Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 16

Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 16
16 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR Klukkan 6 að morgni 25. febrúar 2001. Ég lyfti sænginni, ætl- aði að taka son minn upp eins og vanalega en áttaði mig á að hann var ekki þarna. Hann lést kvöld- ið áður á barnadeild LSH, 14 mán- aða gamall. Ég var bara ekki búin að meðtaka það þennan morgun en hef margoft vaknað kl. 6 síðan og óskað þess að ég gæti tekið hann upp bara einu sinni enn því bros- ið og kátínan var ólýsanleg alveg sama hversu dagurinn á undan var erfiður. Minningin um hvernig hann tók á móti nýjum degi hefur m.a. gert mér kleift að lifa þetta af. Nú nýverið bárust fregnir af því að gera eigi rannsókn á því hversu algengir skaðar eru af völdum mis- taka (læknamistaka) inni á sjúkra- húsunum, LSH og FSA (eða algengi slysa inni á sjúkrahúsum eins og ég vil kalla það). Ég lá einmitt á sjúkrahúsi þegar ég las í Frétta- blaðinu 2. júní s.l. (bls. 2) að „gera má ráð fyrir að allt að 200 einstakl- ingar látist ár hvert af völdum mis- taka“ (fleiri en í umferðarslysum og sjóslysum til samans). Það fór hrollur um mig í sjúkrarúminu. Það er eflaust hættuminna að fara í gegnum Detox Jónínu Ben. Mér finnst fjölmiðlar bregðast lands- mönnum nú eins og í umræðum um fjármálakerfið, þeir greina ekki hvað er aðalatriði og hvað er auka- atriði og láta flækja sig í umræð- um um aukaatriði eða þagga niður það sem skiptir mestu að halda á lofti. Umræðan um læknamistök hefur komið nokkrum sinnum upp en ávallt kafnað af einhverjum ástæðum. Heilbrigðisstarfsfólk þorir ekki að tjá sig. Rannsóknarskýrsla Alþingis fjallar þó nokkuð um siðleysi og hjarðhegðun, sem ég er sannfærð um að sé til staðar í heilbrigðis- kerfinu líkt og í fjármálakerfinu. Vonandi höfum við lært af efna- hagshruninu og rannsóknarskýrsl- unni. Í Fréttablaðinu þann 3. júní s.l. (bls. 12) er fjallað um að stað- ið hafi til í mörg ár að gera þessa rannsókn um mistök í heilbrigðis- kerfinu, en fjármagn ekki fengist til þess. Staðan virðist enn vera sú sama. Eina fagstéttin sem sýnir stuðning í verki með fjárframlagi er Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga sem ég er ákaflega stolt af sem hjúkrunarfræðingur. Nú spyr ég hvað ætla aðrar fagstéttir í heil- brigðisþjónustu að gera? Læknar, lyfjafræðingar, ljósmæður, sjúkra- liðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, meinatæknar, lífeindafræðingar, sálfræðingar, geislafræðingar og allir aðrir sem teljast til heilbrigð- isstétta jafnvel háskólakennarar? Mig mundi langa til að sjá opinber viðbrögð, sjúklingar og aðstandendur sjúklinga sem nú liggja á sjúkrahúsum eru vænt- anlega að bíða í ofvæni eftir við- brögðum. Nú er tækifæri til að byrja strax að byggja upp traust, niðurstaða rannsóknarinnar mun eflaust kalla á viðbrögð en það verður erfitt að trúa þeirri fag- stétt sem ekki sýnir sig núna í þessu alvarlega máli. Fyrir mig er það kjaftshögg að ekki skuli fást fjármagn í þetta og ég geri ráð fyrir að aðrir sem hafa orðið fyrir skaða vegna mistaka í heilbrigðis- kerfinu finni til svipaðra tilfinn- inga. Ráðherrar, Alþingi og heil- brigðisþjónustan eiga að tryggja að