Fréttablaðið - 11.01.2010, Síða 38
26 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. stöngulendi, 6. gat, 8. herma, 9.
kvk. nafn, 11. fyrir hönd, 12. flatfótur,
14. kvk nafn, 16. skóli, 17. fax, 18.
andi, 20. skóli, 21. staðarnafn.
LÓÐRÉTT
1. tarfur, 3. guð, 4. þrot, 5. meiðsli,
7. land í Evrópu, 10. írafár, 13. angan,
15. ilma, 16. skammst., 19. tveir eins.
LAUSN
„Ég er rosalega stolt af henni og
hún er rosalega dugleg. Hún hef-
ur komið mér á óvart því hún
fer svo ótroðnar slóðir. Hún er
bara svo góð stelpa og svo heil í
því sem hún er að gera. Þetta á
eftir að verða ný íþróttagrein.“
Unnur Georgsdóttir, móðir Ingu Dungal
sem hefur opnað líkamsræktarstöð þar
sem boðið er upp á kennslu í súludansi.
LÁRÉTT: 2. brum, 6. op, 8. apa, 9.
lóa, 11. pr, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma,
17. mön, 18. önd, 20. fg, 21. oddi.
LÓÐRÉTT: 1. boli, 3. ra, 4. uppgjöf, 5.
mar, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15.
anga, 16. möo, 19. dd.
„Dagatölin rjúka út,“ segir Agnes
Gunnarsdóttir hjá Íslenska gáma-
félaginu.
Karlarnir sem vinna hjá gáma-
félaginu sátu fyrir á eggjandi
dagatali í fyrra og skoruðu á kon-
urnar að gera það sama. Þær slógu
til fyrir jól og dagatölin áttu í upp-
hafi aðeins að vera innan fyrir-
tækisins – en hróður þeirra hefur
borist víða.
„Það er mjög léttur mórall hérna
og þetta átti bara að vera innan
fyrirtækisins. En þetta er búið að
spyrjast út og við erum alltaf að
prenta út ný og ný upplög,“ segir
Agnes og bætir við að dagatölin
séu ekki til sölu, heldur fáist þau
gefins fyrir þá sem vilja.
Meirihluti starfsmanna gáma-
félagsins eru karlmenn, en þrátt
fyrir það segir Agnes að lítið
vandamál hafi verið að fylla alla
tólf mánuði ársins af kynþokka-
fullum starfsstúlkum fyrirtæk-
isins. „Við erum 18 stelpur sem
vinnum hérna og það var ekkert
mál að fá 12 stelpur á dagatalið,“
segir hún. „Við fórum langt út
fyrir þægindahring okkar, en hver
og ein mátti ráða hversu langt hún
færi.“
Konurnar sitja fyrir í ýmsum
störfum fyrirtækisins og mark-
miðið er að sýna hvaða þjónustu
Íslenska gámafélagið býður upp á.
Stúlkurnar bregða á leik og sem
dæmi þá heldur mötuneytisdaman
á tveimur melónum fyrir fram-
an líffærin sem líkist ávextinum
mest. Agnes segir að þótt daga-
talinu sé ætlað að vera kynþokka-
fullt, þá sé húmorinn ekki langt
undan. „Við erum aðeins að gera
grín að þessu, við tökum okkur
ekki mjög alvarlega.“
atlifannar@frettabladid.is
AGNES GUNNARSDÓTTIR: VIÐ TÖKUM OKKUR EKKI MJÖG ALVARLEGA
Dagatal með eggjandi
gámafélagsstúlkum
GRIPIN GLÓÐVOLG Hugrún Ósk Bjarnadóttir fær augljóslega engan frið til að lesa
Fréttablaðið í vinnunni.
Gítarnámskeið
Vöruhönnuðurinn Agnes Marinós-
dóttir hefur hannað nýjar bleiu-
töskur sem bera heitið Mammistar
en áður hafði hún hannað vinsælar
tölvutöskur með Íslandsmynstri.
„Ég veit ekki af hverju ég ákvað
að fara að hanna bleiutöskur, ætli
það hafi ekki verið farið að klingja
í manni og ég því ákveðið að taka
stefnuna inn á barnavörumarkað-
inn. Taskan nýtist þó undir margt
annað en bara bleiur, ég nota mína
til dæmis undir íþróttadótið og
aðrir hafa notað hana undir tölv-
ur. Þetta er í rauninni „alt muligt“-
taska þannig að það er hægt að
nota töskuna áfram eftir að barnið
hættir á bleiu,“ úskýrir Agnes sem
hannaði einnig nýjar ferðabuddur
sem hægt er að nota undir snyrti-
vörur og annað smádót.
