Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 14
14 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í
umræðum um dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin og
tilmæli eftirlitsstofnana um að miðað verði við seðlabanka-
vexti á lánunum, er málinu gjarnan stillt þannig upp að það
snúist um hagsmuni lánþega annars vegar og hagsmuni fjár-
magnseigenda og erlendra kröfuhafa hins vegar. Þeir síðar-
nefndu muni tapa, ef samningsvextirnir einir verði látnir standa.
Ummæli Franeks Roswadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins á Íslandi, í helgarblaði Fréttablaðsins setja málið í annað ljós.
Roswadowski segir í fyrsta
lagi að bankarnir muni geta tekið
eitthvað af högginu á sig, verði
niðurstaða Hæstaréttar sú að þeir
sem tóku gengislán greiði aðeins
samningsvextina. Þeir muni þó
aldrei ráða við það allt og þótt
kröfuhafar muni leggja eitthvað
af mörkum, muni megnið af nýju
hlutafé koma frá ríkinu, þ.e. skattgreiðendum. Það verði kostnað-
arsamt, enda ábyrgist ríkissjóður innistæður í bönkunum. Skatta-
hækkanir geti þurft að koma til.
Í öðru lagi nefnir fulltrúi AGS að útlit sé fyrir það vegna Hæsta-
réttardómsins á dögunum að endurskipulagning skulda heimila
og fyrirtækja tefjist enn frekar en þegar sé orðið. Loks segir
Roswadowski að óvissa vegna málsins tefji afnám gjaldeyrishafta;
ekkert vit sé í að aflétta þeim þegar óvissa ríki í efnahagsmálum.
Að því gefnu að greining Franeks Roswadowski sé rétt, er málið
ekki alveg svo einfalt að málið snúist bara um hagsmuni skuld-
ara annars vegar og fjármagnseigenda og útlendra kröfuhafa hins
vegar. Það er líka hægt að stilla því þannig upp að annars vegar
snúist það um mjög skýrt skilgreinda hagsmuni, sem þessir tveir
hópar eiga, hins vegar um almennari og ekki eins rækilega skil-
greinda hagsmuni, sem flest heimili og fyrirtæki í landinu eiga.
Auðvitað eiga heimili og fyrirtæki, sem tóku gengistryggð lán,
mjög skýra hagsmuni af því að þau breytist vegna dóms Hæsta-
réttar í hagstæðustu lán sem völ er á, bæði fyrir og eftir kreppu.
Og í ljósi þess að fjármálastofnanir hefðu aldrei veitt lán á slíkum
kjörum, enda hefðu þær svo augljóslega tekið alltof mikla áhættu
með slíkum lánveitingum, eiga þær líka skýra hagsmuni af því að
samningsvextir verði ekki niðurstaðan. Með því að fara þá leið sem
Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa lagt til, að miða við lægstu
vexti Seðlabankans, er óhagræðinu af falli krónunnar í flestum
tilvikum skipt á milli þessara hópa.
Öll heimili og fyrirtæki á Íslandi eiga svo hagsmuni af því að
kreppunni ljúki sem fyrst. Það er ekki þeirra hagur, hvorki þeirra
sem tóku gengistryggð lán né þeirra sem fjármögnuðu sig einhvern
veginn öðruvísi, að fjármálakerfið fái á sig högg eða að ríkissjóður
neyðist til að koma því til bjargar.
Hæstiréttur mun að sjálfsögðu dæma eftir réttum lögum. En
það er ástæða til að mála ekki bara svarthvíta mynd af því hvaða
hagsmunir eru í spilinu.
Skuldavandi
heimilanna
Karl V.
Matthíasson
vímuvarnaprestur
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Þjóðarsátt er orð sem oft hefur verið notað á síðustu mánuðum og ekki að
ástæðulausu. Eftir hrunið eru margir
ósáttir enda hefur hallað á fjölda fólks og
því er þörf á þjóðarsátt.
Nú hefur Hæstiréttur kaghýtt lánafyrir-
tæki með dómi sínum um gengistryggð lán.
Í framhaldi af þessu hafa Fjármálaeftirlit-
ið og Seðlabankinn komið með leiðbeinandi
vinnulag um breytt greiðslufyrirkomulag
lánanna. Og allt logar nú út af þessum „leið-
beinandi“ gerningi.