þessi rannsókn verði gerð og sýna að þetta komi þeim við, ekki síður en þegar ákveðið var að ráð- ast í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem þó fjallar eingöngu um fjár- hagslegt tjón. Get ég treyst heil- brigðiskerfinu fyrir lífi mínu og minna nánustu? Nei, reynsla mín segir mér það og viðbragðaleysi læknastéttarinnar og yfirvalda tekur undir það „hástöfum“. Ár hvert er tugum milljóna varið í slysavarnir, vonandi er komið að slysavörnum í heilbrigðiskerfinu. Ég persónulega hef orðið fyrir fleiri en einu alvarlegu atviki, ekk- ert þeirra er til sóma fyrir lækna- stéttina né heilbrigðiskerfið. Það er ekki traustvekjandi að Land- læknir/læknar munnhöggvist út í heilsutengda starfsemi (Detox Jónínu Ben) sem heyrir ekki undir starfsemi Landlæknis á sama tíma og látið er hjá líða að taka fast á svo alvarlegum málum sem læknamistök eru. Tuttugu milj- óna styrkur var veittur til rann- sókna á hrossapestinni í gær þann 15. júní. Það þarf mun minna fjár- magn til að rannsaka þessa pest (læknamistök) sem verður fjölda manns að bana eða veldur örkuml- um. Ég þekki til of margra dæma til að þegja um þetta. Við gætum kannski kallað þetta „hrossalækn- ingar“ á sjúkrahúsum og séð til hvort peningarnir komi. Ég skora á fleiri til að skrifa og tjá sig opinberlega, sérstaklega þá sem orðið hafa fyrir skaða og heilbrigðisstarfsmenn sem þekkja til slíkra atvika. Það þarf mikinn kjark til en mikið er í húfi. Við verðum sem þjóð að meta mannslíf meira en þetta og sýna það í orði og verki. Yfirvöld verða líka að gefa tóninn í þeim efnum. Þá fyrst getum við farið að tala um að við séum á réttri leið. Get ég treyst heilbrigðiskerfinu fyr- ir lífi mínu og minna nánustu? Nei, reynsla mín segir mér það og við- bragðaleysi læknastéttarinnar og yfir- valda tekur undir það „hástöfum“. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Síðastliðinn vetur kynntu sveitar félögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp- ur nýja tilhögun á sorpmálum og komu breytingarnar til fram- kvæmda í byrjun þessa árs. Reynt var að kynna breytingarn- ar vel, svo að þær kæmu fólki ekki í opna skjöldu. Ekki skal dæmt um hvort sú kynning hefur verið full- nægjandi. Með þessum orðum er reynt að koma nokkrum atriðum málsins til skila. Urðunarstaðnum á Kirkjuferju- hjáleigu (í Ölfusinu) var lokað á síðasta ári. Við það margfaldað- ist kostnaður sveitarfélagsins við sorpurðun, enda þarf að aka öllu sorpi sem á að urða í Álfsnesið. Akstur með sorp til urðunar varð því margfalt dýrari enda lengdist akstursleið sorpbifreiða um 150- 200%. Sveitarstjórn hefði getað látið aukinn kostnað vegna sorpmála fara yfir á eigendur fasteigna og fyrirtækja í Bláskógabyggð, án þess að gera nokkuð annað og hefði þá kostnaður hvers eiganda fast- eigna orðið afar mikill. Í stað þess var gerð breyting á sorpmálum. Áhersla var lögð á að flokka sorpið og sett voru tvö sorpílát við hvert heimili. Sorp- eyðingargjöld voru lækkuð en ný sorphirðugjöld voru lögð á alla íbúa sveitarfélagsins og fyrirtæki. Þetta olli mikilli hækkun á sorp- gjöldum íbúanna en skilningur íbúa hefur verið góður og flestir sáttir við orðinn hlut. Sveitarstjórn vildi sýna sumar- húsaeigendum sanngirni og