Fréttablaðið - 05.07.2010, Síða 10
10 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR
FRÉTTASKÝRING
Hverjir eiga eftir að greina frá styrkveit-
endum í prófkjörum 2006?
Níu þingmenn í þremur flokk-
um greindu í júní frá prófkjörs-
baráttu sinni 2006 hér í blaðinu.
Bæði um heildarkostnað og hverj-
ir veittu þeim hæstu styrkina.
Enn eiga fimm þingmenn eftir að
nafngreina styrkveitendur sem
samtals veittu þeim 10,7 milljón-
ir í framlög fyrir prófkjör 2006
vegna þessarar baráttu og er þá
einungis litið til styrkja sem nema
hálfri milljón eða meira. Þess skal
geta að Ríkisendurskoðun mæltist
til þess – eftir á að frambjóðend-
ur greindu frá þessum styrkjum
sínum, en þegar þeir voru veittir
giltu engin ákvæði sem skylduðu
frambjóðendur til að segja hvaðan
aurarnir komu.
Af óútskýrðu 10,7 milljónunum
eru 4,7 milljónir frá lögaðilum
og sex frá einstaklingum. Þing-
mennirnir fimm eru allir í Sjálf-
stæðisflokknum og á Guðlaug-
ur Þór Þórðarson bróðurhluta
summunnar, 7,5 milljónir.
Guðlaugur hefur skýrt leynd-
ina með því að sumir styrkveit-
endur hafi ekki leyft honum að
birta nöfn sín. Þá hafi hann ekki
náð í nokkra aðila til að fá sam-
þykki þeirra. Án þess að staðhæfa
að svo sé, segist hann heldur ekki
birta nöfn þeirra sem kunni að
vera látnir.
S i g u r ð u r K á r i
Kristjánsson hefur
í viðtali við Frétta-
blaðið neitað að
gefa upp hverj-
ir lögðu honum 1,5
milljónir til barátt-
unnar. Hann hefur
síðar sagt að styrk-
ir sínir séu frá fjöl-
skyldumeðlimum
og fólki sem
tengist honum vinaböndum. Þetta
fólk kæri sig ekki um að vera hluti
af styrkjaumræðunni.
Pétur H. Blöndal hefur upplýst
í Fréttablaðinu að 700.000 króna
styrkur til sín hafi verið frá hjón-
um sem vildu láta prenta fyrir
hann bækling. Hann sagði fyrir
nokkru að hann þyrfti að fá leyfi
frá fólkinu til að nafngreina það.
Pétur var á þriðjudag ekki búinn
að þessu og vildi ekki veita viðtal
til útskýringar.
Bjarni Benediktsson, formaður
flokksins, hefur greint blaðinu frá
því að hann hafi beðið um, en ekki
fengið, leyfi til að gefa upp hver
veitti honum hálfa milljón í styrk.
Hann hefur sjálfur hvatt flokks-
menn sína til að segja frá slík-
um styrkjum eftir því sem hægt
er. Það sé sjálfsagt og eðlilegt að
leggja allt á borðið.
En Kristján Þór Júlíusson, þing-
maður Norðausturkjördæmis,
hefur alls ekki útskýrt
hálfrar milljón-
ar króna styrk
fyrir þessar sömu kosningar. Ekki
hefur náðst í Kristján Þór síðustu
vikur þrátt fyrir fjölmargar sím-
hringingar og skilaboð.
Eftir því sem næst verður kom-
ist hafa allir aðrir þingmenn greint
frá sínum styrkjum af þessari
stærðargráðu, annaðhvort hjá Rík-
isendurskoðun, í Fréttablaðinu eða
á Vísi. Ábendingar um annað væru
vel þegnar.
Þess skal getið að þær upplýsing-
ar sem þingmenn hafa veitt Ríkis-
endurskoðun og fjölmiðlum, um
styrki og kostnað, hafa ekki verið
sannreyndar. klemens@frettabladid.is
Kanilsnúðar
Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn
FR
YS
TI
VA
RA
Taktu bollur með í ferðalagið!
www.ora.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
skoraði á dögunum á forystu
flokksins að hugsa sinn gang.
