Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 Guðm. Arnlaugsson: 51. grein SKÁLDSKAPUR Á SKÁKBORDI ÞEGAR þessir þættir hófust, var ætl- unin að gera bæði skákdæmum og tafllok- um nokkur skil. Raunin hefur þó orðið sú, að flestar hafa greinarnar fjallað um tafl- lok. Þótt nógu sé af að taka á því sviði, er rétt að gera hlé á því í bili og snúa sér að skákdæmunum. Munu næstu greinar því fjalla um skákdæmi. Þær verða miðaðar við lesendur, sem hafa litla eða enga æf- ingu í að leysa skákdæmi, en vonandi hafa þjálfaðir leysendur einnig gaman af að líta á dæmin. Sjálfsagt er að byrja á því einfaldasta: tvíleiksdæmum, en þar á hvítur að máta í öðrum leik. Skemmtilegast er að venja sig á að leysa þau á myndinni, án þess að setja upp borð og menn. Hægt er að levsa hvaða skákdæmi sem er með því að prófa sig áfram, en sú aðferð er hvorki fljótleg né skemmtileg. Mildu betri leið er að revna að leiða lausnina út frá gerð dæmisins, taflstöðunni, reyna að finna hvað höfund- urinn hefur haft í huga. Við skulum nú fyrst líta á einfalt dæmi um þetta. 76 Kcl-Da7-Bd6-Pe5: Kb3-Ba4-Pc4 Hvítur á að máta í 2. leik Oft er gott að líta fyrst á það, hvað svartur gæti gert, ef hann ætti leik. Hér er niálið einfalt: hvítur getur mátað í næsta leik, hverju sem svartur leikur (1. —Kc3 2. De3; 1.—Ka2 2. Da4; 1.—c3 2. Df7 ; 1.—B— 2. Da3). Svartur er í herkví, og þá þarf að finna leik, sem heldur kvínni, eins konar biðleik, sem ekki breytir neinu sem máli skiptir. Við sjáum strax að ekki má hreyfa D eða K hvíts, e5—e6 eyðileggur mátið 1. —c3 2. Df7. Því er ekki um annað að ræða en biskupinn. Hann verður að halda sig á línunni a3—f8. a3 og b4 koma bersýnilega ekki til greina. Á c5 stendur biskupinn 1 vegi fyrir drottningunni, sömuleiðis á e7. Það er því aðeins einn reitur, sem er frjáls, f8, og lausnarleikurinn — lykillinn — er því 1. Bf8. Dæmi af þessu tagi eru stund- um nefnd biðleiksdæmi og eru tiltölulega auðleyst, ef menn hafa komið auga á hug- myndina. Hér kemur svo annað dæmi handa les- endum að glíma við. Þar er staðan talsvert flóknari, en reynið að beita sömu aðferð aftur, þá trúi ég ekki öðru en lausnin komi í ljós eftir skamma leit. 77. Schmfer Kel-Db7-Hh3-Hg8-Ra5-Rg2-Bh8-Ph4-Pf5 Ke4-Rg3-Pd5-Pd6-Pf 4-Ph 5-Ph6 Mát í öðrum leik SÉRHVER fjölskylda þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN kapp- kostar að veita Islendingum þá þjónustu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.