Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 með smánarlega vangoldnu striti í einu gagnauðugasta þjóðfélagi veraldar. Ætla má, að bók skáldkonunnar við skolpfötuna verði brátt þýdd a. m. k. á önnur Norðurlandamál. FLUGVÉLAR HANDA ÖLLUM ÞJÓÐVERJAR spá því, að þegar bíla- mergðin verði innan skamms orðin þvílík á flestum ökuleiðum, að þar lendi allt í öng- þveiti, muni verða horfið að því ráði að smíða litlar einkaflugvélar, farartæki fyrir sitt leyti eins og fólksbílana. Þýzkir kunnáttumenn spá því, að á þess- um nýbyrjaða áratug muni einkaflug verða ámóta algengt og bílaakstur. Þeir segja, að það sé einna helzt kostnaðurinn við það, sem vaxi mönnum í augum, en ástæðulaust sé að setja hann fyrir sig, því að gerður hafi verið uppdráttur að fólksflugvél, sem muni ekki verða dýrari en 2 bílar. Verksmiðjan Die Sportavia-Putzer-Werke í Eifel hefur þegar smíðað tvær gerðir smáflugvéla, aðra með einu sæti og 39 hestafla vél fyrir 26.500 mörk, hina tveggja sæta með 68 hestafla vél fyrir 37.000 mörk. Báðar eru vélar þessar af svif- flugugerð og fljúga með 180 km hraða á klst. Sérfræðingamir höfðu á orði eftir reynslu- flug þessara véla, að þegar farið yrði að smíða þær í stórum stíl, myndi verð þeirra lækka það mikið, að hver maður myndi þá geta eignazt flugvél af þessari gerð engu síður en bíl að undanförnu. Það vekur furðu, að hinir þýzku sérfræð- mgar skuli ekki minnast einu orði á hið mikla umferðaröngþveiti, sem hlýtur að skapast í lofti við tilkomu fjölda flugvéla af þessari nýju gerð. Er þó lítill vafi á, að það verður stórum hættulegra en bílamergðin á ökuleið- unum. Okkur er vel kunnugt um, að venju- legar farþegaflugvélar verða einatt að fara funga króka vegna mikillar umferðar á bein- nstu flugleiðum milli stórborga Evrópu. FRAMKÖLLUN - KÓPÍERING Awt'Metjluhih Laugavegi 55, Reykjavík. Sími 22718 BOTNLANGINN ER NAUÐSYNLEGUR SÚ SKOÐUN hefur lengi verið ríkjandi, að botnlangi mannsins væri með öllu óþarft líffæri. Nú hafa þýzkir læknar hins vegar komizt að raun um, að svo er ekki. Þeir full- yrða, að hlutverk langans sé að því leyti áþekkt hlutverki vissra kirtla, að hann verji líkamann fyrir innrás sýkla, en einnig geti hann varið fólk fyrir geislavirkni. Sé þetta rétt, er hér ekki um smávægilega viðurkenn- ingu á langanum að ræða. UNDRABARN — EÐA HVAÐ? SUÐUR í Múnchen er telpa á 4ða ári. Hún heitir Corinna Reischer og vekur athygli fyr- ir óvenjulega andlega hæfileika. Við lásum í þýzku blaði, að hún hefði minni á við tölvu (svo), að litla höfuðið hennar myndi allt, sem hún næmi, — og það er ekkert smá- ræði, miðað við aldur telpunnar. Corinna þekkir öll lönd jarðar á hnatt- líkani föður síns og kann auk þess orðið talsvert í landafræði. Það er ekki nóg með, að hún viti, að Kólumbus fann Ameríku, heldur veit hún sitthvað um leiðangur hans vestur um haf. Eins og 20ustu aldar barni samir, man hún auðvitað nöfn allra geim- faranna. Hún kann furðu vel skil á tónlist, á sér orðið uppáhaldstónskáld (Mozart, Bach og Jóhann Strauss) og leikur oft þjóðlög á klarinettu. En það, sem mesta undrun vekur, er, að hún er svo þaulkunnug leikritinu Faust eftir Goethe, að hún leikur sér að því að fara með langa kafla úr því orðrétta utan bókar. Auðvitað er telpan síspyrjandi foreldra sína, eins og títt er um gáfuð börn. Faðir hennar hefur góðan tíma til að sinna spurn- ingum hennar, því að hann hefur nýlega látið af veitingastarfi og er því mikið heima við. Hann gerir lítið úr því, að Corinna litla sé undrabarn. Á 20 MÍNÚTUM MILLI FRANKFURT OG NEW YORK FLUGVÉLAVERKFRÆÐINGAR áforma um þessar mundir 20 mínútna flugferðir í geimþotum milli Frankfurt a. M. og New York kringum 1980. Þessum þotum er einnig ætlað að skreppa öðru hverju út í geiminn með birgðir til stöðva þar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.