Samtíðin - 01.07.1965, Síða 17

Samtíðin - 01.07.1965, Síða 17
SAMTÍÐIN 13 * Hann hefur sýnt veröldinni, hvers vilji og vinnugleði eru megnug T ónlistarf römuðurinn Leonard ALLIR kannast við hann, því að hann skóp söngleikinn Vesturbæjarsögu (West Side Story), og enginn hikar við að kalla hann heimsfrægt bandarískt tónskáld og hljómsveitarstjóra. Fyrir nokkrum dög- um hlaut liann fyrstur manna Leonie- ‘S'o/mmgs-tónlistarverðlaunin dönsku (50 þús. d. kr.) og stjórnaði við það tæki- færi flutningi 5. sinfóníu Carls Nielsens i Khöfn. Bernstein hefur leyst af hendi feikna starf veslan hafs sem hljómsveitarstjóri, tónskáld, píanóleikari og kennari og er >ini þessar mundir leiðandi kraftur í tón- listarlífi Bandaríkjanna. Fáir tónlistar- nienn hafa reynzt jafnokar hans við að gera sígilda tónlist svo lifræna og að- laðandi, að herskarar nútímahlustenda hrífast af henni. Þetta afrek á okkar iniklu jazzöld þakka menn hinni frábæru skapandi tónlistargáfu Bernsteins og ó- þreytandi áhuga lians á að miðla öðrum af lindum lilandi tónlistar. Hann hefur verið kallaður glaðheittasti hljómsveitar- stjóri samtíðar sinnar. LEONARD BERNSTEIN er fæddur i &oston árið 1918. Hann er kominn af i'ússneskum Gyðingum, en þeir hafa sett ttiikinn svip á menningarlíf Bandaríkj- a>ina. Bernhard á sér að haki háskóla- nám í Harvard og tónlistarnám í ýmsum tónlistarskólum, en sem hljómsveitar- stjóri vakli hann fyrst athygli á stríðs- ^i’unum á hinum alkunnu sumarnám- skeiðum í TangleWood. í öllu tónlistar- Bernstein námi sínu og músíkstarfi hefur hann jafnan gætt þess vandlega að halda öll- um leiðum opnum fyrir sköpunargáfu sína, og það hefur aldrei flökrað að hon- um „að grafa sig undir liálfu hundraði sígildra meistaraverka, eins og Toscanini gerði.“ Sem skapandi tónskáld hefur Bern- stein getið sér mesta frægð fyrir söng- leikinn West Side Story, sem menn telja, að orðinn sé sígilt verk meðal handa- rískra söngleikja. En þetta vinsæla verlc er aðeins einn þáttur í tónskáldskap Bernsteins, því að auk Vesturbæjarsögu hefur hann samið þrjár sinfóníur, stórt verk fyrir fiðlu, halletta, leikhústónlist og lýrísk sönglög við texta á ýmsum

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.