Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 31. maí 2010 27 FÓTBOLTI Askan úr Eyjafjalla- jökli gerði ekkert nema gott fyrir Hásteinsvöll sem skartaði sínu fegursta, í fyrsta heimaleik ÍBV í sumar, í gær. Liðið tók þá á móti Breiðabliki þar sem liðin skildu jöfn 1-1. Leikurinn fór rólega af stað en bæði lið þó að spila fallegan fót- bolta, boltinn gekk vel á milli manna og áttu bæði lið ágætis kafla í fyrri hálfleik en gáfu fá færi á sér. Tryggvi Guðmundsson átti þó skot í slána en staðan í hálf- leik markalaus. Sá seinni var þó mun fjörugri. Blikar komust yfir eftir að James Hurst skallaði boltann út úr teignum eftir hornspyrnu, Haukur Bald- vinsson tók boltann einn og óvaldaður utan teigsins og gerði engin mistök þegar hann smellti boltanum með þrumuskoti niðri í hægra horni. Eyjamenn ætluðu greinilega að svara strax með marki og voru mjög ofar- lega á vellinum. Það opnaði vörn þeirra og Alfreð Finnbogason átti glæsilega send- ingu inn fyrir vörn ÍBV á Guð- mund Pétursson sem var svo með Hauk við hlið- ina á sér og voru þeir einir á móti Alberti Sævars- syni. Guðmundur reyndi að skjóta sjálfur en Albert varði frábærlega og Andri Ólafsson hreinsaði svo boltann af línunni. Blikar klaufar að klára ekki leikinn. Eyjamenn virtust fá byr undir báða vængi eftir þetta og jöfnuðu skömmu fyrir leikslok. Denis Sytn- ik fékk að leika sér aðeins með boltan fyrir utan teig Blikanna, hann átti skot sem endaði í slánni þaðan sem boltinn datt beint fyrir lappirnar á Tryggva Guðmunds- syni sem var þá einn á móti Ingv- ari Kale. Tryggvi skaut og Ingvar varði en rak hælinn í boltann og hann rann yfir marklín- una. Tryggvi sagði eftir leik að hann hefði átt markið sjálfur. Bæði lið virtust sátt við jafnteflið og niður- staðan 1-1. Þjálfararn- ir voru sammála um að stig hefði verið fín úrslit. „Ég held að ég geti ekki annað en verið sáttur miðað við hvernig leikurinn þróaðist og mér finnst jafn- tefli vera nokkuð sanngjörn niðurstaða. Við sýndum karakter með því að koma til baka en við lögðum upp með að taka öll þrjú stigin í dag. En við viss- um vel að Breiðablik er sennilega með heitasta liðið í dag og það yrði erfitt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálf- ari ÍBV. Kollegi hans Ólaf- ur Kristjánsson tók í svipaðan streng. „Ég er nokkuð sáttur, við áttum fína spretti og mér fannst í raun bæði lið eiga bara ágætis leik. Ég veit samt ekki hvort ég sé eitthvað sáttari en Heimir en við áttum gott tækifæri til að loka leikn- um þegar við vorum þarna 0–1 yfir þegar Guðmundur Péturs og Haukur Baldvins sleppa þarna einir í gegn en nýttum það ekki og mér fannst Eyjamennirnir kom- ast í gang aftur eftir það. Það var í raun ekki mikið af færum í leikn- um og mikið jafnræði var á milli liðanna,“ sagði Ólafur. - vsh BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Urðarbrunnur 130-134 og Skyggnis- braut 20-30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells Hverfi 4 vegna lóðanna Urðarbrunnur 130-134 og Skyggnis- braut 20-30. Í breytingunni felst að skipta lóðinni í þrennt, fjölga íbúðum auk þess sem byggingarreitur fyrir bílageymslu er felldur niður að hluta. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Bryggjuhverfi Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst fjölgun íbúða á lóðunum 12 A, B, C, D og 15C. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 31. maí 2010 til og með 12. júlí 2010. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 12. júli 2010. