Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.02.1971, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 P*E*B*L*A*N Sutju effir N. BURKE ANDLIT hans var sólbitið og brúnt eins og gamalt leður, og hann var með gullhringi í eyrunum, en ... „Nei, frú Beet,“ sagði hann, „ég get ekki borgað yður, fyrr en ég kemst í skiprúm.“ „Þér skuldið mér orðið 20 sterlingspund,“ sagði hún fokvond. „Þér fáið þau. Ég borga alltaf skuldir mín- ar. Þeir segja um mig, að ég sé jafn ábyggi- legur og Englandsbanki. Ég get skilið kist- una mína eftir sem veð,“ sagði hann. „Ef þér haldið, að þessi gamla blikkista og sjófötin yðar séu 20 punda virði, þá eruð þér grunnhyggnari en lög gera ráð fyrir.“ „Það er það eina, sem ég á.“ „En hvað um þessa eyrnahringi?“ „Þeir eru nú úr gullhúðuðum málmi.“ „Jæja, þá það. En þessi perla, sem þér hafið gumað svo mikið af?“ „Já, henni hafið þér að sjálfsögðu ágirnd á? Hún er nú alltaf nokkurra peninga virði.“ „Seljið þér hana þá, svo ég geti fengið Þessi 20 pund.“ „Að fara að selja hana! Það þori ég svei mér ekki. Henni var stolið úr auga á líkneski af heiðnum guði. Hún verður að vera falin, bangað til þeir hafa alveg steingleymt henni.“ „Látið þér mig þá fá hana sem veð í stað- mn fyrir gömlu kistuna yðar. Sjáið þér nú til, Josh Nurgent, þér þekkið mig nú orðið. Og hér verð ég alveg fram að eilífðarnóni.“ „Ja-hérna.“ hað fór svo, að hann afhenti henni perl- una að veði og kreppti hönd hennar utan um iitinn, óhreinan þvottaskinnspausa með ein- hverju, sem var hart viðkomu eins og hesli- 'hnot. »Ég kem aftur að sækja hana,“ sagði hann. »Undir eins og ég eignast þessi 20 pund, sem eS skulda yður, þá kem ég. Gætið hennar nú yel og reynið ekki að selja hana, því þá fer hla fyrir yður. Það eru nefnilega bæði prest- °g skottulæknar á hnotskóg eftir henni. Leymið hana í pokanum þeim ama og gætið Pess, að hann sé óhreinn. Það fer enginn að leita að perlu í óhreinum umbúðum.“ Að svo mæltu kvaddi hann frú Beet, sem fór með perluna upp í herbergi sitt. Hún læsti dyrunum og hristi perluna úr pokanum niður í lófa sinn, sem lukti um hana eins og ostruskel. Þetta var stór og forkunnarfögur perla, hnöttótt og lýtalaus, með töfrandi perlumóð- urgliti á mjólkurhvítum ávalanum. Frú Beet var orðin roskin, og 30 ára þrot- laust starf hennar í gistihúsinu ásamt fjár- hagsáhyggjum og hirðuleysi um útlit sitt hafði gert það að verkum, að hár hennar var orðið eins og hrakið hey í galta, og fingurnir minntu á grjúpán. En í leyndustu hugar- fylgsnum hennar bærðist engu að síður sams konar þrá og hjá Kleópötru og drottnineunni af Saba, og þessi perla var fyrsti göfugi skartgripurinn, sem hún hafði handleikið. Enda þótt hún hefði hana aðeins í vörzlum sínum, fannst henni undir eins, að hún ætti hana sjálf. Hún skoðaði sig í speglinum. Hún bar perluna upp að eyranu. Hún setti hana á brjóst sér. Perlan var hvorki ljósrauð né svört. Yfirborð hennar var eilítið ábekkt rjóma á litinn. Þetta var heit, sólbrennd perla — perla æskunnar, sem alltaf hefði átt að skrevta ungt hörund, en prýddi það nú samt sjaldan. Eftir langa stund lét frú Beet perluna aft- ur í pokann. Hvar átti hún nú að fela hann? Hún litaðist um. Loks vafði hún gömlum sokkum utan um hann og lagði hann aftast í skúffuna, þar sem hún geymdi óstagaða sokka. Þar faldi hún hana. Fyrst eftir að frúin tók við perlunni. hefði hún nú heldur kosið að fá 20 pundin sín, og hún hlakkaði til þess daffs, þegar Nurgent kæmi aftur. Hún efaðist aldrei um, að hann myndi koma, því að auk bess sem hann var alveg stálheiðarlegur maður, myndi perlan vafalaust seiða hann til sín. En smám saman fór hún að meta perluna meira en peningana. Skuld gleymist venjulega á fáum árum, og frú Beet gat greitt það, sem hún skuldaði, án þess að hún fengi þessi 20 pund frá Nurgent. í stað þess að vonast til, að hún

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.