Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 12
8
SAMTÍÐIN
Nýjasta Parísargreiðslan
einmana þið hjónin yrðuð, ef þið misstuð
þetta eina barn ykkar. Auðvitað þekki ég
dæmi þess, að einbirni hafa orðið ágætt
fólk.
Spurt er:
E. spyr: Get ég notað varalit til að mála
kinnarnar á mér rauðar?
SVAR: Nei, það geturðu ekki, því að
varaliturinn gefur allt öðruvísi roða á
kinnum en vörunum.
M. skrifar: Ég er ákalfega freknótt, á
höndunum og mér leiðist það, því mér
finnst það ljótt. Hvernig get ég losnað við
þessar freknur?
SVAR: Vertu berhent úti, þegar vorar
og reyndu að láta hendurnar brúnkast af
sólskini, ef þess er kostur. Berðu síðan á
þær áburð, sem gerir hörundið brúnna, og
sjáðu, hvort þetta lagast ekki.
'A' Kjörréttur mánaðarins
Túnfisksbrauð með tómatmauki. — 4
egg, 200 g niðursoðinn túnfiskur, 60 g
hveiti, 50 g smjör, 1 mjólk, salt og pip-
ar, 1 dós af tómatmauki til skreytingar.
Smjörið er brætt, og hveitið er hrært
saman við það, en ekki á hitaplötunni, svo
að ekki brenni við. Síðan er þetta sett
aftur á plötuna og hrært í á meðan. Þvi
næst er kaldri mjólkinni bætt út í og hrært
vel saman. Suða er látin koma upp á þessu
við vægan hita og hrært í á meðan, svo
það verði jafnt. Salt og pipar er sett í
eftir vild.
Túnfiskurinn er brytjaður smátt og
settur í jafninginn ásamt 4 eggjarauðun-
um. 3 hvíturnar eru þeyttar vel, en sú
4ða er ekki notuð. Þeim er síðan blandað
gætilega saman við. Að lokum er allt þetta
sett í vel smurt mót með lausum botni og
soðið í vatnsbaði við hæfilegan hita. Þeg-
ar rétturinn er hlaupinn í mótinu, er hon-
um hvolft á fat og hann. síðan skreyttur
með volgu tómatmaukinu.
Tvær kýr voru komnar heim á stöðul.
Allt í einu fór önnur þeirra öll að titra.
„Hvað gengur að þér?“ sagði hin.
„Æ, ég kvíði bara svo fyrir, þegar hand-
kalda vinnulconan fer að mjólka mig.“
A&Mr‘.í!a,! hirkolM TÍZKUVERZLUN KVENÞJÓÐARINNAR ^J, / / / /
KI€£>PACKA ^Jizhvtókemman h.f.
Jk TÝSCÖTU 1. Laugavegi 34 a - Sími 14165