Fréttablaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 40
24 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Sparisjóðsv. Kefl., áhorf.: 2.170 Keflavík FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–16 (7–7) Varin skot Ómar 5 – Gunnleifur 6 Horn 7–11 Aukaspyrnur fengnar 10–5 Rangstöður 3–2 FH 4–3–3 Gunnl. Gunnleifss. 7 Guðm. Sævarsson 6 Hafþór Þrastarson 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur L. Valgarðss. 5 Pétur Viðarsson 5 Björn D. Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmss. 6 Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (73. Bjarki Gunnl. -) *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–5–1 Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Á. Antoníuss. 6 Haraldur Fr. Guðm. 7 Bjarni Hólm Aðalst. 6 Alen Sutej 7 (65. Jóhann Guðm. 6) Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (59. Brynjar Guðm. 6) Hólmar Örn Rúnarss. 6 Magnús Þorsteinss. 6 *Guðm. Steinarsson 7 Magnús Þ. Matthíass. 6 (88. Ómar Karl Sig. -) 1-0 Guðmundur Steinarsson (27.) 1-1 Ólafur Páll Snorrason (61.) 1-1 Erlendur Eiríksson (5) STJARNAN 0-2 ÍBV 0-1 Tryggvi Guðmundsson (4.) 0-2 Denis Sytnik (89.) Stjörnuvöllur, áhorf.: 718 Dómari: Magnús Þórisson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–11 (8–5) Varin skot Bjarni 3 – Albert 8 Horn 7–3 Aukaspyrnur fengnar 16–12 Rangstöður 4–4 Stjarnan 4–5–1 Bjarni Þ. Halldórsson 6 – Baldvin Sturluson 7, Daníel Laxdal 6, Marel Baldvinsson 6, Jóhann Laxdal 5 – Dennis Danry 5, Þorvaldur Árnason 4 (65. Hilmar Hilmarss. 5), Atli Jóhannsson 5 (77. Tryggvi Bjarnason -), Halldór Orri Björnsson 5, Steinþór Fr. Þorsteinsson 5 – Ellert Hreinsson 4. ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 8 – James Hurst 7, *Eiður Aron Sigurbjörnsson 8, Rasmus Christi- ansen 7, Matt Garner 7 – Finnur Ólafsson 7, Tony Mawejje 5 (84. Ásgeir Aron Ásgeirsson -), Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 – Eyþór Helgi Birgisson 5 (65. Denis Sytnik 7), Andri Ólafsson 7, Tryggvi Guð- mundsson 8 (90. Yngvi M. Borgþórsson -). KR-völlur, áhorf.: 1.059 KR Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–12 (6–6) Varin skot Moldsked 5 – Rúnar Dór 5 Horn 4–6 Aukaspyrnur fengnar 20–12 Rangstöður 1–2 GRINDAV. 4–4–2 Rúnar Dór Daníelss. 6 Loic Mbang Ondo 5 Auðun Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef Kr. Jósefsson 4 Scott Ramsay 6 Matthías Friðriksson 5 Jóhann Helgason 6 Páll Guðmundsson 5 (57. Óli B. Bjarnas. 5) Grétar Hjartarson 4 (84. Vilhjálmur Darri -) Gilles Mbang Ondo 6 *Maður leiksins KR 4–3–3 Lars Ivar Moldsked 7 Eggert R. Einarsson 5 Mark Rutgers 5 (32. Gunnar Örn J. 6) Grétar S. Sigurðarson 7 Guðm. R. Gunnarss. 7 Baldur Sigurðsson 6 *Bjarni Guðjónsson 8 Viktor Bjarki Arnarss. 5 Óskar Örn Hauksson 6 Kjartan H. Finnbogas. 5 Björgólfur Takefusa 4 1-0 Bjarni Guðjónsson (13.) 1-0 Einar Örn Daníelsson (6) STAÐAN ÍBV 10 6 2 2 16-8 20 Keflavík 10 5 4 1 11-9 19 Breiðablik 9 5 2 2 19-12 17 Fram 9 4 4 1 15-10 16 Valur 9 4 3 2 15-13 15 FH 10 4 3 3 16-16 15 Stjarnan 10 3 4 3 20-15 13 KR 10 3 3 4 14-15 12 Fylkir 9 3 2 4 17-19 11 Selfoss 9 2 1 6 11-17 7 Grindavík 10 2 0 8 10-20 6 Haukar 9 0 4 5 9-19 4 NÆSTU LEIKIR Selfoss - Breiðablik í kvöld kl. 19.15 Haukar - Fylkir í kvöld kl. 19.15 Fram - Valur í kvöld kl. 20.00 MARKAHÆSTU LEIKMENN Albert Brynjar Ingason, Fylki 6 mörk Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 6 mörk PEPSI-DEILDIN FÓTBOLTI ÍBV komst á topp Pepsi- deildar karla með góðum 2-0 úti- sigri á Stjörnunni í fyrsta leik 10. umferðar í gær. Þeir Tryggvi Guð- mundsson og Denis Sytnik skor- uðu mark Eyjamanna í gær sem vörðust þó lengst af í leiknum. „Við erum einfaldlega með gott lið,“ sagði Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með frammi- stöðuna. Þetta var fyrst og fremst góður vinnusigur hjá okkur en samt nokkuð dýr. Við fengum of mikið af gulum spjöldum og það eru margir leikmenn komnir með þrjú spjöld í sumar.