Fréttablaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 8
8 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing- is telur að samgönguráðuneyt- ið hafi ekki farið að lögum þegar það úrskurðaði í stjórnsýslukæru Eyjólfs R. Stefánssonar tölvunar- fræðings. Hann kærði ákvörðun Akranesbæjar um að bjóða tölvu- þjónustu ekki út heldur semja við fyrirtækið Tölvuþjónustuna Sec- urStore vorið og sumarið 2008. Forsaga málsins er sú að bæjar- yfirvöld ákváðu að bjóða tölvu- þjónustu bæjarins ekki út held- ur semja við SecurStore. Það fyrirtæki er að hluta til í eigu Arn- ars Gunnarssonar, sonar Gunnars Sigurðssonar, þáverandi forseta bæjarstjórnar. Umboðsmaður Alþingis, Róbert Spanó, telur að málsmeðferð ráðu- neytisins hafi verið ábótavant. Það lét hjá líða að óska nægilegra upplýsinga um hæfi forseta bæj- arstjórnar. Ekki var óskað upp- lýsinga um hvort Gunnar hefði haft vitneskju um kaup sonar síns í tölvufyrirtækinu. Þau fóru fram 30. apríl 2008 og fullyrtu bæjaryfirvöld að Gunnar hefði ekki tekið þátt í ákvörðunum um málið eftir það, en endanlega var samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið 15. júní það ár. „Ég ítreka í þessu samhengi það sem áður er rakið, að 1. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga tekur hvort tveggja til hæfis sveitar- stjórnarmanns við „meðferð“ og „afgreiðslu“ máls,“ segir í úrskurð- inum. Yfirlýsing bæjaryfirvalda ein og sér hafi því ekki verið nægj- anleg til að byggja úrskurð ráðu- neytisins á henni. „Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að samgönguráðu- neytið hafi látið hjá líða að óska frekari skýringa Akraneskaup- staðar um framangreind atriði.“ Tölvufyrirtækið Omnis kærði samninginn við SecurStore til kærunefndar útboðsmála, sem taldi bæjaryfirvöld hafa brotið lög og EES-reglur með samningnum. Samkvæmt gögnum um opinber innkaup var hins vegar ekki hægt að fella samninginn úr gildi, þar sem hann var orðinn bindandi, þrátt fyrir að vera ólögmætur. Umboðsmaður beinir því, í niðurstöðu sinni, til samgöngu- ráðuneytisins að taka mál Eyj- ólfs til endurskoðunar, komi fram beiðni þess efnis frá honum og hagi þá meðferð málsins í sam- ræmi við þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu. Eyjólfur segist vera að íhuga alvarlega að fara fram á að ráðu- neytið geri svo. kolbeinn@frettabladid.is Samgönguráðuneyti fór gegn lögunum Úrskurður samgönguráðuneytisins í stjórnsýslukæru vegna kaupa Akranesbæj- ar á tölvuþjónustu var ekki í samræmi við lög. Kærandinn vill að ráðuneytið endurskoði úrskurðinn. Hæfi forseta bæjarstjórnar var dregið í efa. EYJÓLFUR R. STEFÁNSSON RÓBERT SPANÓ AKRANES Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að samningur bæjarins við fyrirtæki sonar forseta bæjarstjórnar sé ólöglegur. Nú hefur umboðsmaður Alþingis úrskurðað að meðferð samgönguráðuneytisins á kæru vegna málsins hafi verið á svig við lög. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TÆKNI Skjáskot af því sem sagt er sýna næstu upp- færslu á Windows-stýrikerfinu úr búðum bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft láku á Netið á dögun- um. Þau fóru sem eldur um sinu um netheima í síð- ustu viku. Það var ítalskur bloggari sem gengur undir nafn- inu Windowsetta, sem setti upprunalega skjáskotin á Netið. Um nokkrar glærur er að ræða. Það sem helst tengir þær við nýtt stýrikerfi er tilvísun í það í horni hverrar glæru. Nýjasta útgáfa stýrikerfis Microsoft heitir Wind- ows 7 og kom á markað í október í fyrra. Miðað við það sem fram kemur á glærunum sem láku á Netið er reiknað með næstu útgáfu eftir tvö ár. Microsoft hefur ekki vilja staðfesta hvort glærurnar eru raunveruleg- ar eður ei, að sögn netmiðilsins InformationWeek. Miðað við það sem sést á glærunum fær Microsoft að láni nokkrar af lausnum keppinautarins Apple. Ein þeirra er netverslunin Windows App Store, sem gerir netverjum kleift að kaupa hugbúnað með svipuðum hætti og notendur Apple-tækja hafa getað gert í tvö ár. Þá má reikna með auknum stuðningi við myndræna upplifun, þar á meðal þrívídd. - jab SKJÁSKOT AF WINDOWS 7 Tvö ár eru talin í að næsta kynslóð af Windows-stýrikerfi Microsoft líti dagsins ljós. Skjáskot af næstu útgáfu Windows-stýrikerfis Microsoft láku á Netið um helgina: Fá ýmislegt að láni hjá Apple Ölvun við akstur Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Snæfellsnesi á tíunda tímanum á laugardagskvöld. Ölvunaraksturinn átti sér stað á Snæfellsnesvegi við Miklaholtssel. