Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 12
 31. maí 2010 MÁNUDAGUR LAGADEILD Metnaður og gæði Umsóknarfrestur til 5. júní www.hi.is Lagadeild ÁRBORG Meirihluti Samfylking- ar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Árborg er fallinn. Fram- sókn tapaði einum fulltrúa til Sjálf- stæðisflokksins, sem nú hefur fimm fulltrúa og hreinan meirihluta. Eyþór Arnalds, oddviti sjálf- stæðismanna, þakkar sigurinn fjölbreyttum hópi frambjóðenda og því að íbúar hafi viljað sjá ný vinnubrögð. „Við leggjum áherslu á að byrja á sparnaði á toppnum; fækka bæjar- fulltrúum, lækka laun bæjarstjóra og forðast öll gæluverkefni og setja þá litlu fjármuni sem til eru í að halda leikskólunum opnum og nota þá innviði sem við eigum,“ segir Eyþór, sem sækist ekki eftir bæjar- stjórastólnum. „Við erum ekki endi- lega að horfa á hefðbundið meiri- hlutasamstarf heldur að það verði samráð allra bæjarfulltrúa og síðan viljum við ráða framkvæmdastjóra fyrir sveitarfélagið,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir, odd- viti Samfylkingarinnar og frá- farandi bæjarstjóri, segir það vissulega vonbrigði að Sjálfstæði- flokkurinn hafi fengið hreinan meirihluta, þótt Samfylkingin hafi unnið varnarsigur og haldið sínum tveimur fulltrúum. Spurð um yfirlýsingar Eyþórs um breytt vinnubrögð og aukið samstarf segir Ragnheiður boltann vera hjá Sjálfstæðisflokknum. „Það tala allir um samstarf núna og þarf svo sannarlega að auka samstarf. En það er nú ekki það sem maður hefur séð hjá þessum flokki. Von- andi mun það breytast.“ - sh Meirihlutinn í Árborg féll en oddviti Sjálfstæðisflokks verður ekki bæjarstjóri: Meirihluti D-lista vill aukið samstarf KÓPAVOGUR „Þetta lofar mjög góðu“, segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Við- ræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs stóðu með hléum í gærdag og fram á kvöld. Allar líkur eru á því að Samfylk- ingin, Vinstri-græn, Næstbesti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa myndi nýjan meirihluta á allra næstu dögum. Guðríður segir lítið bera á milli. „Það er margt órætt ennþá en það er einlægur vilji allra sem koma að þessu að vinna saman, enda var það markmið allra framboðanna að fella meirihlutann.“ Stóru línurnar voru ræddar í gær en áherslur nýrra bæjarfull- trúa falla vel að hugmyndafræði þeirra sem fyrir eru um verkefni næstu ára, að sögn Guðríðar. „Það sem sameinar okkur er sýn á að breyta áherslum hér í bænum og gera hann betri.“ Viðræður voru ekki komnar svo langt í gær að málefnasamningur hafi verið dreginn upp eða það rætt hvort til greina komi að ráða ópólit- ískan bæjarstjóra. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi féll í kosningunum á laugardag eftir óslitna valdasetu í tvo áratugi. Flokkarnir sem nú ráða ráðum sínum um nýjan meirihluta hafa sex bæjarfulltrúa af ellefu. Fylgið sem stendur að baki þeim er rúm- lega 60 prósent. „Það kom ekkert fram í dag [í gær] sem stendur í veginum fyrir því að þessi meirihluti verði mynd- aður“, segir Ólafur Þór Gunnars- son, oddviti Vinstri grænna. „Það er fullur vilji til að ljúka þessu verk- efni hjá þeim sem að því koma.“ „Það eru sömu grunngildin sem þessi hópur stendur fyrir og ef næst saman, sem yfirburða líkur eru á, er framhaldið aðeins spurn- ing um útfærslur. Við munum samt ekki ana að neinu. Það er líka ljóst að verkefnin eru ærin,“ segir Rann- veig H. Ásgeirsdóttir, oddviti Lista Kópavogsbúa. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir meiri- hlutaviðræðurnar í bænum minna sig töluvert á R-listann í Reykjavík á sínum tíma. Það eina sem sam- eini hópinn sé viljinn til að halda Sjálfstæðisflokknum utan meiri- hlutans. Hann segir að fyrir meiri- hlutatíð Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar hafi verð við lýði þriggja flokka stjórnir í Kópavogi. „Þá ríkti hér algjör stöðnun. Því hrýs mér hugur við tilhugsuninni um fjög- urra flokka meirihluta. Ég held að það sé mjög flókið að halda slíkum meirihluta saman því hvert fram- boð hefur eigin áherslur. En, sem fyrr, stendur ekki á okkur að vinna að góðum verkum fyrir Kópavogs- búa.“ svavar@frettabladid.is Meirihlutaviðræður ganga vel í Kópavogi Tuttugu ára valdatíma sjálfstæðismanna og Framsóknar virðist lokið í Kópavogi eftir að meirihlutinn féll á laugardag. Viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Næstbesta flokksins og lista Kópavogsbúa eru á góðum rekspöl, segja oddvitar. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR KÓPAVOGUR 50 40 30 20 10 % Meirihluti 45 Bæjarfulltrúar alls: 11 1 Framsóknarflokkurinn (B) 4 Sjálfstæðisflokkurinn (D) 0 Frjálslyndi flokkurinn (F) 3 Samfylkingin (S) 1 Vinstri græn (V) 1 Næstbesti flokkurinn (X) 1 Listi Kópavogsbúa (Y)11 -- 34 11 1- 1- Y B D D D DSS S V X Ko sn in ga r 2 00 6 7,2 30,2 28,1 9,8 13,8 10,2 0,7 GARÐABÆR Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hélt meirihluta sínum og bætti við sig manni og er nú með fimm menn í bæjarstjórn. M-listi fólksins í bænum náði Ragnýju Þóru Guðjohnsen inn í bæjarstjórn en hún hefur verið varabæjarfull- trúi sjálfstæðismanna í tvö kjör- tímabil. Samfylkingin náði einum manni inn en Framsókn engum. „Þetta er góður dagur,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Garðbæing- ar eru greinilega ánægðir. Listinn er skipaður öflugu fólki og bæjar- stjórinn er vinsæll.“ Ragný Þóra Guðjohnsen er ánægð með að hafa komist inn. „Þetta var stutt og snörp barátta. Við erum orðin næststærsti flokkur Garðabæjar, geri aðrir betur eftir fjórar vikur.“ Samfylkingin er að bjóða fram í fyrsta sinn í Garðabæ en var í sam- starfi við Framsóknarflokk í síð- ustu kosningum. „Stemningin er þannig að það hjálpar okkur ekki að Samfylkingin sé í ríkisstjórn. Við megum vel við una en auðvit- að vill maður alltaf meira,“ segir Steinþór Einarsson oddviti Sam- fylkingarinnar. - mmf Sjálfstæðisflokkur bætir við sig manni í Garðabæ: M-listinn fékk mann SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR GARÐABÆR 60 50 40 30 20 10 % Meirihluti 1- 1--- 45-3 A M 5,4 63,5 15,9 15,3 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR ÁRBORG 50 40 30 20 10 % 11 Meirihluti 2212 54 10,5 19,7 50,1 19,6 Ko sn in ga r 2 00 6 GUÐRÍÐUR ARNAR- DÓTTIR RANNVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR ÁRMANN KR. ÓLAFSSON ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.