“ Það var þó þessi barátta Eyja- manna sem reyndist þeim dýrmæt í leiknum í gær. Eftir að Tryggvi hafði komið ÍBV yfir strax á fjórðu mínútu náðu heimamenn fljótlega undirtökunum í leiknum. En þó svo að Stjarnan var talsvert meira með boltann gekk illa að skapa færi fyrir framan mark Eyjamanna. Ellert Hreinsson fékk tvö bestu færin undir lok fyrri hálfleiks en Albert Sævarsson sá við honum í bæði skiptin. Í seinni hálfleik voru Stjörnu- menn meira með boltann en Eyja- menn beittu skyndisóknum. Eftir eina slíka sendi Tryggvi stungu- sendingu inn fyrir vörn Stjörn- unnar á varamanninn Denis Sytn- ik sem vippaði boltanum glæsilega yfir Bjarna Þórð í marki Stjörn- unnar. Hann gerði þar með út um leikinn. „Það var ferlegt að byrja ekki leikinn almennilega og þurfa að elta þetta mark sem við fengum á okkur í byrjun. Þar sváfum við ein- faldlega á verðinum,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Mér fannst við þó spila ágæt- lega og boltinn gekk þokkalega manna á milli. Við vorum þó óþol- inmóðir í sókninni og komumst ekki nægilega oft á bak við bak- verðina þeirra. Þegar það tókst fengum við færi en þau sem við fengum nýttum við alls ekki nógu vel. Undir lokin setti ég svo Tryggva [Bjarnason] fram í sókn- ina til að eiga góðan skallamann frammi en það gekk ekki. Það vantaði einhvern neista í sóknar- leikinn hjá okkur.“ Hann hrósaði einnig liði ÍBV eftir leikinn „Þetta er flott lið og afar vel skipulagt. Þeir eru klókir og stemningin er þeirra megin.“ Enski varnarmaðurinn James Hurst lék með ÍBV í gær en hann er lánsmaður frá Portsmouth. Til stóð að hann myndi snúa aftur til Englands en félagið ákvað að leyfa honum að spila lengur á Íslandi. „Þetta var frábær sigur. Við byrjuðum vel en þeir tóku fljót- lega völdin eftir það. Það var því frábært að ná seinna markinu og klára leikinn,“ sagði Hurst. „Mér líður vel á Íslandi og er mjög ánægður að fá að vera leng- ur hjá ÍBV. Ég hef verið að bæta mig hér enda knattspyrnan góð á Íslandi,“ bætti hann við. eirikur@frettabladid.is Fyrst og fremst góður vinnusigur ÍBV vann í gær sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum liðsins í Pepsi-deild karla og varð í gær fyrsta liðið í sumar til að vinna Stjörnuna í Garðabænum. „Við erum bara með gott lið,“ sagði fyrirliðinn Andri Ólafsson. ÖFLUG VÖRN Eiður Aron Sigurbjörnsson og James Hurst héldu þeim Halldóri Orra Björnssyni og félögum í Stjörnunni í skefjum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÖGNUÐUR Eyjamenn fögnuðu sigrinum í gær vel og innilega. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Björgvin og Þorsteinn á EM í frjálsum Björgvin Víkingsson, FH, og Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, tryggðu sér um helgina þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Barce- lona síðar í mánuðinum. Þorsteinn bætti sinn besta árangur í langstökki er hann stökk 7,79 metra á móti Gautaborg í Svíþjóð. Það dugði Þorsteini til sigurs í mótinu. Björgvin keppti í 400 metra grinda- hlaupi á sterku móti í Sviss en hann kom í mark á 51,77 sekúndum. Það er hans næstbesti árangur í greininni frá upphafi. Alls munu sjö Íslendingar keppa í Barcelona. FÓTBOLTI „Ég er hundsvekktur með að tapa þessum leik,“ sagði Auðun Helgason, leik- maður Grindavíkur, eftir að liðið tapaði 1-0 á KR-vellinum í gær. „Við spiluðum rosalega vel fyrir utan fyrsta korterið. Mér fannst við betri á öllum stöðum en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Eina mark leiksins skoraði Bjarni Guð- jónsson á þrettándu mínútu. Grindvíkingar áttu margar stórhættulegar sóknir og