Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 10
10 31. maí 2010 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvernig er útkoma stóru stjórnmála- flokkanna fjögurra í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar og alþingiskosningar? Útkoma allra fjögurra stóru flokk- anna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveit- arstjórnarkosningunum 2006, sam- kvæmt útreikningum Fréttablaðs- ins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Sam- fylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 pró- sent greiddra atkvæða. Í sveitar- stjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svip- að og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að með- altali 37,4 prósent atkvæða í kosn- ingunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentu- stigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosn- inganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveit- arstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laug- ardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðal- tali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosning- arnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsókn- arflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnar- kosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveit- arstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosning- unum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríf- lega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitar- félögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarn- ir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is HÁSKÓLABRÚ Háskólabrú er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands og býður deildin upp á eins árs aðfararnám á vegum HÍ fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur almenn inntökuskilyrði innlendra háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og menntamálaráðuneytisins. Námið er lánshæft hjá LÍN. Nánari upplýsingar á keilir.net Umsóknarfrestur er til 7. júní 2010. ÁSBRÚ - SÍMI: 578 40 00 - WWW.KEILIR.NET Langar þig í háskóla en vantar stúdentspróf? Eftir nám á Háskólabrú Keilis kemst þú í næstum hvaða háskólanám sem er. Allir flokkarnir tapa fylgi Stuðningur við alla fjóra stóru stjórnmálaflokkana hefur dregist saman frá síðustu sveitarstjórnarkosning- um. Samfylkingin tapar hlutfallslega mestu. VG hafa tapað meira en helmingi frá þingkosningum í fyrra. Niðurstöður kosninganna á laugardag eru áfall fyrir alla fjóra stóru flokkana, þó með ólíkum hætti sé, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu hafa fengið skýrustu skilaboðin um að flokkarnir verði að gera róttæk- ar breytingar eftir hrunið. Framsóknarflokkur hafi orðið fyrir áfalli á höfuðborgarsvæðinu og vonbrigði Vinstri grænna séu að ná ekki flugi. „Þetta eru skilaboð til allra þessara flokka um að fólk vill fá einhverja nýja hugsun og er þreytt á hefðbundnum vinnubrögðum stjórnmálamanna,“ segir Grétar. Hann segir að áhuginn á því að efna til þingkosn- inga á næstunni hljóti að vera í sögulegu lágmarki á Alþingi eftir þessa niðurstöðu. „Óvissan er svo mikil, þingmennirnir vita ekkert á hverju þeir eiga von. Þeir eru búnir að sjá hvað kjósendur eru tilbúnir til að gera,“ segir Grétar. Niðurstaðan sýnir að kosið var til Alþingis of skömmu eftir hrunið. Grétar segir að of lítill tími hafi verið fyrir þá sem staðið hafi utan flokka að skipu- leggja sig og bjóða fram. Aðeins Borgarahreyfingin hafi náð að bjóða fram og flokkurinn hafi ekki höfðað til allra. Nú segir Grétar augljóst hvað geti gerst þegar fólk hafi tíma til að átta sig á afleið- ingum hrunsins og skipuleggja framboð. Það hljóti forsvarsmenn flokkanna að óttast. „Hvað Sjálfstæðisflokk og Sam- fylkingu varðar held ég að þeir verði að fara af miklu meiri alvöru í þá uppstokkun sem þeir eru smám saman að fallast á að þurfi að ráðast í,“ segir Grétar. Formenn flokkanna verði að reka hraðar á eftir því að gengið verði í að hreinsa til eftir styrkjamál og mál tengd hruninu. „Það getur þýtt afsagnir margra þingmanna áður en fólk tekur flokkana í sátt aftur,“ segir Grétar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fráfarandi þingmaður Samfylkingar, hafi fyrst tilkynnt að hún ætli að víkja. Aðrir hafi reynt að sleppa með þann kattarþvott að víkja tímabundið. Það er ótrúverðugt og alls ekki sannfærandi fyrir kjósendur, segir Grétar. Kjósendur vilji aðgerðir og forystumenn flokkanna hljóti að sjá að þeir geti ekki tekið áhættuna af því að humma kröfur kjósenda fram af sér lengur. Framsóknarflokkurinn sýpur að mestu leyti seyðið af því að hafa verið í ríkisstjórn skömmu fyrir hrun. Grétar segir augljóst að endurnýjun í framvarðasveit flokksins hafi ekki skilað neinu fyrir flokkinn. Ráðast verði í róttækari breytingar. Þó Vinstri græn séu ekki plöguð af styrkjasukki frambjóðenda eða hruninu verða framboð flokksins fyrir verulegu hnjaski vegna þátttöku flokksins í ríkisstjórn, segir Grétar. Kjósendur virðist senda flokknum skýr skilaboð um að þeim líki ekki sá óstöðugleiki sem verið hafi í þeirra þingflokki í ríkisstjórnarsamstarfinu. Staðreyndin er sú að stjórnin er í mörgum tilvikum eins og minnihluta- stjórn sem getur ekki náð erfiðum málum í gegnum þingið, segir Grétar. Flokkurinn eigi að láta sér þessa niðurstöðu að kenningu verða og sýna að hann sé stjórntækur. Segir uppstokkun geta kallað á afsagnir þingmanna GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON „Heilt yfir þá er ég ánægður með að við sjálfstæðismenn erum að sækja í okkur veðrið. Við unnum mikilvæga sigra í þessum kosningum en hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að það felast í þess- um kosning- um skilaboð um óánægju með ástandið í landinu. Þau birtast auðvitað í Reykjavík og á Akureyri og víðar. En þegar staða Sjálf- stæðisflokksins er borin saman við aðra flokka sem bjóða fram þá höfum við styrkt okkur verulega frá því fyrir ári síðan“, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins. Bjarni segir að víða um land hafi ýmsum málum sem tengjast hruninu verið beitt gegn flokknum sem þrátt fyrir það hafi unnið góða sigra. „Það á við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þar sem andstæðingar okkar voru stans- laust að tengja okkur við hrunið; biðja kjósendur um að hafna flokknum sem þeir vilja meina að beri ábyrgð á því. Það er ótvírætt að það var reynt að láta Sjálf- stæðisflokkinn líða fyrir ástandið í landsmálunum. En niðurstaðan er hins vegar sú að kjósendur létu vinstri flokkana líða fyrir ástandið, og í því felast mikil tíðindi.“ Bjarni segir stóru tíðindin í borginni auðvitað vera árangur Besta flokksins. „Það dregur fram veikleikann í borgarstjórnmál- unum á kjörtímabilinu. Af þessu verða menn að draga sína lexíu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mun betri útkomu í borginni en spáð var og það þakka ég málefnalegri kosningabaráttu og sterkum og vinsælum borgarstjóra.“ Bjarni segir ómögulegt að geta sér til um hvað gerist næst í borgar- málunum. „Við skulum ekki gefa okkur það að mikil lausung verði í framhaldinu. Verum vongóð um að flokkarnir komi sér saman um hvernig best sé að stjórna borginni næstu fjögur árin.“ Höfum styrkt stöðu okkar BJARNI BENE- DIKTSSON 50 40 30 20 10 0 11,8 14,8 10,9 41,6 23,7 37,4 30,0 29,8 22,1 12,6 21,7 9,6 Stuðningur við fjórflokkinn ■ Sveitastjórnarkosningar 2006 ■ Alþingiskosningar 2009 ■ Sveitastjórnarskosningar 2010

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.