Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 18
„Okkur fannst vanta hnitmið- aðri markaðssetningu á íslensk- um vörum auk þess sem við sáum vannýttan markað í því fólki sem hefur haft einhver kynni af landi og þjóð,“ segir Hilmar Tómas Guð- mundsson, einn þeirra sem stend- ur að nýrri vefsíðu www.hdyli.is, sem hleypt verður af stokkunum sunnudaginn 6. júní. Að sögn hans kallast markaðs- leiðin sem aðstandendur hinn- ar nýju vefsíðu ætla að nýta sér „aftermarketing“. Þannig verða þeir í samstarfi við aðila innan ferðaþjónustunnar við að kynna síðuna fyrir fólki sem hefur komið til Íslands, ferðast um landið og gist á hótel- um. Ha nn telur enda fólk sem hefur haft einhver kynni af landi og þjóð líklegra til að vilja fjárfesta í íslenskri hönnun en aðra. „Við fáum aðgang að nafna- listum hjá hótelum, flugfélögum og ferðaþjónustum og bjóðum síðan því fólki að koma á síðuna og versla með góðum afslætti,“ útskýrir Hilmar og nefnir að fyrst um sinn verði áherslan lögð á Ameríkumarkað og síðar á Asíu. Markmið vefsins er að draga fram sérstaka íslenska hönnun sem þó gefur þverskurð af landi og þjóð. Meiri áhersla verður lögð á gæði en fjölda. „Við verðum aðeins með 60 til 70 vörur í boði í einu og líklega verður vörum skipt út reglulega,“ segir hann og bætir við að reynt verði að hygla nýjum hönnuðum og ferskri nálgun í hönnun. Vefsíðan mun beina sjónum að líðandi stundu. „Við verðum með ákveðið þema í hverjum mánuði og veljum nokkrar vörur sem eru einkennandi fyrir það þema á for- síðu vefsins. Til dæmis ull- arþema, jóla- þema, páskaþema og þorraþema svo dæmi séu tekin.“ Þema júnímánað- ar verður „Clear sky“ eða horft til himins en þó mun eima eftir af gosáhrifum. „Ráðu- neytið hefur látið útbúa sérstaka poka með íslenskri ösku sem verða gefnir með öllum vörum sem keyptar eru í gegnum vefsíð- una fyrst um sinn.“ Hilmar er vefmarkaðsfæðing- ur og einn eigenda Ráðuneytis- ins sem kemur að verkefninu sem ráðgefandi aðili. „Síðan eru með okkur einstaklingar sem hafa áhuga á íslenskri hönnun, auk þess sem ferðaþjónustur og fyrir- tæki innan hönnunarbransans koma að verkefninu,“ segir Hilm- ar og nefnir nokkra hönnuði sem verða með vörur á síðunni þegar hún opnar á sunnudaginn. Það eru Helga Mogensen, Yrsa, Færid sem að standa þau Þórunn Hannesdóttir, Karin Eriksson og Her- borg Harpa Ingvarsdóttir, Óðinn Björgvinsson og Jens Kristinsson í Hraunhúsum.“ solveig@frettabla- did.is Selja íslenska hönnun til fólks sem þekkir landið Næstkomandi helgi opnar ný vefsíða www.hdyli.is en skammstöfunin stendur fyrir How do you like Iceland. Þar verða til sölu íslenskra sérvaldar vörur og er ætlunin að herja á nýjan markað. „Við sáum vannýttan markað í því fólki sem hefur haft einhver kynni af landi og þjóð,“ segir Hilmar Tómas Guðmundsson sem stendur að síðunni www.hdyli.is FALLEG EFNI er ekki alltaf auðvelt að finna. Hins vegar er ein flott- asta fjársjóðskista vefnaðarvöru á vefslóðinni volksfaden.de en það er þýsk vefnaðarvöruverslun sem sendir efni um allan heim. Síðan er einn- ig á ensku. Þau sannindi að matur bragðast betur úti undir berum himni eru gamalreynd. Það er líka skemmtileg tilbreyting að leggja á borð úti þegar vel viðrar þó það kosti dálitla fyrirhöfn. Ef engin garðhúsgögn eru til er einfaldast að breiða teppi á gras- ið og setjast flötum beinum með samloku. Ef borðhaldið á að vera eitthvað formlegra mætti bera sófaborðið út í garðinn og leggja á borð með litríkum diskum. Til þæginda mætti henda nokkrum púðum í kring til að sitja á. Svo er hægt að skreyta borðið með lifandi blómum úr garðinum. Betra bragð Lagt á borð úti í garði. Munir úr smiðju hönnuðarins Yrsu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg. 1066-26 Stærðir: 37 - 41 Verð: 13.950.- Teg. 2211303 Stærðir: 36 - 41 Verð: 13.950.- Flottir sumarskór úr leðri, mjúkir og þægilegir. FERÐAMÁLASKÓLINN ICELAND SCHOOL OF TOURISM ? Einn af hönnuðunum sem verður með vörur á síðunni er Óðinn Bolli Björg- vinsson sem meðal annars hefur hannað stólinn Laut. Fyrstu viðskiptavinir vefsíðunnar fá sérhann- aðan poka í kaup- bæti en í honum er íslensk aska.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.