast nær undantekn- ingarlaust. Eitt af því fáa í leik- húsi sem ég nenni yfirleitt ekki að eyða tíma mínum í. Þess skemmti- legra er það þegar slík sýning kemur manni á óvart með því að standa undir orðinu gamanleik- ur. Það gerði sýningin 39 þrep sem frumsýnd var hjá Leikfélagi Akureyrar síðastliðið föstudags- kvöld. Höfundur leikritsins, Patrick Barlow, er Breti á sjötugsaldri sem hefur komið víða við í leik- húsheiminum. Hann er leikari, leikskáld og leikhússtjóri sem vakið hefur athygli fyrir að setja stórar sögur í leikbúning fyrir tvo leikara. Í 39 þrepum fá reynd- ar fjórir leikarar að spreyta sig á 139 hlutverkum. Leikrit hans, 39 þrep, er byggt á hinni þekktu kvikmynd Alfred Hitchcock, sem Hitchcock gerði árið 1935 eftir samnefndri skáldsögu John Buchan. John Buchan skrifaði skáldverk sitt 1915 þegar skuggi heimsstyrjaldarinnar fyrri vofði yfir en Hitchcock gerði spennu- mynd sína á millistríðsárunum Mjög góð kvöldskemmtun þegar óttinn við síðari heimsstyrj- öldina og nasista lá sem mara yfir Evrópu. Leikrit Patricks Barlows og uppsetning Leikfélags Akureyrar er fyrst og fremst gamanleikur – nýstárlegur sem slíkur – þar sem samskipti fólks eru gegnsýrð af tortryggni og ótta, og leik- og hljóð- mynd minna áhorfendur á ógnina sem bíður utan sjónmáls. Sýning Leikfélags Akureyr- ar á 39 þrepum verður að teljast leikstjórnarsigur leikhússtjór- ans Maríu Sigurðardóttur. Henni hefur tekist að skapa mjög sam- stilltan hóp, draga fram það besta í hverjum og einum og virkja leik- gleði sem sést of sjaldan. Skipting á leikmunum og nýting þeirra sem og einfaldar tæknilausnir hennar og samstarfsmanna hennar, eru hluti af skemmtuninni. Leikur með einfaldar og ofnotaðar klisjulausn- ir úr leikhúsi og kvikmyndurm ná að lifa, þótt oft sé teflt á tæpasta vaðið, og verða drepfyndnar. Björn Ingi Hilmarsson leikur burðarhlutverk sýningarinnar og er eini leikari sýningarinnar sem „bara leikur eitt“ af hlutverkunum 139. Hann leikur Richard Hanney sem John Buchan gerði ódauðlegan í bókum sínum og síðar varð fyrir- mynd síðari tíma sjarmöra eins og James Bond. Björn Ingi er á svið- inu allan tímann og skilar hlut- verki sínu með sóma. Hann hefur einstaka líkamstjáningu og mikinn sviðssjarma sem margur Holly- woodklisjugaurinn væri hreykinn af að hafa. Þrúður Vilhjálmsdóttir lék þrjú hlutverk og skilaði þeim öllum sérlega vel. Eftirminnilegust var hún þó í hlutverki sínu sem skoska bóndakonan Margaret. Skoski hreimurinn hennar var óborgan- legur og hún var skoskari en nokk- ur Skoti þar sem hún stóð í nátt- kjólnum og gúmmístígvélunum og bað kanadíska morðingjann að „fera nuna“. Jóhann G. Jóhannsson og Atli Þór Albertsson skiptu með sér hlutverkunum 135. Ekki treysti ég mér til að telja þau öll upp né gera upp á mili þeirra, en þeir voru óborganlegir í þessari hlutverka- súpu og skiptu um karakter hrað- ar en margur áhorfandinn náði að höndla. Magnað tvíeyki á borð við Gög og Gokke eða Fry & Laurie. 39 þrep hlaut hin virtu Olivier- verðlaun sem besta gamanleikritið árið 2007 og tvenn Tony-verðlaun árið 2008. Í meðförum Leikfélags Akur- eyrar er 39 þrep mjög góð kvöld- skemmtun, sem einkennist af styrkri leikstjórn og leikgleði sem smitar aftur á aftasta bekk. Vel unnin sýning sem aðstandendur geta verið stoltir af og verður án efa í baráttusætinu um besta gam- anleikrit ársins 2010 á Íslandi. Sigurbjörg Árnadóttir Niðurstaða: Sterk leikstjórn og smit- andi leikgleði. Vel unnin sýning. SAMSTILLTUR HÓPUR Maríu Sigurðar- dóttur hefur tekist að draga fram það besta í hverjum og einum leikara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.