Fréttablaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI5. júlí 2010 — 155. tölublað — 10. árgangur MÁNUDAGUR skoðun 14 FASTEIGNIR.IS 5. JÚLÍ 2010 27. TBL. Fasteignamarkaðurinn er með á skrá einbýlis- hús við Skrúðás 11 í Garðabæ. E inbýlishúsið er 268,8 fermetrar, á þremur pöll-um með innbyggðum 40 fermetra bílskúr neðst í Ásahverfinu. Komið er inn í flísalagða for-stofu með fataskápum. Forstofuherbergi er parket-lagt. Baðherbergi við forstofu er flísalagt í gólf og veggi og inniheldur sturtuklefa og handklæðaofn. Rennihurð er á milli forstofu og flísalagðs hols. Eld-hús er flísalagt og búið vönduðum innréttingum, eyju með graníti, stórri borðaðstöðu og með útgengi til norðurs og hellulagða verönd með skjólveggjum til suðurs. Innaf eldhúsi er parketlagt skrifstofuher- bergi. Á efri palli, sem bæði er gengið um stiga úr holi og úr eldhúsi eru samliggjandi stofur, með útsýni að Snæfellsjökli og víðar. Útgengt er á flísalagðar svalir. Á neðri pall hússins er gengið um parketlagðan steypt- an stiga og komið inn í parketlagt hol með útgangi á viðarverönd. Parketlagt herbergi með fataskápum og -herbergi er innaf. Baðherbergi er flísalagt og með baðkari og flísalögðum sturtuklefa og innaf því er parketlagt herbergi með fataskápum og -herbergi. Bílskúrinn er flísalagður og með geymslulofti. Þvottaherbergi er innst í bílskúr með innréttingum og vaski. Húsið að utan er í góðu ásigkomulagi og gluggar og þakkantur eru nýmálaðir. Einbýli í góðu ástandi Húsið er með 40 fermetra bílskúr og staðsett neðst í Ásahverfinu. MYND/ÚR EINKASAFNI heimili@heimili.is Sími 530 6500 Mjög falleg 96,0 m2, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílageymslu við Álfkonuhvarf 23 í Kópavogi. Íbúðin skiptist í forstofu, stóra stofu/borðstofu, eldhús með U-laga viðarinnréttingu, rúmgott barnaherbergi með fataskáp, sér þvottahús, baðherbergi með sturtuklefa og gott hjónaherbergi. Stórar svalir í suðvestur með mjög fallegu útsýni að Elliðavatni og til Bláfjalla. Íbúðinni fylgir sér geymsla í kjallara, auk bílastæðis í lokuðu bílastæðishúsi. Ragnhildur og Kári, taka á móti gestum í dag á milli kl. 18 og 19. Álfkonuhvarf 23 KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Opið hú s VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. ÞAÐ ER LÍKLEGRA AÐ EIGN ÞÍN VERÐI SELD EF HÚN ER Á SÖLUSKRÁ HJÁ OKKUR. ÞÚ BORGAR EKKERT EF VIÐ SELJUM EKKI. ÞAÐ KÖLLUM VIÐ SANHRINGD Ú ÞAÐ ER L ÍK www.lundur.Is Sími: 533 1616 lundur@lundur.Is Þjónustusími eftir lokun: 891-9916 – fax: 533 1617 Karl Gun híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Opið: má-fö. 12:30-18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum, Kóp. 201,S: 517 7727-www.nora.is Nóra á facebook allar vörur með 20% afslætti til 9 júlí SILFUR er hægt að hreinsa með því að bera á það tannkrem með mjúku viskustykki og nudda vel. Síðan er það skolað upp úr köldu vatni. 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Híbýli og viðhald veðrið í dag Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 STURTUBARKAR 150 cm TILBOÐ VIKUNNAR Tilboð Kr. 995,- SJÁVARÚTVEGUR „Ef menn standa í útgerð sem þessari ár eftir ár ætti það ekki að koma mönnum á óvart að hægt sé að selja vöruna. Það er að segja ef menn beita heilbrigðri skynsemi,“ segir Kristján Lofts- son, framkvæmdastjóri Hvals hf., spurður um töluvert magn hvalaaf- urða sem selt hefur verið úr landi á þessu ári. Náttúruverndarsamtök efast sem fyrr um að kjöt sé komið til Japans. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands hafa 372 tonn af kjöti og rengi af þeim 125 lang- reyðum sem Hvalur hf. veiddi í fyrra verið send á Japansmarkað á þessu ári. Árið 2008 voru rúm áttatíu tonn af afurðum af sjö lang- reyðum sem veiddust haustið 2006 seld utan. Verðmæti afurðanna er tæpar 800 milljónir króna. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, full- yrðir að ekkert hvalkjöt sé komið til Japans héðan frá Íslandi. Hann vitnar þar í opinberar tölur frá því í maí. „Af þeim 1.500 tonnum af afurðum sem Kristján verkaði 2009 eru enn rúmlega 1.100 tonn í frysti hér á landi. Það sýnir hversu tregur japanski markaðurinn er.