Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíðsson Ur ríli náttúrunnar GRÓÐUK OG FJALLGARÐAR í AMERÍKU liggja meginfjallgarðamir norður og suður. í Evrópu er aðalstefna Alpafjalla, Pýreneafjalla og Karpatafjalla austur og vestur, og mynda þessi miklu fjöll í sameiningu öflugan varnarmúr milli norður- og suðurhluta álfunnar. Á ísöld huldust fjall- garðar Norður-Ameríku og Evrópu smám saman jökli, sem skreið síðan niður á lág- lendið með tíð og tíma og drap dýr og gróð- ur í stórum stíl. Mörg dýr hafa þó flúið undan ísnum, og margar jurtategundir hafa einnig bjargað sér suður á bóginn. Þetta var tiltölu- lega auðvelt í Ameríku. En í Evrópu var öðru máli að gegna. Fjallgarðarnir lokuðu undan- komuleiðunum. Árangurinn varð sá, að Norð- ur-Ameríka er miklu tegundafleiri en Norð- ur-Evrópa. Af jurtaætt, sem telur t. d. fáeinar tegundir í Evrópu, vaxa ef til vill tegundir, svo að tugum skiptir í Ameríku. Ríki eik- anna og barrtrjánna er til að mynda miklu auðugra vestan hafs. Þar lifa góðu lífi teg- undir, sem einu sinni uxu í Evrópu, en eru fyrir ævalöngu útdauðar þar. En ýmsar þeirra hafa á seinni öldum verið sóttar til Ameríku og gróðursettar í sínum fornu heim- kynnum í Evrópu, ef til vill eftir milljón ára fjarveru. Steingervingar í jarðlögum sýna, að aftur í grárri forneskju uxu greni, fura, hlyn- ur o. fl. suðræn skógartré á íslandi. Elrið hélt sérlega lengi velli. Nú flytjum við inn jurtir, tré og runna til ræktunar. Núverandi vaxtarsvæði tegundar- innar gefur bendingu um, hvort líklegt sé, að hún þrífist hér. Sitkagrenið vex t. d. í röku loftslagi á afarlangri strandlengju með mismunandi veðurfari, hvað sumarhita o. fl. atriði snertir. Er reynt að fá fræ frá stöðum með sem líkustum vaxtarkjörum og á íslandi. Það er vænlegast til góðs árangurs. Af jurtum, runnum og trjám eru venju- lega til ýms afbrigði sömu tegundar, sem hæfa næsta mismunandi skilyrðum. Ákveðið afbrigði tegundar getur þrifizt prýðilega á íslandi, enda þótt annað afbrigði sömu teg- undar þoli ekki skilyrðin. Verður að hafa þetta í huga og leita heppilegra afbrigða á hverjum stað. Skóg þarf stundum að grisja og einnig garðtré. En fara verður að með gát. Tré á bersvæði, eða þar sem rúmt er um það í garði, er venjulega mikið um sig, með mikla laufkrónu, sem nær langt niður og fær birtu frá öllum hliðum. En tré inni í skógi hlýtur skjól og skugga af öðrum trjám; það teygir sig upp í birtuna, sem aðallega kemur að ofan. Bolurinn verður langur og grannur og laufkrónan fremur lítil. Ef mikið er grisjað, er trjánum, sem eftir standa, hætta búin af vindum og jafnvel sólbruna fyrst í stað. Þau vanþrífast. Er betra að grisja hóflega og í áföngum. TÖLVUR ANNAST LÆKNASTÖRF ÞÝZKUR læknir, dr. Swertz í Dússeldorf, segir: Frá ársbyrjun 1971 munu sjúklingar í Þýzkalandi finna í biðstofum lækna sinna skrár með 550 spurningum, sem þeir eiga að- eins að svara með JÁ, NEI eða VEIT EKKI. Tölvur taka síðan við þessum svörum og breyta þeim í sjúkdómslýsingar. Með þessum vinnubrögðum sparast mikill tími, því að rannsókn sjúklinga mun þá einatt styttast úr 2 dögum í 2 klst. Ætlunin er að láta tölvur innan skamms annast venjulegar sjúkdóms- rannsóknir í sjúkrahúsum í Berlín, Frankfurt, Munchen og Hamborg og létta þannig að miklum mun störf önnum kafinna spítala- lækna. RÖDD RITHÖFUNDARINS: I ENGRI borg í heiminum finnst fá- tæklingnum hann vera jafn fátækur og í New York, HENRY MILLER rithöfundur. Framkvæmum fljótt og vel: SKÓ-, GÚMMT- og SKÓLATÖSKU- VIÐGERÐIR. Skóverkstæði HAFÞÓRS, GarSastrœti 13 (inngangur úr Fischerssundi).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.