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 31. maí 2010 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið greiðsluAðlögun Aðstoð við nauðasamninga, umsókn um greiðsluaðlögun og ábendingar um önnur úrræði sem gætu komið að gagni. Ráðgjafaþjónusta Samtaka Lánþega 615 1522 adlogun@gandri.com http://adlogun.gandri.com Er bankinn erfiður ? hamraborg 10 // IS-200 kópavogur Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín Hásteinsvöllur, áhorf.: 893 ÍBV Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–8 (12–5) Varin skot Albert 4 – Ingvar 10 Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 11–12 Rangstöður 3–2 BREIÐAB. 4–3–3 Ingvar Kale 5 Elfar F. Helgason 6 Kári Ársælsson 6 Guðmundur Krist. 6 Arnór Sv. Aðalsteins. 6 Haukur Baldvinsson 7 (86. Finnur Orri M. -) Kristinn Jónsson 6 Kristinn Steindórsson 6 Jökull I. Elísabetarson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Kristj. 5 (78. Andri Yeoman -) *Maður leiksins ÍBV 4–5–1 Albert Sævarsson 7 *James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbj. 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 6 Tony Mawejje 6 Finnur Ólafsson 6 (73. Ásgeir Aron Á. -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmunds. 7 Þórarinn I. Valdim. 6 (91. Anton Bjarnas. -) Denis Sytnik 6 (88. Gauti Þorvarð. -) 1-0 Haukur Baldvinsson (64.) 1-1 Ingvar Kale - Sjálfsmark (80.) 1-1 Kristinn Jakobsson (8) FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur oft átt í erf- iðleikum með að brjóta þéttar varnir á bak aftur. Liðið lenti í einni slíkri, gegn einu allra leið- inlegasta liði sem hefur spilað á Laugardalsvelli, í æfingaleiknum gegn Andorra á laugardaginn. Lið Andorra gerði í því að tefja leikinn eins og það gat. Leik- menn hentu sér niður, þóttust vera meiddir, spurðu dómarann í hvert einasta skipti hvar ætti að taka innköst, löbbuðu til að ná í boltann, tóku óratíma í öll föst leikatriði og það allt þrátt fyrir að það væri fyrir löngu lent undir. Ótrúlegt að horfa upp á þennan skrípaleik. Íslenska liðið lét þetta ekki á sig fá. Liðið skoraði fjögur mörk og uppskar vel. Það er ekki hægt að ímynda sér annað en að leiðin- legt sé að spila við svona lið. Það krefst þolinmæði að láta það ekki pirra sig, og það gerði Ísland vel í leiknum. Framan af leik var Ísland ekki að spila vel. Andorra bakkaði alveg að eigin marki og lét Ísland hanga á boltanum allan hálfleik- inn. Ísland er ekki vant því og það sást vel. Liðið hélt boltanum mjög illa, sendingar þess voru einkar lélegar. Einfaldar sendingar fóru út af eða beint á mótherja, jafn- vel áður en það komst framarlega á völlinn. Langar sendingar virk- uðu heldur ekki að neinu leyti. Heiðar Helguson skoraði tvö mörk, Veigar Páll eitt og Kol- beinn annað. Gunnleifur hafði ekkert að gera í markinu en bak- verðirnir hefðu getað hjálpað meira til í sókninni. Jón Guðni og Sölvi voru góðir í miðvarðarstöð- unni, sérstaklega Sölvi. Gylfi stóð sig ágætlega á miðjunni, betur en Birkir og mun betur en Ólafur Ingi. Rúrik og Jóhann Berg sýndu ekki mikið en á þá var tvöfaldað allan leikinn og þeir því í erfiðri stöðu. Heiðar var mjög duglegur frammi. - hþh Ísland sýndi nauðsynlega þolinmæði gegn Andorra: Ísinn brotnaði BARÁTTA Birkir Bjarnason í hörku baráttu í leiknum gegn Andorra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍBV og Breiðablik gerðu jafntefli í Vestmannaeyjum í gær: Sanngjörn úrslit í öskunni HEIMIR HALLGRÍMSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.