Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 21
SAMTlÐIN
17
Konan er nú samt sem áður fremur veg-
lynd og þakklát fyrir það, sem hún hefur
lært af Picasso, fyrir andagift hans og
börnin þeirra í þokkabót. Það er nú allt
nokkuð.“
DK: „Hún getur nú ekki sniðgengið á-
þreifanlegar staðreyndir. Hvað hefði hún
svo sem orðið án Picassos? Ekki neitt, alls
ekki neitt! Takið eftir, hvað konufjandinn
skrifar: Að Pisasso hafi ekki einu sinni
fengizt til að heimsækja Paul, elzta son
sinn, þegar gerður hafði verið á honum
ineiri háttar uppskurður. Lygi. Hann gat
ekki farið til hans daginn eftir aðgerðina,
af því að hann hafði sjálfur fengið voða-
lega taugagikt í annan fótinn. Hann mátti
sig alls ekki hræra. Daginn eftir heim-
sótti hann svo Paul. Francoise lýsir Pic-
asso í allri bók sinni eins og hann væri eitt-
hvert óféti. Maður hefur nú heyrt getið
um fólk, sem hverfur af sjónarsviðinu
með meiri yndisþokka en þessi Francoise
Gilot.“
Blm: „Hvernig líður Picasso núna?“
DK: „Ágætlega. Hann vinnur ámóta
mikið og Tizian. Hann er nú heldur ekki
orðinn mjög gamall, verður aðeins níræður
25. október. Hann skapar dásamleg lista-
verk.
Blm: „Býr hann enn í villunni „Ko,li-
forniu“ í Cannes?“
DK: „Nei, hann byggði sér húsbákn,
sem skyggir alveg á útsýnið til Miðjarðar-
hafsins. Hann er fluttur til Mougins, 7
frá Cannes.“
Blm: „Höfðuð þér samband við Picasso
í síðari heimsstyrjöldinni?“
DK: „Þá bjó hann í París, en ég varð
að hírast í húskofa uppi í sveit í 3 ár. Það-
an varð ég svo að hrekjast og leita mér
hælis, þegar Gestapo hóf skipulagða leit að
mér. Þeir komust út að húsinu, fundu
mig ekki og umturnuðu þar öllu. En hugs-
ið yður: Þeir snertu ekki við neinni af
myndunum mínum. Þeir héldu víst, að
þær væru eftir gamalmenni og væru því
einskis virði. Leynilögreglan hefur aldrei
haft vit á frábærri snilli.“
Stórkostlegt áform
TVEIR rússneskir vísindamenn, Borissow
verkfræðingur og Markin haffræðingur, vilja
láta Sovétríkin verja 70 milljörðum rúblna
til að gerbreyta hitastigi og þar með gróður-
skilyrðum á norðurhjara jarðar. Prófessorar
þessir gera ráð fyrir, að Beringssund milli
Alaska og Síberíu verði stíflað með 92ja km
löngum flóðgarði. Síðan hyggjast þeir breyta
rennsli Golfstraumsins þannig, að lofthitinn
í Síberíu hækki á nokkrum árum um 16°.
Við það munu hinar ófrjóu freðmýrar þessa
víðáttumikla lands breytast í gróðursælar
lendur.
Þar sem loftslag í Alaska og Kanada
myndi einnig brátt hlýna verulega við þess-
ar aðgerðir, hefur stjórn Sovétríkjanna skor-
að opinberlega á Bandaríkja- og Kanadastjórn
að leggja fram fé til þessara framkvæmda.
Er vel, ef forustumenn þessara stórvelda
bera gæfu til jákvæðari samskipta en þeirra,
er leiða til vígbúnaðarkapphlaups.
Láfið COLGATE'S
tannkrem hjálpa
yður til að halda
tönnum yðar fallegum
og óskemmdum.