“ Kristján vildi ekki tjá sig sér- staklega um útflutningstölurnar, en ítrekaði fyrri ummæli sín. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja hvalkjöt á Japansmarkað.“ Frá því að atvinnuhvalveiðar hóf- ust að nýju árið 2006 hefur Hval- ur hf. veitt 139 langreyðar ef veiði þessa árs er talin með og hrefnu- veiðimenn 225 dýr. - shá / sjá síðu 12 Hvalkjöt verið selt fyrir 800 milljónir Á fimmta hundrað tonna af hvalaafurðum hafa verið seld úr landi frá því að hvalveiðar hófust á ný. Náttúruverndarsamtök efa að kjötið sé komið til Japans. Hátíðin Villa Reykjavík Erlend listagallerí sækja höfuðborgina heim. tímamót 18 Stundar vistvænan lífsstíl Helga Ragnarsdóttir í Vogum á Vatnsleysuströnd ræktar fjölda matjurta í garðinum sínum. híbýli og viðhald 2 ELDGOS Afleysingar á áhrifasvæði eldgossins í Eyja- fjallajökli hefjast í dag. Tveir menn á vegum Bún- aðarsambands Suðurlands, Bændasamtaka Íslands og Félags kúabænda á Suðurlandi munu ferðast milli bæja á svæðinu og leysa bændur af í tvo til sjö daga í senn og ganga í þau verk sem til falla. „Hugsunin er sú að bændur geti komist í frí,“ segir Sveinn Sigmundsson, framkvæmdastjóri Bún- aðarsambands Suðurlands. „Það er búið að vera mikið álag á fólki og svo er náttúrulega ennþá ryk á svæðinu. Þess vegna er líklega kærkomið fyrir bændur að komast í burtu.“ Sveinn segir að afleysingaþjónustan sé meðal annars fjármögnuð með styrktarfé sem norskir bændur í systursamtökum Búnaðarsambandsins hafi aflað. Afleysingaþjónustan hefur mælst vel fyrir hjá bændum. Byrjað verður á bæjunum Hrútafelli og Þorvaldseyri. „Okkur finnst þetta frábært,“ segir Guðný Valberg bóndi á Þorvaldseyri. Guðný og maður hennar, Ólafur Eggertsson, verða áfram á Þorvaldseyri en segja afleysingaþjónust- una kærkomna hjálp. „Við ætlum samt að sinna bústörfunum áfram.“ - mmf Afleysingar fyrir þreytta bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli: Kærkomið að komast af gossvæðinu VÆTA EYSTRA Í dag verður víðast hæg austlæg eða breytileg átt. Rign- ing eða súld A-til en annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 10-18 stig, hlýjast NA-lands. VEÐUR 4 14 16 14 13 12 Harkar í Hollywood Darri Ingólfsson fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Boðbera. fólk 30 ÍBV á toppinn Eyjamenn tylltu sér í gær á topp Pepsi-deildar karla. sport 24 EFNAHAGSMÁL Íslenska skattkerfið er skilvirkt og sambærilegt við kerfið á hinum Norðurlöndun- um, að því er fram kemur í niður- stöðum skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS). „Ég held að skattkerfið fái þarna tiltölu- lega jákvæða umfjöllun. Það voru göt á kerfinu fyrir hrun og ljóst að það var mjög vanbúið. Nú er búið að taka á því. Þeir sem hafa gagnrýnt skattkerfið fá ekki liðsstyrk í skýrslunni,“ segir Steingrímur Sigfús son fjármálaráðherra um efni skýrslunnar. Hann stefnir á að gera hana opinbera á næstu dögum. - jab / sjá síðu 6 AGS segir skattkerfið skilvirkt: Búið að staga í stærstu götin STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN Rangstæðin við Tjörnina eru hluti af umhverfisverkefni bandarísku listakonunnar Natalie Jeremijenko sem sett var upp á Listahátíð á síðasta ári. Verkefnið snerist um að hafa áhrif á umhverfi sitt. Ef til vill hafa borgarbúar áhrif á sitt umhverfi með því að gauka brauðmola að fuglunum á Tjörninni. FRÉTTTABLAÐIÐ/PJETUR KOLUMBÍA Tollgæslan á flugvellin- um í Bógóta í Kolumbíu lagði um helgina hald á eftir- líkingu af heims- meistarabikarnum. Að sögn CNN var styttan gerð úr ell- efu kílóum af kóka- íni. Gripnum var lýst sem gulllitaðri eftirlíkingu í lélegu ástandi. Styttunni sem er 36 senti- metra há var pakk- að ásamt nokkrum fótboltabúningum í sendingu sem fara átti til Madrídar á Spáni. Eiturlyfja- bikarinn falsaði vó ellefu kíló sem fyrr segir. Fyrirmyndin, sem ítalski listamaðurinn Silvio Gazzaniga hannaði, vegur hins vegar rúm sex kíló. - gar Tollverðir í Kólumbíu: Tóku HM-bikar úr kókaíni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.