ákvað því að láta sorphirðuna vera val hvers félags sumarhúsaeigenda. Samkvæmt reglugerð eiga félög sumarhúsa sem í eru tuttugu eða fleiri bústaðir rétt á að fá til sín sorpílát og hirðingu. Mörg félög sumarhúsaeigenda hafa þegar óskað eftir og fengið ílát og greiða þann kostnað sem af því hlýst. Margir hafa ekkert aðhafst, virðast hafa viljað bíða og sjá til. Framkvæmdastjóri Landssam- bands sumarhúsafélaga hefur verið mjög ósáttur við ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggð- ar og Grímsness- og Grafnings- hrepps. Hann gerir kröfu um að sveitarstjórn fari að reglugerð og setji upp sorpílát fyrir sumarhúsa- hverfi þar sem bústaðirnir eru 20 eða fleiri. Auðvitað er hægt að verða við því, en þá má búast við að kostnaður af sorphirðu verði mikill fyrir sumarhúsaeigendur. Er það vilji allra sumarhúsaeig- enda? Sumir eru sjaldan í bústöð- um sínum en kostnaðurinn verð- ur eðlilega að jafnast á alla. Mér finnst mikilvægt að formaður stjórnar Félags sumarhúsaeigenda beri hag allra sumarhúsaeigenda fyrir brjósti en hangi ekki bara í reglum reglnanna vegna. Það getur stundum verið andstætt hagsmun- um sumarhúsaeigenda. Ég hvet fólk til að kynna sér málin vel, áður en frekari kröfur verða gerðar. Þegar breytingar eru gerðar má alltaf vænta þess að margt megi betur fara. Nú hefur verið ákveðið að allir geti farið með heimilissorp á gámastöðvarnar hvenær sem er sólarhringsins. Op hefur verið sett á hliðin þannig að alltaf er hægt að losa sig við heimilissorpið. Vonir standa til að með þessari lagfær- ingu geti fólk betur sætt sig við áorðnar breytingar á sorpmálum sveitarfélaganna. Ég bendi á að fasteignagjöld húsa og lóða eru tekjustofn sveit- arfélaga skv. lögum. Ef ég á t.d. sumarhús í Reykjavík þá þarf ég að greiða fasteignagjöldin af því húsi. Ég þarf líka að greiða vatns- gjöld, frárennslisgjöld og sorp- hirðugjöld. Þar er enginn afslátt- ur gefinn jafnvel þótt ég nýti húsið mitt lítið sem ekki neitt. Þetta þarf að hafa í huga, fasteignagjöld eru ekki þjónustugjöld heldur tekju- stofn allra sveitarfélaga hvar sem húsin eru staðsett, í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ eða á lands- byggðinni. Sumarhúsabyggðir eru mikil- vægur þáttur í samfélagi Upp- sveitanna. Fólksfjölgun á sumrin í Bláskógabyggð er mikil, enda fá sumarhúsin meiri notkun og fólk nýtur hér náttúrunnar og veður- blíðu. Gestum sveitarfélagsins á að líða vel hér og við reynum að leggja okkar af mörkum svo það geti orðið. Aðhaldssemi í fjármálum og ábyrgð skiptir mjög miklu máli. Ég vona að sátt og samlyndi verði milli sveitarstjórnar og sumarhúsaeig- enda um sorpmál og að sjónarmið allra verði virt. Engin mannanna verk eru óumdeilanleg né endan- leg og sjálfsagt er að skoða breyt- ingar í ljósi reynslunnar. Ég óska öllum gleðilegra daga hér í Bláskógabyggð með von um að þessi orð mín geti aukið skiln- ing fólks og verið eitt skref í átt til sáttar um framkvæmd sorpmála í sveitarfélaginu. Sumarbústaðir og sorphirða Áskorun gegn þöggun í heilbrigðiskerfinu Umhverfismál Drífa Kristjánsdóttir oddviti Bláskógabyggðar Heilbrigðismál Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur og móðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.