Töskurnar lætur Agnes fram-
leiða fyrir sig erlendis en seg-
ist vona að í framtíðinni geti hún
flutt framleiðsluna heim. „Það er
draumurinn að geta framleitt þetta
hér á Íslandi, en því miður er það
svo dýrt eins og er. Maður þarf að
selja vöruna á mun hærra verði til
að geta staðið undir kostnaði.“
Aðspurð segist hún ætla að halda
áfram að þróa vörur sínar í fram-
tíðinni. „Ég veit ekki hvort ég eigi
eftir að halda mig við barnavörurn-
ar eitthvað áfram eða hvort ég taki
skyndilega u-beygju. En enn sem
komið er held ég áfram að vinna
í þessu og koma með nýja liti og
nýjar útfærslur á vörunum. Þess á
milli mun ég vinna að öðrum verk-
efnum eins og tölvuborðinu,“ segir
Agnes að lokum.
Hægt er að nálgast Mammistar-
vörurnar meðal annars í verslun-
inni Reykjavík bags og í Hagkaup-
um í Smáralind og Kringlunni.
- sm
Bleiutöskur vekja athygli
AGGYSTAR Agnes Marinósdóttir hannar
töskur undir nöfnunum Aggystar og
Mammistar. Töskurnar eru vatnsheldar
og mjög endingargóðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Landslið Íslands í körfubolta.
2 Á Vestfjörðum.
3 Til Sjanghæ í Kína.
„Bransinn hefur gerbreyst. Það var alltaf
gaman að vera flúrari, en núna getur maður
kallað sig listamann,“ segir húðflúrarinn
Fjölnir Bragason.
Húðflúr Íslendinga hafa verið að breytast
síðustu misseri að sögn Fjölnis. Breytingin er
svo mikil að pabbi Fjölnis, listamaðurinn og
gagnrýnandinn Bragi Ásgeirsson, hefur tekið
húðflúr í sátt, en honum fannst ekki mikið til
þeirra koma áður. „Ég er menntaður mynd-
listarmaður og leit alltaf á þetta sem list,“
segir Fjölnir. „Það var erfitt að útskýra það
fyrir sumum. Til dæmis fyrir pabba mínum.
Hann fussaði áður, en í dag er hann byrjaður
að benda á tattú og segja „þetta er flott“. Það
er góð einkunn fyrir Búra, sem gerði tattúið,
og fyrir bransann í heild.“
Biðlistar eru hjá mörgum húðflúrurum og
Fjölnir segir bransann sneiða hjá kreppunni.
„Fólk vill fá sér eitthvað fyrir peningana sem
enginn getur tekið af því. Þetta er að verða
skynsamlegasta fjárfestingin,“ segir hann í
léttum dúr. „Fólk er farið að fá sér
alvörutattú. Heilar ermar og
heil bök. Fólk er líka til í að
leggja tíma, peninga og
pælingar í tattúið. Þetta
var tilviljanakenndara. Í
dag snýst þetta um að fá
sér fallegar myndir og
þora. Gott tattú vekur
líka góð viðbrögð.“ - afb
Bragi samþykkir tattúbransann
BRANSINN BREYTIST Listamað-
urinn og gagnrýnandinn Bragi
Ásgeirsson, pabbi Fjölnis, kann
að meta ný húðflúr, en honum
fannst ekki mikið til þeirra
koma áður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
Félagarnir Sigurður Guðmunds-
son og Guðmundur Kristinn Jóns-
son úr hljómsveitinni Hjálmum eru
þessa dagana að vinna að tónlist
við kvikmyndina Sum-
arlandið. Hún er fyrsta
mynd leikstjórans
Gríms Hákonar-
sonar í fullri lengd
en tökum á henni
lauk síðasta
sumar. Verið er
að klippa myndina
og ganga frá og er
frumsýning hennar
fyrirhuguð síðar á
árinu.
Hugleikur Dagsson sendi frá
sér bókina Íslensk dægurlög fyrir
jól og vakti hún mikla lukku. Í
bókinni teiknaði Hugleikur myndir
við fræga lagatitla og textabrot
og sneri oftar en ekki út úr á sinn
kostulega hátt. Hugleikur er þegar
byrjaður á framhaldinu og ætlar að
senda frá sér Fleiri íslensk
dægurlög á árinu.
Valgeir Guðjónsson
skrifaði formála
fyrstu bókarinnar
og Hugleikur lætur
sig dreyma um að
Bubbi Morth ens,
Herbert Guð-
mundsson eða
Gylfi Ægisson
skrifi formála
framhaldsins ...
Og meira um Hugleik. Hann
er einnig með bók um erlenda
lagatitla og mun hún að öllum
líkindum kallast Popular hits. Lítið
hefur frést um hana, en heyrst
hefur að lagið Don‘t Let the Sun
Go Down on Me,
eftir Íslandsvininn
Elton John, verði á
einni myndanna.
Lesendur geta
ímyndað sér hver
efnistök myndar-
innar eru.
- fb, afb
FRÉTTIR AF FÓLKI