Ég er viss um að flestir sem tóku gengis-
lánin hafi alls ekki hugsað sér að þurfa að
greiða eins mikið og þeir hafa verið krafð-
ir um. Ég er líka viss um að þeir hafi ekki
heldur reiknað með að greiða jafnlítið og
dómurinn kveður á um. Samt eru margir
skuldarar ófúsir að hvika frá dómi Hæsta-
réttar og sjá enga ástæðu til koma til móts
við lánafyrirtækin eftir þá óbilgirni sem að
minnsta kosti einhver þeirra hafa sýnt og
á tíðum fyrirlitleg vinnubrögð sem fréttir
hafa greint frá.
Fram undan er löng og ströng umræða
og málaferli á málaferli ofan. Ríkisstjórn-
in er farin að gefa í skyn að samfélagið ráði
illa við niðurstöðu dómsins og þess vegna
hafi Seðlabankinn og FME brugðist svona
við. Og auðvitað vekur það manni ugg ef
sækja þarf meiri pening til ríkiskassans,
með mikilli hættu á því að teygja velferð-
arkerfisins slitni.
Þess vegna spyr ég: Getum við búið til
einhvers konar þjóðarsátt um skuldirnar.
Geta skuldarar þessa lands fallist á það
að öll lán til húsnæðiskaupa og bílakaupa
verði aðeins einnar gerðar með lagasetn-
ingu? Væri til dæmis hægt að lækka verð-
bótalánin og hækka gengislánin á einhvers
konar miðlínu sem dregin er á milli verð-
tryggðu lánanna og gengislánanna eftir
dóm Hæstaréttar.
Þau átök og endalausu málaferli sem
framundan eru um öll þessi lán geta orðið
að ógn við allsherjarreglu og frið í samfé-
lagi okkar.
Ég hvet til þess að leitað verði sátta
og samkomulags í mikilli einlægni og að
Alþingi og ríkisstjórn geri sitt til þess að
vinna að því í góðu samráði við þau samtök
sem stofnuð hafa verið til varnar heimilum
og skuldurum þessa lands. Já, mikið held
ég að margir yrðu fegnir ef hægt væri að
klára þetta mál með ásættanlegri og við-
ráðanlegri lausn sem áreiðanlega er til. Að
við gætum gert alvöru þjóðarsátt í þessu
máli.
Þjóðarsátt um skuldir
Hvaða svigrúm?
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
sagðist í spjalli við Árna Þórarinsson
á Pressunni gera ráð fyrir að setjast
aftur á þing í haust, þegar þingnefnd
sem fjallar um rannsóknarskýrslu
Alþingis hefur lokið störfum. „Ég vildi
stíga til hliðar og veita þingnefndinni
þetta svigrúm.“ Þorgerður á ekki
von á að niðurstaða nefndar-
innar verði áfellisdómur fyrir
hana; hún hafi ekki verið í hópi
þeirra sem þáðu háa styrki.
En af hverju þá að víkja af
þingi meðan nefndin er
við störf? Hvaða svigrúm
af hálfu Þorgerðar þurfti
nefndin?
Krugman um Ísland
Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi
í hagfræði, fjallaði um kreppuna á
Íslandi á dögunum. Sagði hann að
þótt hrunið hér á landi ætti sér fá
fordæmi, væri staða landsins góð
miðað við önnur ríki. Krugman segir
tvær aðalskýringar á þessu: gengis-
hrun krónunnar og gjaldeyrishöft.
Byrðar almennings
Ólína Þorvarðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar,
grípur skýringu hagfræð-
ingsins á lofti og skrifar:
„Ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur virðist
ætla að takast það
ótrúlega afrek, að ná þjóðinni upp
úr verstu efnahagskreppu sögunnar,
og það með vægari afleiðingum
en nokkur þorði að vona.“ Það má
reyndar minna á að gjaldeyrishöftin
voru sett á í tíð ríkisstjórnar Geirs
Haarde. Það skýtur líka skökku við að
þingmaður Samfylkingarinnar státi
sig af gengishruni; sá flokkur hefur
yfirleitt haft horn í síðu gengis-
sveiflna. En Ólína verður líka
að hafa í huga að gengishrun
er annað orð yfir kjaraskerð-
ingu. Hún ætti því kannski að
hrósa almenningi fyrir
afreksverkin á undan
ríkisstjórninni.
bergsteinn@frettabladid.is
Myndu aðeins fjármagnseigendur og erlendir
kröfuhafar tapa á samningsvöxtum gengislána?
Skýrir hagsmunir
og óskýrir