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Lýsing hefur höfðað fyrsta málið gegn viðskiptavini til að láta reyna á leið stjórnvalda til að gera upp gengistryggð lán miðað við hagstæðustu seðlabankavexti. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Aðilar málsins hafa komið sér saman um að flýta því eins og hægt er en málið fær enga sérstaka flýti- meðferð í héraðsdómi enda þyrfti líkast til að breyta lögum til að það væri hægt. Óvíst er því hvenær niðurstaða fæst í málið. Í málinu er tekist á um það hvort unnt sé að breyta skilmálum láns eftir á, eins og leið stjórnvalda felur í sér, það er að breyta upp- haflegum samningsvöxtum í seðla- bankavexti. Boðaður hefur verið sameigin- legur fundur í viðskiptanefnd og efnahags- og skattanefnd Alþing- is á mánudaginn kemur þar sem aðalumræðuefnið er tilmæli Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins um uppgjör gengistryggðu lánanna. Á heimasíðu Alþingis er þess getið að gestir hafi verið boðaðir á fundinn en ekki segir hverjir það eru. - sh Fyrsta dómsmálið vegna tilmæla stjórnvalda um gengistryggð lán farið af stað: Lýsing höfðar fyrsta málið HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Málið hefur þegar verið þingfest en óvíst er hversu langan tíma það mun taka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAGSMÁL Alls 495 fjölskyld- ur í Kópavogi fengu fjárhags- aðstoð hjá Félagsþjónustu bæjar- ins árið 2009. Árið 2008 var þessi fjöldi 396. Tilkynningum til barnaverndar hefur einnig fjölgað milli ára, úr 641 í 762. Í ávarpi Aðalsteins Sig- fússonar, félagsmálastjóra Kópa- vogs, í ársskýrslu félagsþjónust- unnar, segir að erfitt sé að segja til um hvað valdi en skýringuna megi þó líklega rekja til atvinnu- leysis og fjárhagslegra erfiðleika. Í skýrslunni kemur fram að eftirspurn eftir félagslegri ráð- gjöf og fjárhagsaðstoð hafi auk- ist í kjölfar íslenska efnahags- hrunsins. - mþl Félagsþjónusta Kópavogs: 495 fjölskyldur fengu aðstoð KÓPAVOGUR Félagslegum vandamálum hefur fjölgað töluvert. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VESTMANNAEYJAR Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á sjávar- útvegsráðherra og ríkisstjórnina alla að falla tafarlaust alfarið frá boðaðri fyrningarleið. Bæjar- stjórnin segir að þess í stað beri að leita áfram leiða til að efla sjávarútveg í sátt við íbúa sjávar- byggða, starfsmenn greinarinn- ar og landsmenn alla. „Stjórnvöld eru að vinna gegn hagsmunum sjávarútvegsins og þar með gegn hagsmunum sjávarbyggða með boðaðri fyrningarleið,“ segir í ályktun bæjarstjórnarinnar. - þeb Bæjarstjórn í Eyjum harðorð: Fallið verði frá fyrningarleið AGS lánar Úkraínu Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins hefur mælt með því við stjórn sjóðsins að Úkraína fái lán að andvirði um 1.860 milljarða króna. Lánið verður greitt út á næstu þremur árum. Undan farin ár hafa Úkraínu- menn glímt við hækkandi verðbólgu og minnkandi gjaldeyristekjur sem ógnað hefur stöðugleika í landinu. ÚKRAÍNA LÖGREGLUMÁL Breiðleitur maður um tvítugt, með stutt hár og gisn- ar tennur, braust inn í Gesthús á Selfossi aðfaranótt laugardags að talið er. Gesthús er sumarhúsa- byggð á Selfossi. Vitni sá til mannsins koma út úr húsinu og fara í burt á reiðhjóli. Í ljós kom að búið var að taka nokkurt magn af áfengi sem fannst stuttu síðar falið skammt frá húsinu. Í kjölfarið lýsti lögreglan eftir manninum en engar ábendingar höfðu borist lögreglunni seinni- partinn í gær. - mmf Áfengi flutt úr sumarhúsum: Lýst eftir breið- leitum þjófi 1 Hvaða Íslendingur er stórvin- ur Mikes Tyson? 2 Hvað heitir eini kalkúna- bóndi Íslands? 3 Hversu miklu magni af glingri smygluðu fjórir Rúmen- ar til landsins? SVÖR Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.