Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 leigubílstjórar frá Miinchen og kaþólskir prestar frá Mílanó, segir Timothy Green og baetir því við, að presthempan sé einkar hent- ugur búningur til að smygla gulli í. Konur eru kærkomnir gullsmyglarar. Að vísu geta þær ekki haft jafnmikið gull á sér og karl- menn, en þær vekja aftur á móti miklu síður athygli á sér en þeir. Algengt er, að konur, unnustur og jafnvel tengdamæður gullsmygl- aranna leggi þeim lið. Gull- og vopnasmygl er háð pólitískri spill- ingu. Green segir, að nýr gullmarkaður hafi skapazt í Vientiane í Laos, og reyni hann að fullnægja eftirspuminni á svarta markaðin- um í Saigon. Eftirspurn eftir gulli í Suður- Vietnam hefur aukizt í nokkum veginn sama hlutfalli og styrjöldin hefur færzt í aukana austur þar. Vopnasmygl er vitanlega háð heimspólitíkinni eins og gullsmyglið. Mimur- inn er aðeins sá, að stjórnir vissra landa styðja það, eða látast a. m. k. ekkert um það vita. Stuðningur ríkisstjórnanna við vopna- smyglið er í því fólginn, að veita smyglurun- um nauðsynleg heimildarskilríki gegn betri vitund. Flestir vopnasmyglarar hafa einhver kynni af hermennsku. Þeir þurfa fremur að kunna á sálarlíf vopnakaupendanna en hafa þekkingu á hergögnum. Brezkur vopnasali í Nígeríu sagðist alltaf vera með hálsbindi her- deildar sinnar; Nígeríumenn væru orðnir van- ir því af samskiptum sínum við enska liðs- foringja. Það vekti þeim miklu meira traust en búningur Bandaríkjamanns, sem þeir þekktu ekkert til. Evrópskir vopnasmyglarar hafa auðgazt mjög á vopnasölu í Afríku síðan 1960. í borg- arastyrjöldinni í Nígeríu okruðu þeir misk- unnarlaust á Nígeríu- og Bíaframönnum. Verðið á rifflum ferfaldaðist þar á einu misseri. Árið 1968 borgaði hergagnakaupmað- ur frá Bíafra 350.000 dollara fyrir þrjá fyrr- verandi tundurskeytabáta, sem höfðu áður verið seldir á 24.000 dollara. Smyglfélögin eru oft beztu viðskiptavinir flugfélaganna. Eftir 1960, þegar Beirut varð miðstöð gullsmygls, keyptu smyglaramir flugfarmiða þaðan til Bombay, Bangkok og Hongkong fyrir um 300.000 dollara á ári. Eitt sinn voru 16 gullsmyglarar í sömu PANAM flugvélinni frá Beirut til Hongkong. Smyglarar leggja ofurkapp á að vingast við áhafnir flugvéla. BOAC flugfélagið hafði tals- verð óþægindi af þessu á leiðinni til Ind- lands fyrir nokkrum árum. Þá reyndi gull- smyglaraélag að fá áhafnir vélanna til að smygla fyrir sig. Heimsmet í þessum efnum setti fransk-korsikanskur heróín-smyglara- hópur, sem mútaði ekki einungis flugvélar- áhöfn Air France félagsins, heldur einnig starfsmanni í skrifstofum þess. Eftir það gátu smyglarar þessir óáreittir notað telexnet flugfélagsins til þess að senda skeyti eftir vild. Skipulögðu þeir starfsemi sína svo lymskulega, að í sömu flugvélinni smygluðu tveir framreiðslumenn heróíni án þess að vita hvor af öðrum. Frá þessu og mörgu öðru segir Timothy Green í fyrrnefndri bók sinni. Þá segir hann nokkuð frá viðureign smyglaranna við toll- þjóna og lögreglu. Er ekki laust við, að við- horf þeirra hvers til annars verði stundum næsta skoplegt, þegar vopnaður friður ríkir milli þeirra. Bandarískur tollþjónn kveðst stundum fara á veitingastaði til að borða þar með smyglara. Sá síðarnefndi veit, að sá fyrrnefndi hefur enga heimild til að láta taka hann fastan, en hann veit líka, að tollþjónninn ætlar að bjóða óspart upp á áfengi í þeirri von, að smygl- arinn fáist til að fræða hann um starfsemi annarra smyglara, sem honum er lítið um. Þessar sameiginlegu máltíðir geta leitt til kunningsskapar, og þess eru dæmi, að ef smyglari lendir í klóm tollþjóns, sem hann hefur lengi þekkt, er sá óhjákvæmilegi árekstur engan veginn sársaukalaus. Kennarinn: ,,HvaS er orgel?“ BarniS: „Píanó, sem er orðið guðrækið „Af hvetju eni svanir svona hálslang- ir?“ „Til þess að þeir dmkkni ekki í flóð- um.“ — HUNANG ER HEILSUBÖT — Notið ekta hunang í stað sykurs. Kaupið hollar matvörur í HUNANGSBOÐINNI, DOMUS MEDICA. — SÍMI 12614.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.