Samtíðin - 01.03.1942, Side 35

Samtíðin - 01.03.1942, Side 35
SAMTlÐIN 31 8»KIR VITRC --- — SÖGÐU: Þeim, sem óttast það, að tónlistin sé þeim lokaður heimur, vegna þess að þá skorti alla sérþekkingu, vil ég benda á það, að t. d. skógurinn í öllu sínu litskrúði hrífur augað, enda þótt maður sé hvorki skógfræðingur né málari. Maður s k i 1 u r skóginn um leið og hann hrífst af fegurð hans, þó að það myndi vafalaust auka mjög á ánægjuna, ef maðurinn þekkti hin- ar einstöku trjátegundir og kynni að aðgreina þær. Þótt þekkingin nái skammt hjá mörgum, eru ekki öll sund Iokuð fyrir því. Sá fær meðtekið andann, er aðeins vill veita honum móttöku, og ég fullyrði, að tónlistin komi til móts við hvern þann, sem hlusta vill á hana vitandi vits. — Páll ísólfsson. Sérgóður maður er sá, sem segir t'ér það um sjálfan sig, sem þú ætl- aðir að segja honum um þig. — Hafið þið veitt því athygli, að fagr- ir gimsteinar eru eins konar tákn ægi- iegrar grimmdar. — Anatole France. Þegar maður hættir störfum fyrir aldurs sakir, og hann þarf ekki fram- ar að vera að hugsa um, hvað tíman- um líður, gefa félagar hans honum venjulega klukku! — R. C. Sheriff. Það er oft talað illa um hræsnina og ver en hún á skilið. Hræsnin hef- ur alla daga verið hæverskleg viður- kenning á trú og siðgæði. Það er merkilegur mælikvarði á hugsana- þroska og siðgæðisvitund hverrar þjóðar, hversu vel þarf að vanda til hræsninnar, svo að hún gangi í fólk- ið. — Sigurður Nordal. Nýjar bækur Dr. Jón Helgason: Þeir, seni settu svip á bæinn. Endurminningar frá Reykjavik uppvaxtarára minna. 172 bls. Verð ób. 25 kr., íb. 30 kr. Sigurður Helgason: Hin gullnu þil. Skáldsaga. 168 bls. Verð ób. kr. 8.00, íb. kr. 10.00. Heðin Bru: Feðgar á ferð. Skáldsaga frá Færeyjum. Þýdd af Aðalsteini Sigmundssyni kennara. 209 bls. Verð ób. kr. 18.00, íb. kr. 22.00. Guðmundur G. Hagalín: Barnings- menn. Sögur um sjómenn og sæ- farir. 388 bls. Verð ób. kr. 15.00, íb. kr. 20.00. Sven Stolpe: í biðsal dauðans. Slcál.d- saga. Karl ísfeld þýddi. 235 bls. Verð íb. kr. 14.00. Iíjartan J. Gíslason frá Mosfelli: Vor sólskinsár. Kvæði. 110 bls. Verð ób. kr. 10.00, íb. kr. 13.50 og kr. 20.00. Samúel Eggertsson: Saga íslands, línurit með liliðstæðum annálum og kortum. Verð ób. kr. 5.00. Sr. Jakob Jónsson: Segðu mér sögu. Barnasögur. 75 bls. Verð ób. kr. 8.00. Walter Christmas: Pétur Most. Drengjasaga. 226 bls. Verð íb. kr. 12.50. Allar nýjar ísl. bækur. Pappír, ritföng. Sent gegn póstkröfu um land allt. Bókabúð Máls og menningar Laugaveg 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.