Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Skáldkonan við skolpfötuna MAJA EKELÖF heitir fimmtug ræst- ingakona í smábænum Karlskoga í Mið- Svíþjóð. Hún er fimm barna móðir og hef- ur orðið að vinna fyrir þessum hóp með súrum sveita. 1 dagbók sína skrifar frú Ekelöf við 18. apríl 1968: „Puhha, ja hvílíkur dagur. Ég titra af þreytu frá hvirfli til ilja. Allan daginn þráði ég að skrifa um hitt og þetta, en nú loks, þegar dagsverkinu er lokið, er ég orð- in of þreytt til að geta hugsað. Ég fór á fætur kl. 3 í morgun, því ég varð að fara út að gera hreint. 1 gærkvöldi var ég í 25 ára afmælinu hennar Brittu. Nú er klukkan orðin 10 að kvöldi. Ég er þar af leiðandi búin að vinna 19 klukkutíma í striklotu, fyrst við hreingemingamar inni í bæ og síðan við stórþvott. Svo varð ég að hafa til mat handa drengjunum og þeytast síðan aftur í vinnuna." Auk alls þessa strits hefur þessi ein- stæðingsmóðir gengið í svonefndan Al- þýðuskóla á kvöldin og á tvö prófskírteini þaðan í skúffunni sinni, annað fyrir sænsku, hitt fyrir sögu. Frúin segir: „Það veitir manni innri styrk að hafa prófskírteini unn á bað, að maður sé ekki fákunnandi. Allir ættu að hafa tekið góð próf ... Hver manneskia ætti að mínu áb'ti að hafa einhvers konar bréf upp á það. að hún sé fær til einhvers.“ Frú Ekelöf er ein hinna lægst launuðu í „hinu auðuga velferðarríki" Svíbióð. 2. maf 1968 skrifar hún í dagbók sína: ,.Kauni-ð mitt í marz var 180 króuur. Anr- ílkaum'ð var 280 krónur. En í Tyrklandi hefur bornsbúi 270 króna árskaup, svo mér ferst víst ekki að kvarta.“ Af svona láo-u mánaðarkaupi lifir eng- inn. jafnvel bótt krónumar séu sænskar og þar af leiðandi ósvikin mynt, Því hef- ur frú Ekelöf orðið að leita til framfærslu- skrifstofunnar. („Það er og verður fá- tækrastyi’kur, hvernig sem maður reynir að fóðra það,“ skrifar hún). Stundum gefa efnaðri konur henni föt af sér, sem þær eru hættar að vera í, af því að vin- konur þeirra hafa sézt í sams konar föt- um. Stundum hefur Lionsklúbbur bæjar- ins vikið henni smáfjárhæð. Þá ber það við, að frú Ekelöf vinnur sér sinn 75 krón- ur fyrir að skrifa smásögu í blaðið Karl- skoga Tidning. Þessi lúna ræstingakona gefur sér nefni- lega ekki einvörðungu tíma til að stunda skólanám, hlusta á það skásta í útvarpinu og horfa á menningarþátt sjónvai*psins, heldur hefur henni tekizt að skrifa eina þeirra bóka, sem mesta athygli hafa vakið í Svíþjóð á þessu ári: Frásögn frá þvotta- fötu. (Maja Ekelöf: Rapport frán en skurhink, Rabén & Sjögren. 216 bls.L Enda þótt þessi bók sé ekki í hefð- bundnu skáldsöguformi, heldur einungis dagbók stritandi þvottakonu um árin 1965 —69, hlaut hún 1. verðlaun í skáldsagna- samkeppni forlagsins, sem gaf hana út. Síðan hefur hún selzt í hverju upplaginu af öðru og hlotið ágæta dóma, enda prýði- lega skrifuð. Frú Ekelöf gerþekkir það, sem hún er að lýsa: hið iðulausa strit ræst- ingakonunnar. Sú þekking nægir þó vit- anlega engan veginn til að skrifa góða bók. En stíll frúarinnar hrífur lesandann með látleysi sínum. Hún á sér jafnvel ósvikið skopskyn þarna niðri í blindgötu þræl- dómsins, og sál hennar rúmar samúð, ekki einungis með börnunum sínum fimm, sem hún hefur nú senn komið til manns, held- ur öðrum börnum mannkynsins, hvort sem verið er að slátra þeim í Vietnam, þau svelta í hel í Nígeríu eða þeim er misboðið

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.