fengu nokkur úrvalsfæri til að jafna metin. Grétar Hjartarson fór illa að ráði sínu eftir einu mis- tök markvarðar KR í leiknum og þá bjargaði Guðmundur Reynir Gunnarsson á marklínu eftir hornspyrnu. „Þeir lifðu þetta af í dag. Við eigum á bratt- ann að sækja en þetta var langbesta frammi- staða Grindvíkinga í sumar. Ef við spilum svona áfram þá þurfum við ekki að hafa nein- ar áhyggjur. Við verðum bara að nýta færin,“ sagði Auðun. Logi Ólafsson var kátur eftir leik enda sig- urinn nauðsynlegur fyrir KR-inga sem hafa nú náð að slíta sig frá botninum. „Við vissum að þetta gæti orðið barningur og þetta var mjög erfitt. Við lékum mjög erfiðan leik í Evrópu- keppninni og gerðum okkur alveg grein fyrir því að við vorum að mæta mjög góðu fótbolta- liði þó að úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim frekar en okkur,“ sagði Logi. „Þetta var virkilega kærkominn, erfiður og mikilvæg- ur sigur. Grindavík er með leikmenn eins og Grétar, Auðun, Scott Ramsey og Ondo-bræð- urna. Þessir menn eru mjög flinkir fótbolta- menn og eru hluti af góðu liði. Ég hef trú á því að þeir rísi upp.“ Leikurinn í gær var opinn og skemmtileg- ur og uppfullur af færum. Miðað við spila- mennsku Grindavíkur stóran hluta leiksins er í raun stórmerkilegt að liðið sé í þessari stöðu. En fótboltinn snýst um að skora mörk og þrátt fyrir að hafa skapað mikla hættu fóru Grind- víkingar mjög illa með færin. KR-ingar fara með bros á vör með þrjú stig úr þessum leik. Markvörðurinn Lars Ivar Moldsked bjarg- aði nokkrum sinnum vel og hefur heldur betur fundið fjölina eftir arfadapra byrjun. Bjarni Guðjónsson bar uppi miðjuna hjá KR-ingum en mennirnir í kringum hann voru talsvert frá sínu besta. - egm Bjarni Guðjónsson tryggði KR 1-0 sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í gærkvöldi: Góðir Grindvíkingar með tóma vasa BARÁTTA Í LOFTINU Það var tekið á því í leik KR og Grindavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Þetta var frábærlega spilaður leikur af hálfu FH því það var bara eitt lið á vellinum allan leikinn. Við misstum aðeins einbeitingu þegar þeir skoruðu markið en við óðum í færum og vorum klaufar upp við mark Keflvík- inga,” sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-1 jafntefli gegn Keflvíkingum í gær. FH-ingar misnotuðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik en heimtuðu aðra vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé eftir að boltinn fór í höndina á varnarmanni Keflavík. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, sá ekkert athugavert við þetta og lét leikinn halda áfram. „Fróðir menn segja það að þetta hafi verið víti en ég sá það ekki nógu vel. Þetta er bara partur af þessu að sjá þegar þetta gerist.” Heimir var mjög ánægður með sína menn eftir leikinn í gær og segist alls ekki kvíða framhaldinu ef leikmenn hans halda áfram að spila líkt og þeir gerðu á móti Keflavík. „Það sem þarf að gerast er að við þurfum að fara að nýta færin betur og halda einbeitingunni betur, sérstaklega í föstum leikatriðum. Ef við gerum það þá kvíð ég ekki framhaldinu því að FH-liðið sem spilaði í þessum leik var að mínu mati virkilega gott,” sagði Heimir en FH-ingar verði nú að fara heim á æfingarsvæðið og æfa sig að hitta markið þar sem þeir fengu mörg góð marktækifæri í leiknum án þess þó að ná að gera sér mat úr því. „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá vildum við fá öll þrjú stigin og áttum það skilið en það er ekkert spurt að því í fótbolta. Nú verðum við að fara og æfa okkur að skjóta á markið í staðinn fyrir framhjá eða yfir það,” sagði Heimir. HEIMIR GUÐJÓNSSON: ÞJÁLFARI FH ÁNÆGÐUR MEÐ SÍNA MENN ÞRÁTT FYRIR JAFNTEFLI Það var bara eitt lið á vellinum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.