Fréttablaðið - 05.07.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 05.07.2010, Síða 12
12 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvalveiðar Íslendinga Helstu rökin gegn hvalveið- um á síðastliðnum fimm árum hafa verið að enginn markaður sé fyrir afurðir. Engu síður hafa á fimmta hundrað tonna þegar verið send til Japans. Oft hefur því verið haldið fram að lítill sem enginn markaður sé fyrir hvalaafurðir. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hafa þó 372 tonn af kjöti og rengi verið send á Jap- ansmarkað af þeim 125 langreyðum sem Hvalur hf. veiddi í fyrra. Árið 2008 voru rúm 80 tonn af afurðum af sjö langreyðum sem veiddust haustið 2006 send á markað. Verð- mæti afurðanna er tæplega 800 milljónir króna. Svipuðum rökum hefur verið beitt á hrefnuveiði- menn. Góð viðbrögð á innanlands- markaði eru hins vegar staðreynd og mestallt kjöt af veiddum dýrum selst ferskt jafnóðum. Allt frá þeim degi sem Hvalur 9 sigldi út úr Reykjavíkurhöfn í október 2006 hafa helstu rök hval- veiðiandstæðinga verið að atvinnu- veiðar á langreyði séu tilgangslaus sýndarmennska. Engir markað- ir séu fyrir kjötið og veiðarnar séu drifnar áfram af einhverjum öðrum hvötum, tilfinningalegum eða einfaldlega í uppreisn gegn þeim sem vilja friða hvalastofnana. Látið er að því liggja að Kristján Loftsson hjá Hval hf. borgi háar upphæðir með útgerðinni og honum sé slétt sama um hvort afurðirnar seljast eða ekki. Kristján segir að heilbrigð skynsemi hljóti að segja mönnum að ef menn standi í útgerð sem þessari ár eftir ár þá sé hægt að selja vöruna. Allir vita síðan hver persónuleg skoðun hans er á friðunarsinnum. Í hans huga eru þeir hryðjuverkamenn. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, held- ur því fram að tölur Hagstofunnar séu haldlaus rök fyrir því að mark- aður sé fyrir hvalaafurðir í Japan. Ekkert hvalkjöt hafi komið inn í landið héðan frá Íslandi. Hann vitnar þar í opin- berar tölur frá því í maí. „Af þeim 1500 tonn- um af afurðum sem Kristján Loftsson verk- aði 2009 eru enn rúmlega 1100 tonn í frysti hér á landi. Það sýnir hversu tregur japanski markaður- inn er.“ Árni gengur svo langt að spyrja hvort kaupandinn í Japan sé Kristján Loftsson sjálfur. Mótmælaaðgerð í Rotterdam Fréttablaðið leitaði til Kristjáns varðandi útflutningstölur Hagstof- unnar. Hann vísaði á fyrri ummæli sín um málið og baðst undan því að ræða hvalveiðarnar í smáatriðum. Ástæðan er að hans sögn að allar upplýsingar sem hann láti frá sér séu afbakaðar í fjölmiðlum og þeim beitt gegn fyrirtækinu af andstæð- ingum hvalveiða. Kristján benti á nýlegt dæmi þegar hópur frá umhverfissam- tökunum Green- peace réðst um borð í japanskt flutningaskip i Rotterdam og hlekkjaði sig fastan. Krafa hópsins var að sjö gámum af hvalkjöti yrði skipað í land. Hafnaryfirvöld létu undan en í gámunum voru 140 tonn af hval- kjöti. Kristján setur stórt spurn- ingarmerki við gæsluna í höfninni. „Það er ekkert endilega gefið að þessir náungar séu bara með mót- mælaskilti á sér. Það hafa dæmin sannað í gengum tíðina,“ segir Kristján en tveimur hvalveiðibát- um var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 af náttúruverndarsam- tökunum Sea Shepherd. Rök Greenpeace voru að Íslend- ingar hundsuðu CITES-sáttmálann, sem kveður á um takmarkanir við sölu á afurðum af villtum dýrum. Evrópa og hvalveiðiráðið Í umsögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðildarum- sókn Íslands, sem birt var 24. febrú- ar, segir: „Nauðsynleg skref verður að stíga að því er varðar vernd- un sjávarspendýra.