Þeir sem hafi þegið háa styrki frá
félögum eða notið fyrirgreiðslu
sem ekki hafi staðið almenningi til
boða eigi að sýna ábyrgð með því
að víkja úr þeim embættum sem
þeir voru kosnir til að gegna.
Styrkþegar víki
Styrkir frá nafnlausum aðilum til þingmanna
Miðað við upplýsingar frá þingmönnunum sjálfum og Ríkisendurskoðun
1,5 milljónir frá einstaklingi Guðlaugur Þór Þórðarson
1 milljón frá einstaklingi Guðlaugur Þór Þórðarson
1 milljón frá einstaklingi Guðlaugur Þór Þórðarson
1 milljón frá einstaklingi Guðlaugur Þór Þórðarson
1 milljón frá einstaklingi Guðlaugur Þór Þórðarson
1 milljón frá lögaðila Guðlaugur Þór Þórðarson
1 milljón frá lögaðila Guðlaugur Þór Þórðarson
1 milljón frá lögaðila Sigurður Kári Kristjánsson
700.000 frá einstaklingi Pétur H. Blöndal
500.000 frá lögaðila Bjarni Benediktsson
500.000 frá lögaðila Kristján Þór Júlíusson
500.000 frá einstaklingi Sigurður Kári Kristjánsson
*Ekki eru taldir með styrkir sem voru lægri en 500.000 krónur. Nær engir veitendur slíkra styrkja eru
nafngreindir í þeim upplýsingum sem lagðar hafa verið fram frá þessum tíma.
Fimm þingmenn
þegja um styrki
Fimm þingmenn hafa ekki greint frá því hverjir styrktu þá í prófkjörum fyrir
þingkosningar 2007. Þeir eru allir í Sjálfstæðisflokknum. Sumir þeirra segjast
ekki mega segja almenningi frá hverjir styrktu þá.
EFNAHAGSMÁL Rétt rúmur
helmingur Þjóðverja
vill skipta evrunni út og
taka þýska markið upp að
nýju. Þetta eru niðurstöð-
ur könnunar alþjóðlega
markaðsrannsóknarfyr-
irtækisins Ipsos.
Einungis þrír af hverj-
um tíu sem þátt tóku í
könnuninni vilja halda í
evruna en átján prósent
eru óákveðin hvað skuli
gera.
Þetta er þvert á niðurstöður
kannana á vegum Evr-
ópusambandsins (ESB)
frá í febrúar, en þá voru
66 prósent Þjóðverja
fylgjandi evruaðild. Ekki
kemur fram í erlendum
fjölmiðlum fyrir hvern
Ipsos gerði könnunina.
Helsta ástæða við-
snúningsins mun vera
dýr fjárhagsstuðning-
ur við þau evruríki sem
standa illa, þar á meðal
Grikkland.
Þeir þátttakendur í könnun
Ipsos sem vilja sjá markið á ný
telja að kostnaðurinn muni falla
á skattgreiðendur.
Breska dagblaðið Telegraph
segir þátttakendur í könnuninni
sem séu komnir yfir miðjan aldur
í meirihluta þeirra sem sakni
þýska marksins, eða 56 prósent.
Það hefur eftir Pearson lávarði,
formanni breska Sjálfstæðis-
flokksins sem andsnúinn er aðild
Bretlands að ESB, að fólk sé nú að
átta sig á því að ráðamenn efna-
hagsbandalagsins hafi svikið sig.
- jab
Meirihluti Þjóðverja er andsnúinn evrunni og vill taka upp þýska markið á ný:
Aðstoð ESB fer illa í fólk
PEARSON
SIGURÐUR KÁRI
KRISTJÁNSSON
PÉTUR HARALDSSON
BLÖNDAL
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
GUÐLAUGUR
ÞÓR
ÞÓRÐARSON
BJARNI
BENE-
DIKTSSON