“ Enginn getur velkst í vafa um þýðingu þessa. Aðild Íslands að ESB og hvalveiðar eru eins og olía og vatn. Annað úti- lokar hitt. Álíka skýr lína er innan stjórnmálaflokkanna til hvalveiða. Hún mótast fyrst og síðast af því hvort ESB-aðild er talin æskileg. Í fréttaskýringu um Evrópumál, sem birtist í Fréttablaðinu á mið- vikudag, kom fram að Samfylking- in væri að miklu leyti einangruð í afstöðu sinni til aðildar eftir vend- ingar síðustu vikna í íslenskum stjórnmálum. Bardagalínur á vett- vangi stjórnmála virðast þær sömu hvað hvalveiðar varðar. Ekki skýrðust línur á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk í Marokkó fyrir skemmstu. Miðl- unartillaga lá fyrir fundinum um að leyfa takmarkaðar hvalveiðar í atvinnuskyni. Tvær fylkingar tók- ust á um málið; þau ríki sem hlynnt eru sjálfbærum hvalveiðum og þau sem eru þeim andvíg nema í tilfelli frumbyggjaveiða. Ekki náðist lend- ing og málinu var frestað til næsta fundar. Tómas H. Heiðar, aðal- fulltrúi Íslands í ráðinu, telur að árangur hafi þó náðst. Hann sagði í viðtali við RÚV að gagnkvæmur skilningur hefði aukist og virðing fyrir mismunandi sjónarmiðum innan ráðsins. Sjálfbærni og hvalaskoðun Langreyðarstofninn við Ísland er í kringum tuttugu þúsund dýr, sam- kvæmt talningum á svæðinu við Ísland og Austur-Grænland. Veið- ar á 150 langreyðum hafa því engin áhrif á stofninn og veiðarnar eru sjálfbærar í huga hvalveiðisinna. Andstæðingar hvalveiða benda á að sjálfbærni byggi á því að mæta þörfum nútímans án þess að ganga á möguleika framtíðarinnar. Þeir sem reka fyrirtæki í hvalaskoðun vilja meina að veiðarnar séu ógn við ferðaþjónstu á Íslandi og gangi ekki síst á augljósa hagsmuni þeirra. Hins vegar gengur hvalaskoðunar- fyrirtækjum ágætlega og sífellt fjölgar viðskiptavinum þeirra, að því er virðist. Tölur um ferðamannastraum til landsins, og nokkuð stöðug fjölg- un gesta í hvalaskoðun, benda til þess að hvalveiðar hafi ekki eins skaðleg áhrif og margir óttast. Ef áhrifin eru þá nokkur. Þegar þetta er dregið saman, skoðun þjóðarinnar á hvalveiðum og ástand stofnanna við landið, velgengni ferðaþjónustufyrirtækja og að afurðir seljast, verður vart komið auga á annað en að veiðarn- ar séu eðlileg nýting á auðlind. Á hinn bóginn skal ekki gert lítið úr því að tugmilljónir manna hafa andstyggð á veiðum sjávarspendýra. Ástæðan er ekki áhyggjur af ferða- þjónustu eða af markaðsmálum í Japan. Sjálfbærni veiðanna kemur þar heldur ekki mikið við sögu. Rökin eru kannski ekki ósvipuð og hjá þeim sem leggjast gegn skot- veiðum á hrossagauk og lóu. Sem eru þó stundaðar í stórum stíl. Vel gengur að selja hval HVALSTÖÐIN LIFNAR Hvalur 9 kom með fyrstu tvö dýrin á vertíðinni í ár á miðvikudag. Hvalur 8 er einnig að veiðum. Sjö dýr voru komin á land á föstudag en skipin voru þá frá veiðum vegna brælu á miðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýjasta skoðanakönnun Capacent á skoðun landsmanna á hvalveiðum sýnir að tveir þriðju hlutar eru fylgjandi atvinnuveiðum. Könnunin var unnin fyrir Sjávarnytjar. Tæp tuttugu prósent aðspurðra voru andvíg veiðunum en þrettán prósent tóku ekki afstöðu. Þessar niðurstöður ættu ekki að koma á óvart þar sem þær eru samhljóða öðrum skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar um hvalveiðar síðustu árin. Í sömu könnun var spurt hvort menn teldu að hvalveiðar í atvinnuskyni myndu bæta eða skaða ímynd Íslands erlendis. Fjörutíu prósent aðspurða töldu að veiðarnar hefðu skaðleg áhrif á ímynd Íslands. Um sextíu prósent töldu að veiðarnar hefðu jákvæð áhrif á atvinnuástandið í landinu og á efnahag þjóðarinnar. Meirihluti fylgjandi veiðum Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is ÁRNI FINNSSON KRISTJÁN LOFTSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.